Ofbeldi í skólaferð varpar ljósi á mikilvægi viðeigandi menntunar leiðsögufólks Guðmundur Björnsson skrifar 17. október 2023 14:00 Nýlega birtist á samfélagsmiðlum óhugnanlegt myndband sem sýnir konu og stúlku eiga í orðaskiptum á gangi hótels á Íslandi. Á myndbandinu má heyra stúlkuna biðla til konunnar um að koma vinsamlegast ekki nálægt sér. Í kjölfarið slær konan stúlkuna fast utan undir og stúlkan leggur á flótta með konuna á hælum sér. Myndbandið endar á því að konan heyrist áminna barnið með orðunum: „Vertu ekki svona ógnandi.“ Unga stúlkan er nemandi frá Harris Girls' Academy frá Bretlandi og var á skólaferðlagi um Ísland þegar hún varð fyrir ofbeldinu. Fyrstu sögusagnir hermdu að sú sem beitti ofbeldinu væri kennari frá skólanum en það var leiðrétt fljótlega og upplýst að konan væri í raun fararstjóri annars hóps sem dvaldi á hótelinu og að atvikið hefði verið kært til lögreglu. Athæfið hefur eðlilega verið fordæmt opinberlega svo sem á samfélagsmiðlum þar sem margir krefjast réttlætis. Einn einstaklingur lýsti viðbjóði sínum á X (áður Twitter) og sagði: „Þetta er ógeðslegt. Ég vona að hún verði rekin og lögsótt af lögreglunni.“ Annar lagði áherslu á nauðsyn tafarlausra aðgerða og sagði: „Hún er greinilega ekki kennari, hún er fararstjóri. Hvort heldur sem er þarf að rannsaka þetta og bregðast við því sem fyrst!“ Siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi Atvikið sýnir glöggt mikilvægi þess að leiðsögufólk hljóti viðeigandi menntun og þjálfun enda er hlutverk leiðsögufólks er ekki bundið við að sýna ferðamönnum landið, segja sögur og túlka það sem fyrir augum ber. Leiðsögumenn eru sendiherrar landsins sem túlka siðareglur, menningu og gildi landsins. Í þessu sambandi er rétt og þarft að vekja athygli á því að í leiðsögunámi eru siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi kynntar sérstaklega fyrir nemendum. Í siðareglunum er lögð áhersla á fagmennsku og vandaða starfshætti leiðsögufólks en einnig lög á áhersla á ákveðin siðferðisviðmið og útlistað hvað telst viðeigandi hegðun leiðsögufólks. Atvikið sem sést á myndbandinu, brýtur augljóslega í bága við þessar siðareglur. Þessi atburður undirstrikar ekki aðeins mikilvægi þess að fylgja siðareglunum, heldur vekur einnig upp spurningar um fylgni og framfylgd þessara reglna. Leiðsögunám hjá EHÍ og Evrópustaðall ÍST EN 15565:2008 um menntun leiðsögufólks Til að auka vægi fagmennsku hefur Endurmenntun Háskóla Íslands byggt námskrá sína á Evrópustaðli ÍST EN 15565:2008. Staðallinn ber yfirskriftina „Ferðaþjónusta - Kröfur um faglega þjálfun leiðsögumanna og þjálfunaráætlanir til að öðlast ákveðna færni eða þekkingu.“ Með því að fylgja viðurkenndum staðli er náminu markaður skýr rammi sem tryggir eftir föngum að nemendur hljóti menntun sem byggð er á faglegri þekkingu og traustum siðferðislegum grunni. Nauðsyn faglegrar menntunar fyrir leiðsögufólk Umrætt atvik kastar ekki einungis rýrð á þann leiðsögumann sem í hlut á, heldur varpar einnig skugga á alla starfsstéttina. Leiðsögufólk gegnir mjög mikilvægu hlutverki við að móta upplifun og skynjun ferðamanna á landinu. Þegar ferðamenn, sérstaklega nemendur, leggja af stað í skólaferðir hlýtur það að vera lágmarkskrafan að þeir séu öruggir og í uppbyggjandi umhverfi. Þess vegna er mikilvægt að leiðsögufólk sé ekki einungis menntað í sögu, náttúru og menningu landsins, heldur einnig þjálfað í mannlegum samskiptum, menningarnæmni og lausn ágreinings. Enn fremur undirstrikar þetta atvik mikilvægi ítarlegrar bakgrunnsskoðunar og reglubundins mats ferðaþjónustufyrirtækja á hæfi og hæfni þess leiðsögufólks sem það ræður til starfa. Ferðaþjónustan þarf að tryggja að atvik sem þetta endurtaki sig ekki. Niðurstaða Þessi atburður er áminning um þá ábyrgð sem leiðsögufólk axlar í störfum sínum og mikilvægi góðrar menntunar, símenntunar og þjálfunar þeirra. Eftir því sem heimurinn verður samtengdari og fjölbreyttari verður æ mikilvægara að menningarleg næmni og gagnkvæm virðing sé höfð í fyrirrúmi. Til þess að svo megi verða, verður ferðaþjónustan að halda vöku sinni og grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja að fulltrúar þeirra eins og leiðsögufólk hljóti viðeigandi þjálfun og haldi þessi gildi í heiðri. Höfundur er leiðsögumaður og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms EHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birtist á samfélagsmiðlum óhugnanlegt myndband sem sýnir konu og stúlku eiga í orðaskiptum á gangi hótels á Íslandi. Á myndbandinu má heyra stúlkuna biðla til konunnar um að koma vinsamlegast ekki nálægt sér. Í kjölfarið slær konan stúlkuna fast utan undir og stúlkan leggur á flótta með konuna á hælum sér. Myndbandið endar á því að konan heyrist áminna barnið með orðunum: „Vertu ekki svona ógnandi.“ Unga stúlkan er nemandi frá Harris Girls' Academy frá Bretlandi og var á skólaferðlagi um Ísland þegar hún varð fyrir ofbeldinu. Fyrstu sögusagnir hermdu að sú sem beitti ofbeldinu væri kennari frá skólanum en það var leiðrétt fljótlega og upplýst að konan væri í raun fararstjóri annars hóps sem dvaldi á hótelinu og að atvikið hefði verið kært til lögreglu. Athæfið hefur eðlilega verið fordæmt opinberlega svo sem á samfélagsmiðlum þar sem margir krefjast réttlætis. Einn einstaklingur lýsti viðbjóði sínum á X (áður Twitter) og sagði: „Þetta er ógeðslegt. Ég vona að hún verði rekin og lögsótt af lögreglunni.“ Annar lagði áherslu á nauðsyn tafarlausra aðgerða og sagði: „Hún er greinilega ekki kennari, hún er fararstjóri. Hvort heldur sem er þarf að rannsaka þetta og bregðast við því sem fyrst!“ Siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi Atvikið sýnir glöggt mikilvægi þess að leiðsögufólk hljóti viðeigandi menntun og þjálfun enda er hlutverk leiðsögufólks er ekki bundið við að sýna ferðamönnum landið, segja sögur og túlka það sem fyrir augum ber. Leiðsögumenn eru sendiherrar landsins sem túlka siðareglur, menningu og gildi landsins. Í þessu sambandi er rétt og þarft að vekja athygli á því að í leiðsögunámi eru siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi kynntar sérstaklega fyrir nemendum. Í siðareglunum er lögð áhersla á fagmennsku og vandaða starfshætti leiðsögufólks en einnig lög á áhersla á ákveðin siðferðisviðmið og útlistað hvað telst viðeigandi hegðun leiðsögufólks. Atvikið sem sést á myndbandinu, brýtur augljóslega í bága við þessar siðareglur. Þessi atburður undirstrikar ekki aðeins mikilvægi þess að fylgja siðareglunum, heldur vekur einnig upp spurningar um fylgni og framfylgd þessara reglna. Leiðsögunám hjá EHÍ og Evrópustaðall ÍST EN 15565:2008 um menntun leiðsögufólks Til að auka vægi fagmennsku hefur Endurmenntun Háskóla Íslands byggt námskrá sína á Evrópustaðli ÍST EN 15565:2008. Staðallinn ber yfirskriftina „Ferðaþjónusta - Kröfur um faglega þjálfun leiðsögumanna og þjálfunaráætlanir til að öðlast ákveðna færni eða þekkingu.“ Með því að fylgja viðurkenndum staðli er náminu markaður skýr rammi sem tryggir eftir föngum að nemendur hljóti menntun sem byggð er á faglegri þekkingu og traustum siðferðislegum grunni. Nauðsyn faglegrar menntunar fyrir leiðsögufólk Umrætt atvik kastar ekki einungis rýrð á þann leiðsögumann sem í hlut á, heldur varpar einnig skugga á alla starfsstéttina. Leiðsögufólk gegnir mjög mikilvægu hlutverki við að móta upplifun og skynjun ferðamanna á landinu. Þegar ferðamenn, sérstaklega nemendur, leggja af stað í skólaferðir hlýtur það að vera lágmarkskrafan að þeir séu öruggir og í uppbyggjandi umhverfi. Þess vegna er mikilvægt að leiðsögufólk sé ekki einungis menntað í sögu, náttúru og menningu landsins, heldur einnig þjálfað í mannlegum samskiptum, menningarnæmni og lausn ágreinings. Enn fremur undirstrikar þetta atvik mikilvægi ítarlegrar bakgrunnsskoðunar og reglubundins mats ferðaþjónustufyrirtækja á hæfi og hæfni þess leiðsögufólks sem það ræður til starfa. Ferðaþjónustan þarf að tryggja að atvik sem þetta endurtaki sig ekki. Niðurstaða Þessi atburður er áminning um þá ábyrgð sem leiðsögufólk axlar í störfum sínum og mikilvægi góðrar menntunar, símenntunar og þjálfunar þeirra. Eftir því sem heimurinn verður samtengdari og fjölbreyttari verður æ mikilvægara að menningarleg næmni og gagnkvæm virðing sé höfð í fyrirrúmi. Til þess að svo megi verða, verður ferðaþjónustan að halda vöku sinni og grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja að fulltrúar þeirra eins og leiðsögufólk hljóti viðeigandi þjálfun og haldi þessi gildi í heiðri. Höfundur er leiðsögumaður og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms EHÍ.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun