Þolmörkum í ferðaþjónustu víða náð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2023 14:00 Til að bregðast við þeim áskorunum sem hröð fjölgun ferðamanna hefur í för með sér þarf að skoða betur leiðir til virkrar álagsstýringar á ferðamannastöðum til þess að vernda náttúruna, bæta flæði, öryggi og upplifun gesta. Það er alþekkt að uppbygging innviða á ferðamannastöðum getur breytt ásýnd svæðis og í vissum tilfellum orðið svo umfangsmikil að hún dregur úr aðdráttarafli staðarins. Fjöldi ferðamanna langt yfir íbúafjölda Rannsóknir hafa sýnt að á háannatíma fer fjöldi ferðamanna gjarnan langt yfir íbúafjölda ekki síst í fámennari samfélögum. Þar spila m.a. inn stórauknar komur skemmtiferðaskipa en það er sannarlega bara einn ferðamátinn. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa grunnþjónustu allt frá heilbrigðisþjónustu og húsnæði til verslana og veitingastaða. Og til viðbótar er mun meira álag sem leggst á löggæsluna og björgunarsveitir. Þá er ótalið álagið á þjóðvegum landsins og á innviðina í orku- og veitumálum og skólpmálum eins og við höfum því miður reynslu af. Aðgangsstýring nauðsynleg fyrir náttúruna Það er sannarlega hægt að reikna út þolmörk ferðamannastaða en hafa þarf í huga að þau geta tekið breytingum yfir tíma og mikilvægt að ákveða á hverjum tíma hversu nálægt þolmörkum megi ganga. Á vissum stöðum er bæði nauðsynlegt og jafnvel æskilegt að stýra álagi ferðamanna til að stuðla bæði að sjálfbærni staðarins og til að upplifun gesta sé bæði jákvæð um leið og leitast er við að tryggja öryggi þeirra. Það er morgunljóst að margir helstu áfangastaðir hér á landi munu ekki geta með góðu móti annað helstu álagstoppum án þess að náttúran beri skaða af og upplifun gesta breytist til verri vegar frá því sem verið hefur. Ýmislegt hægt að gera Við höfum heyrt af nokkrum stöðum sem komnir eru að þolmörkum og rætt hefur verið um í sumar og þar við verðum að bregðast við. Það er ýmislegt hægt að gera og hefur verið bent á í þeim skýrslum sem unnar hafa verið undanfarin misseri. Ein leið er að nýta þjónustu sem er nú þegar til staðar og eftirspurn er umfram framboð en þar mætti sjá fyrir sér kerfi þar sem bóka þarf komu á ferðamannastað fyrirfram, hvort sem greitt er fyrir heimsóknina eða ekki. Hér á landi þarf víða að bóka gistipláss í fjallaskálum. Í mörgum fjölsóttum þjóðgörðum erlendis þarf t.d. að bóka tjaldstæði fyrir fram. Einnig er þekkt að bóka þarf heimsóknir á vinsæla ferðamannastaði eða vissa tíma til að klífa ákveðin fjöll og tinda. Með markaðssetningu og fleiri gáttum inn í landið er líka hægt að dreifa ferðamönnum betur og þar með álaginu á innviði og náttúru. Það er alveg ljóst í mínum huga að það er víða brýn nauðsyn að bregðast við. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Til að bregðast við þeim áskorunum sem hröð fjölgun ferðamanna hefur í för með sér þarf að skoða betur leiðir til virkrar álagsstýringar á ferðamannastöðum til þess að vernda náttúruna, bæta flæði, öryggi og upplifun gesta. Það er alþekkt að uppbygging innviða á ferðamannastöðum getur breytt ásýnd svæðis og í vissum tilfellum orðið svo umfangsmikil að hún dregur úr aðdráttarafli staðarins. Fjöldi ferðamanna langt yfir íbúafjölda Rannsóknir hafa sýnt að á háannatíma fer fjöldi ferðamanna gjarnan langt yfir íbúafjölda ekki síst í fámennari samfélögum. Þar spila m.a. inn stórauknar komur skemmtiferðaskipa en það er sannarlega bara einn ferðamátinn. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa grunnþjónustu allt frá heilbrigðisþjónustu og húsnæði til verslana og veitingastaða. Og til viðbótar er mun meira álag sem leggst á löggæsluna og björgunarsveitir. Þá er ótalið álagið á þjóðvegum landsins og á innviðina í orku- og veitumálum og skólpmálum eins og við höfum því miður reynslu af. Aðgangsstýring nauðsynleg fyrir náttúruna Það er sannarlega hægt að reikna út þolmörk ferðamannastaða en hafa þarf í huga að þau geta tekið breytingum yfir tíma og mikilvægt að ákveða á hverjum tíma hversu nálægt þolmörkum megi ganga. Á vissum stöðum er bæði nauðsynlegt og jafnvel æskilegt að stýra álagi ferðamanna til að stuðla bæði að sjálfbærni staðarins og til að upplifun gesta sé bæði jákvæð um leið og leitast er við að tryggja öryggi þeirra. Það er morgunljóst að margir helstu áfangastaðir hér á landi munu ekki geta með góðu móti annað helstu álagstoppum án þess að náttúran beri skaða af og upplifun gesta breytist til verri vegar frá því sem verið hefur. Ýmislegt hægt að gera Við höfum heyrt af nokkrum stöðum sem komnir eru að þolmörkum og rætt hefur verið um í sumar og þar við verðum að bregðast við. Það er ýmislegt hægt að gera og hefur verið bent á í þeim skýrslum sem unnar hafa verið undanfarin misseri. Ein leið er að nýta þjónustu sem er nú þegar til staðar og eftirspurn er umfram framboð en þar mætti sjá fyrir sér kerfi þar sem bóka þarf komu á ferðamannastað fyrirfram, hvort sem greitt er fyrir heimsóknina eða ekki. Hér á landi þarf víða að bóka gistipláss í fjallaskálum. Í mörgum fjölsóttum þjóðgörðum erlendis þarf t.d. að bóka tjaldstæði fyrir fram. Einnig er þekkt að bóka þarf heimsóknir á vinsæla ferðamannastaði eða vissa tíma til að klífa ákveðin fjöll og tinda. Með markaðssetningu og fleiri gáttum inn í landið er líka hægt að dreifa ferðamönnum betur og þar með álaginu á innviði og náttúru. Það er alveg ljóst í mínum huga að það er víða brýn nauðsyn að bregðast við. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar