Atvinnurekendur telja engin efni til hækkana Árni Sæberg skrifar 19. október 2023 16:03 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/ARnar Mikill meirihluti aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins telur svigrúm til launahækkana á næsta ári innan við fjögur prósent. Tæplega fjórðungur telur svigrúm á bilinu 0 til 0,9 prósent. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum könnunar Gallup á meðal aðildarfyrirtækja og viðhorfshóps Gallup, sem fram fór í mánuðinum. Könnunin var gerð fyrir ársfund atvinnulífsins, sem haldinn er í dag. Könnunin er hluti af liðnum Hvað ber í milli og ber saman svör fyrirtækja og almennings við sömu spurningum. Þar er spurt um kjarasamninga, svigrúm til launahækkana og hvaða mál eigi að leggja áherslu á, meðal annars. Vilji til að minnka verðbólgu beggja megin borðsins Á meðal atvinnulífs og almennings er mikil samstaða um hvað eigi að leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. Yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA og almennings nefndu samninga sem stuðli að lækkun vaxta og verðbólgu og samninga sem varðveiti kaupmátt og tryggi störf. Um það bil helmingur beggja hópa nefndu svo sérstaka hækkun lægstu launa umfram almennar launabreytingar sem áhersluatriði í komandi kjarasamningum. Almenningur telur líka lítið svigrúm Meirihluti almennings telur lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda. Aftur á móti telur yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA, eða yfir 80 prósent, lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana. Þegar fólk er beðið um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda árið 2024 segir nærri helmingur almennings svigrúmið vera innan við fjögur prósent. Þegar svarendur eru beðnir um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana árið 2024 segja 73 prósent aðildarfyrirtækja SA svigrúmið vera innan við 4 prósent, þar af segja 23 prósent svigrúmið vera á bilinu 0 til 0,9 prósent og 21 prósent segir það vera á bilinu 2 til 2,9 prósent. Fáir spenntir fyrir skammtímasamningum Einungis 21,2 prósent almennings og 4,2 prósent aðildarfyrirtækja SA vilja að stefnt verði að skammtímasamningi, sem gildir í tvö ár eða minn. Tæplega helmingur almennings vill að stefnt verði að samningi til þriggja ára eða lengur á meðan rúmlega 80 prósent sama hóps vilja að samið verði til tveggja ára eða lengur. Á meðal aðildarfyrirtækja SA ríkir einnig mikill vilji til langtímasamninga, en þar vilja 80 prósent svarenda að samið verði til þriggja ára eða lengur. Þegar horft er til tveggja ára eða lengur eykst hlutfallið í tæp 96 prósent á meðal aðildarfyrirtækja SA. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. 19. október 2023 14:01 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum könnunar Gallup á meðal aðildarfyrirtækja og viðhorfshóps Gallup, sem fram fór í mánuðinum. Könnunin var gerð fyrir ársfund atvinnulífsins, sem haldinn er í dag. Könnunin er hluti af liðnum Hvað ber í milli og ber saman svör fyrirtækja og almennings við sömu spurningum. Þar er spurt um kjarasamninga, svigrúm til launahækkana og hvaða mál eigi að leggja áherslu á, meðal annars. Vilji til að minnka verðbólgu beggja megin borðsins Á meðal atvinnulífs og almennings er mikil samstaða um hvað eigi að leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. Yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA og almennings nefndu samninga sem stuðli að lækkun vaxta og verðbólgu og samninga sem varðveiti kaupmátt og tryggi störf. Um það bil helmingur beggja hópa nefndu svo sérstaka hækkun lægstu launa umfram almennar launabreytingar sem áhersluatriði í komandi kjarasamningum. Almenningur telur líka lítið svigrúm Meirihluti almennings telur lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda. Aftur á móti telur yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA, eða yfir 80 prósent, lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana. Þegar fólk er beðið um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda árið 2024 segir nærri helmingur almennings svigrúmið vera innan við fjögur prósent. Þegar svarendur eru beðnir um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana árið 2024 segja 73 prósent aðildarfyrirtækja SA svigrúmið vera innan við 4 prósent, þar af segja 23 prósent svigrúmið vera á bilinu 0 til 0,9 prósent og 21 prósent segir það vera á bilinu 2 til 2,9 prósent. Fáir spenntir fyrir skammtímasamningum Einungis 21,2 prósent almennings og 4,2 prósent aðildarfyrirtækja SA vilja að stefnt verði að skammtímasamningi, sem gildir í tvö ár eða minn. Tæplega helmingur almennings vill að stefnt verði að samningi til þriggja ára eða lengur á meðan rúmlega 80 prósent sama hóps vilja að samið verði til tveggja ára eða lengur. Á meðal aðildarfyrirtækja SA ríkir einnig mikill vilji til langtímasamninga, en þar vilja 80 prósent svarenda að samið verði til þriggja ára eða lengur. Þegar horft er til tveggja ára eða lengur eykst hlutfallið í tæp 96 prósent á meðal aðildarfyrirtækja SA.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. 19. október 2023 14:01 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. 19. október 2023 14:01