Heilbrigðisráðherra reddaði vatninu í Aratungu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2023 20:31 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mætti á fundinn í Aratungu til að hlusta á íbúa og svara fyrirspurnum þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill kurr er á meðal íbúa í uppsveitum Árnessýslu, ekki síst í Bláskógabyggð verði niðurstaðan sú að loka eigi heilsugæslustöðinni í Laugarási og opna nýja stöð á Flúðum eða á öðrum þéttbýlisstöðum í uppsveitunum. Heilbrigðisráðherra mætt á fund með íbúum til að hlusta á þeirra sjónarmið. Hann var þétt setinn bekkurinn í félagsheimilinu Aratungu síðdegis í gær á fundi, sem stóð fram á kvöld með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og heilbrigðisráðherra, auk annarra starfsmanna heilbrigðisstofnunar til að ræða málefni heilsugæslunnar í Laugarási. Bekkurinn var þétt setinn í Aratungu í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get bara sagt það fyrir mitt leyti og örugglega fyrir hönd margra í Laugardal og jafnvel Grímsnesi að ef það verður farið með þetta t.d. upp á Flúðir þá getum við alveg eins keyrt á Selfoss, það er orðið styttra,” sagði Kjartan Lárusson íbúi í Bláskógabyggð þegar hann fór upp í ræðustól. Fram kom á fundinum að það þyrfti að fara í viðhald á húsnæði heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási verði hún áfram þar fyrir um 125 milljónir króna en á sama tíma væri nýtt laust húsnæði á Flúðum, sem væri jafn vel hægt að flytja stöðina í. Sumum fundarmönnum svelgdist svo á í gær að heilbrigðisráðherra þurfti að koma til bjargar með vatnsglas fyrir viðkomandi. „Það er ömurlegt að standa hér og horfa á vini sína hér í Hrunamannahreppi og þú heyrðir tóninn í síðasta ræðumanni, að þurfa að vera, ekki bara í þessum málefnum, heldur nánast öllum málefnum, sem við tökum fyrir núna í einhverjum hasar og átökum, sem hefur aldrei verið og við erum bara mjög ósátt við það,” sagði Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir íbúi í Bláskógabyggð, sem fékk vatnið hjá ráðherra. Willum Þór reddaði vatninu fyrir Guðrúnu svo hún gæti haldið áfram með ræðuna sína. Uppákoman vakti mikla kátínu í salnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir heilbrigðisráðherra yfir þessari stöðu í uppsveitum Árnessýslu? „Það á eftir að gera hellings vinnu til að finna út úr hvort að annað húsnæði hentar betur og þá hvort það sé staðsetning hentar fyrir íbúana. Sú vinna er bara á eftir,” segir Willum Þór Þórsson. En er heilsugæslustöðin í Laugarási á leiðinni á Flúðir eins og margir tala um? „Það er ekkert sem liggur fyrir í þeim efnum, engin ákvörðun verið tekin,” segir Willum Þór. Húsið á Flúðum, sem hefur verið nefnt að heilsugæslan flytji í, endinn niðri þar sem Almarsbakaríi var með sína starfsemi Magnús Hlynur Hreiðarsson Díanna Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fór yfir stöðu málsins á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hrunamannahreppur Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Hann var þétt setinn bekkurinn í félagsheimilinu Aratungu síðdegis í gær á fundi, sem stóð fram á kvöld með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og heilbrigðisráðherra, auk annarra starfsmanna heilbrigðisstofnunar til að ræða málefni heilsugæslunnar í Laugarási. Bekkurinn var þétt setinn í Aratungu í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get bara sagt það fyrir mitt leyti og örugglega fyrir hönd margra í Laugardal og jafnvel Grímsnesi að ef það verður farið með þetta t.d. upp á Flúðir þá getum við alveg eins keyrt á Selfoss, það er orðið styttra,” sagði Kjartan Lárusson íbúi í Bláskógabyggð þegar hann fór upp í ræðustól. Fram kom á fundinum að það þyrfti að fara í viðhald á húsnæði heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási verði hún áfram þar fyrir um 125 milljónir króna en á sama tíma væri nýtt laust húsnæði á Flúðum, sem væri jafn vel hægt að flytja stöðina í. Sumum fundarmönnum svelgdist svo á í gær að heilbrigðisráðherra þurfti að koma til bjargar með vatnsglas fyrir viðkomandi. „Það er ömurlegt að standa hér og horfa á vini sína hér í Hrunamannahreppi og þú heyrðir tóninn í síðasta ræðumanni, að þurfa að vera, ekki bara í þessum málefnum, heldur nánast öllum málefnum, sem við tökum fyrir núna í einhverjum hasar og átökum, sem hefur aldrei verið og við erum bara mjög ósátt við það,” sagði Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir íbúi í Bláskógabyggð, sem fékk vatnið hjá ráðherra. Willum Þór reddaði vatninu fyrir Guðrúnu svo hún gæti haldið áfram með ræðuna sína. Uppákoman vakti mikla kátínu í salnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir heilbrigðisráðherra yfir þessari stöðu í uppsveitum Árnessýslu? „Það á eftir að gera hellings vinnu til að finna út úr hvort að annað húsnæði hentar betur og þá hvort það sé staðsetning hentar fyrir íbúana. Sú vinna er bara á eftir,” segir Willum Þór Þórsson. En er heilsugæslustöðin í Laugarási á leiðinni á Flúðir eins og margir tala um? „Það er ekkert sem liggur fyrir í þeim efnum, engin ákvörðun verið tekin,” segir Willum Þór. Húsið á Flúðum, sem hefur verið nefnt að heilsugæslan flytji í, endinn niðri þar sem Almarsbakaríi var með sína starfsemi Magnús Hlynur Hreiðarsson Díanna Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fór yfir stöðu málsins á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hrunamannahreppur Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira