Deila um leigutekjur Hreyfils fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 18. október 2023 15:56 Deilt er um leigutekjur af Fellsmúla 30. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni þriggja félaga sem eiga lóðina Fellsmúla 24-30 í Reykjavík í sameign með Hreyfli svf. um áfryjunarleyfi. Málið snýr að deilu félaganna um leigutekjur Hreyfils vegna hluta lóðarinnar, þar sem eldsneytisstöð Orkunnar hefur staðið um árabil. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin Dalborg hf., Fagriás ehf. og RA 5 ehf., áður Reginn atvinnuhúsnæði ehf., hafi leitað leyfis Hæstaréttar til áfrýjunar í júlí síðastliðnum. Landsréttur hafði sýknað Hreyfil af aðalkröfu félaganna þriggja og vísað varakröfu þeirra frá dómi í júní. Málið lýtur að kröfum félaganna sem eru meðal lóðarhafa á heildarlóðinni Fellsmúla 24-30 í Reykjavík, um hlutdeild í leigutekjum sem Hreyfill hefur þegið vegna útleigu þess hluta lóðarinnar sem auðkenndur er sem Fellsmúli 30. Félögin kröfðust þess til vara að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra. Ágreiningur aðila málsins lýtur einkum að því hvort Hreyfill sé einn leigulóðarhafi að Fellsmúla 30, réttindum hans til ráðstöfunar á þessum hluta heildarlóðarinnar og hvort honum beri einum arður af honum. Hreyfill ekki eini eigandinn en kröfur ekki nægilega reifaðar Héraðsdómur sýknaði Hreyfil af öllum kröfum félaganna. Með dómi Landsréttar var Hreyfillsýknaður af aðalkröfu félaganna en varakröfu þeirra vísað frá héraðsdómi. Landsréttur taldi að Hreyfli hefði ekki tekist sönnun um að Fellsmúli 30 væri sérstök leigulóð sem hann væri einn eigandi að. Heimildarskjöl gæfu til kynna samkomulag um heimild Hreyfils til rekstrar bensínstöðvar og útleigu lóðarhlutans í því skyni. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu ekki lagt viðhlítandi grundvöll að fjárkröfum sínum á hendur Hreyfli vegna samninga hans við þriðju aðila og var Hreyfill sýknaður af aðalkröfu félaganna á þeim grundvelli. Hins vegar taldi Landsréttur að varakrafa félaganna um að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra lyti að réttarástandi til framtíðar. Í lögum um meðferð einkamála segir að dómstólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Kröfunni var því vísað frá héraðsdómi. Geti haft fordæmisgildi um lóðarleigusamninga og réttarfar í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin hafi byggt á því að að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Í fyrsta lagi um túlkun á því hverjir séu leigulóðarhafar við endurnýjun á lóðasamningum eða við sölu fasteigna með hlutdeild í lóðarleiguréttindum. Í öðru lagi við túlkun á því hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt til að lóðarleiguhafi að sameiginlegum lóðaréttindum eigi réttindi umfram aðra í sameigninni. þriðja lagi um sönnunarbyrði fyrir sérstökum réttindum í sameign. Þá byggi félögin á að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur bæði um efni og form. Loks hafi rökstuðningur Landsréttar verið í andstöðu við fyrirmæli einkamálalaga um forsendum sínum skuli dómur tilgreina rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagaatriði. „Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um skýringu lóðarleigusamninga og inntak lóðarleiguréttinda. Jafnframt getur dómur haft gildi um skýringu 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Nefnt lagaákvæði snýr að því að dómstólar verði ekki krafðir um álit á lögspurningum. Dómsmál Leigumarkaður Bensín og olía Leigubílar Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin Dalborg hf., Fagriás ehf. og RA 5 ehf., áður Reginn atvinnuhúsnæði ehf., hafi leitað leyfis Hæstaréttar til áfrýjunar í júlí síðastliðnum. Landsréttur hafði sýknað Hreyfil af aðalkröfu félaganna þriggja og vísað varakröfu þeirra frá dómi í júní. Málið lýtur að kröfum félaganna sem eru meðal lóðarhafa á heildarlóðinni Fellsmúla 24-30 í Reykjavík, um hlutdeild í leigutekjum sem Hreyfill hefur þegið vegna útleigu þess hluta lóðarinnar sem auðkenndur er sem Fellsmúli 30. Félögin kröfðust þess til vara að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra. Ágreiningur aðila málsins lýtur einkum að því hvort Hreyfill sé einn leigulóðarhafi að Fellsmúla 30, réttindum hans til ráðstöfunar á þessum hluta heildarlóðarinnar og hvort honum beri einum arður af honum. Hreyfill ekki eini eigandinn en kröfur ekki nægilega reifaðar Héraðsdómur sýknaði Hreyfil af öllum kröfum félaganna. Með dómi Landsréttar var Hreyfillsýknaður af aðalkröfu félaganna en varakröfu þeirra vísað frá héraðsdómi. Landsréttur taldi að Hreyfli hefði ekki tekist sönnun um að Fellsmúli 30 væri sérstök leigulóð sem hann væri einn eigandi að. Heimildarskjöl gæfu til kynna samkomulag um heimild Hreyfils til rekstrar bensínstöðvar og útleigu lóðarhlutans í því skyni. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu ekki lagt viðhlítandi grundvöll að fjárkröfum sínum á hendur Hreyfli vegna samninga hans við þriðju aðila og var Hreyfill sýknaður af aðalkröfu félaganna á þeim grundvelli. Hins vegar taldi Landsréttur að varakrafa félaganna um að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra lyti að réttarástandi til framtíðar. Í lögum um meðferð einkamála segir að dómstólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Kröfunni var því vísað frá héraðsdómi. Geti haft fordæmisgildi um lóðarleigusamninga og réttarfar í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin hafi byggt á því að að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Í fyrsta lagi um túlkun á því hverjir séu leigulóðarhafar við endurnýjun á lóðasamningum eða við sölu fasteigna með hlutdeild í lóðarleiguréttindum. Í öðru lagi við túlkun á því hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt til að lóðarleiguhafi að sameiginlegum lóðaréttindum eigi réttindi umfram aðra í sameigninni. þriðja lagi um sönnunarbyrði fyrir sérstökum réttindum í sameign. Þá byggi félögin á að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur bæði um efni og form. Loks hafi rökstuðningur Landsréttar verið í andstöðu við fyrirmæli einkamálalaga um forsendum sínum skuli dómur tilgreina rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagaatriði. „Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um skýringu lóðarleigusamninga og inntak lóðarleiguréttinda. Jafnframt getur dómur haft gildi um skýringu 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Nefnt lagaákvæði snýr að því að dómstólar verði ekki krafðir um álit á lögspurningum.
Dómsmál Leigumarkaður Bensín og olía Leigubílar Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira