Danir fengu það óþvegið eftir skandalinn gegn San Marinó: Sex með lægstu einkunn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2023 09:30 Frammistaða danska landsliðsins gegn smáþjóðinni San Marinó vakti ekki mikla lukku heima fyrir. getty/Emmanuele Ciancaglini Danskir fótboltaáhugamenn eru í hálfgerðu áfalli eftir frammistöðu karlalandsliðsins í fótbolta gegn San Marinó. Danmörk vann San Marinó, 1-2, í undankeppni EM 2024 í gær. Rasmus Højlund, leikmaður Manchester United, kom Dönum yfir á 42. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Á 61. mínútu gerðist hið ótrúlega, að San Marínó-menn jöfnuðu með marki Alessandros Golinucci. Þetta var fyrsta mark San Marinó í leik í undankeppni EM í fjögur ár og fyrsta markið í keppnisleik í tvö ár. Yussuf Poulsen bjargaði hins vegar andliti Dana þegar hann skoraði sigurmark þeirra þegar tuttugu mínútur voru eftir. Þrátt fyrir sigurinn voru danskir fótboltaáhugamenn með óbragð í munni enda ekki á hverjum degi sem jafn sterkt lið og Danmörk fær á sig mark gegn San Marinó og þarf að hafa fyrir sigri á liði sem er í 207. sæti styrkleikalista FIFA. Morten Bruun gaf dönsku leikmönnunum engan afslátt í einkunnagjöf sinni fyrir TV 2 eftir leikinn. Hvorki fleiri né færri en sex leikmenn danska liðsins fengu lægstu einkunn, eða ás, þar á meðal öll varnarlínan. Þrír leikmenn fengu tvist sem og þjálfarinn Kasper Hjulmand. Poulsen fékk hæstu einkunnina, eða sjö. Í umsögn um frammistöðu hans segir einfaldlega: Takk fyrir þig, Yussuf Poulsen! Danir eru í 2. sæti H-riðils undankeppninnar og geta tryggt sér sæti á EM með sigri á Slóvenum í næsta leik sínum. EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Danmörk vann San Marinó, 1-2, í undankeppni EM 2024 í gær. Rasmus Højlund, leikmaður Manchester United, kom Dönum yfir á 42. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Á 61. mínútu gerðist hið ótrúlega, að San Marínó-menn jöfnuðu með marki Alessandros Golinucci. Þetta var fyrsta mark San Marinó í leik í undankeppni EM í fjögur ár og fyrsta markið í keppnisleik í tvö ár. Yussuf Poulsen bjargaði hins vegar andliti Dana þegar hann skoraði sigurmark þeirra þegar tuttugu mínútur voru eftir. Þrátt fyrir sigurinn voru danskir fótboltaáhugamenn með óbragð í munni enda ekki á hverjum degi sem jafn sterkt lið og Danmörk fær á sig mark gegn San Marinó og þarf að hafa fyrir sigri á liði sem er í 207. sæti styrkleikalista FIFA. Morten Bruun gaf dönsku leikmönnunum engan afslátt í einkunnagjöf sinni fyrir TV 2 eftir leikinn. Hvorki fleiri né færri en sex leikmenn danska liðsins fengu lægstu einkunn, eða ás, þar á meðal öll varnarlínan. Þrír leikmenn fengu tvist sem og þjálfarinn Kasper Hjulmand. Poulsen fékk hæstu einkunnina, eða sjö. Í umsögn um frammistöðu hans segir einfaldlega: Takk fyrir þig, Yussuf Poulsen! Danir eru í 2. sæti H-riðils undankeppninnar og geta tryggt sér sæti á EM með sigri á Slóvenum í næsta leik sínum.
EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira