Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Andri Már Eggertsson skrifar 16. október 2023 21:20 Ísland vann 4-0 sigur gegn Liechtenstein Vísir/Hulda Margrét Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Elías Rafn Ólafsson, markvörður 8 Elías Rafn fékk traustið frekar en Hákon Rafn Valdimarsson. Það reyndi lítið á Elías þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar að Liechtenstein fékk víti. Elías Rafn varði vítið en Dennis Salanovic fylgdi eftir og skoraði. Gestirnir þurftu að endurtaka vítaspyrnuna og þá þrumaði Sandro Wiese boltanum langt framhjá og Elías skutlaði sér í rétt horn. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons var sá leikmaður Íslands sem var í mestu vandræðunum. Alfons gerði sig sekan um klaufaleg mistök þegar að boltinn fór í höndina á honum og Liechtenstein fékk vítaspyrnu. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor átti flottan leik í miðverðinum. Það reyndi lítið á Guðlaug varnarlega fyrir utan eitt atvik þegar að hann gaf boltann frá sér á hættulegum stað annars skilaði Guðlaugur boltanum vel frá sér úr öftustu línu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Sverrir Ingi spilaði vel í miðverðinum í kvöld. Sverrir varðist öllu sem kom á hans svæði og ekkert hægt að setja út á hans leik. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 6 Kolbeinn skilaði sínu í kvöld. Það var ekki mikið að gera hjá Kolbeini en hann átti nokkra fína spretti á vinstri kantinum. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Arnór Ingvi var öflugur á miðjunni. Arnór Ingvi gerði vel í að komast inn í sendingar og spilaði boltanum vel frá sér. Arnór lagði síðan upp 27. landsliðsmark Gylfa. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 (Maður leiksins) Gylfi Þór var rétt innstilltur strax frá fyrstu mínútu. Gylfi átti skot í slána þegar að innan við fimm mínútur voru liðnar. Gylfi fiskaði síðan vítaspyrnu og skoraði úr henni af miklu öryggi. Gylfi skoraði sitt 27. landsliðsmark í síðari hálfleik og er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Willum Þór var mikið í boltanum og lét til sín taka. Willum gerði ansi vel í öðru marki Íslands þar sem hann skallaði boltann í svæði fyrir Alfreð sem skoraði. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður 7 Jón Dagur var flottur á vinstri kantinum. Jón Dagur lagði upp fjórða mark Íslands þar sem hann gerði vel í að pota boltanum á Hákon sem skoraði glæsilegt mark. Alfreð Finnbogason, sóknarmaður 7 Alfreð skoraði laglegt mark á afar mikilvægum tímapunkti í fyrri hálfleik þar sem leikur Íslands datt niður eftir mark Gylfa. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 7 Hákon Arnar var mikið í boltanum og átti heilt yfir flottan leik. Hákon skoraði síðan ansi flott mark þegar hann vippaði yfir Benjamin Büchel, markmann Liechtenstein. Varamenn: Mikael Neville Anderson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 57. mínútu Var nokkuð sprækur þegar hann kom inn á. Orri Steinn Óskarsson 6 - Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 57. mínútu Það var mikið að gerast í kringum Orra. Hann var nokkru sinnum flaggaður rangstæður og fékk gult spjald. Ísak Bergmann Jóhannesson 7 - Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 57. mínútu Af þeim varamönnum sem spiluðu nógu mikið til að fá einkunn var Ísak Bergmann bestur. Andri Lucas Guðjohnsen - Kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Aron Einar Gunnarsson - Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Elías Rafn Ólafsson, markvörður 8 Elías Rafn fékk traustið frekar en Hákon Rafn Valdimarsson. Það reyndi lítið á Elías þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar að Liechtenstein fékk víti. Elías Rafn varði vítið en Dennis Salanovic fylgdi eftir og skoraði. Gestirnir þurftu að endurtaka vítaspyrnuna og þá þrumaði Sandro Wiese boltanum langt framhjá og Elías skutlaði sér í rétt horn. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons var sá leikmaður Íslands sem var í mestu vandræðunum. Alfons gerði sig sekan um klaufaleg mistök þegar að boltinn fór í höndina á honum og Liechtenstein fékk vítaspyrnu. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor átti flottan leik í miðverðinum. Það reyndi lítið á Guðlaug varnarlega fyrir utan eitt atvik þegar að hann gaf boltann frá sér á hættulegum stað annars skilaði Guðlaugur boltanum vel frá sér úr öftustu línu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Sverrir Ingi spilaði vel í miðverðinum í kvöld. Sverrir varðist öllu sem kom á hans svæði og ekkert hægt að setja út á hans leik. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 6 Kolbeinn skilaði sínu í kvöld. Það var ekki mikið að gera hjá Kolbeini en hann átti nokkra fína spretti á vinstri kantinum. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Arnór Ingvi var öflugur á miðjunni. Arnór Ingvi gerði vel í að komast inn í sendingar og spilaði boltanum vel frá sér. Arnór lagði síðan upp 27. landsliðsmark Gylfa. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 (Maður leiksins) Gylfi Þór var rétt innstilltur strax frá fyrstu mínútu. Gylfi átti skot í slána þegar að innan við fimm mínútur voru liðnar. Gylfi fiskaði síðan vítaspyrnu og skoraði úr henni af miklu öryggi. Gylfi skoraði sitt 27. landsliðsmark í síðari hálfleik og er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Willum Þór var mikið í boltanum og lét til sín taka. Willum gerði ansi vel í öðru marki Íslands þar sem hann skallaði boltann í svæði fyrir Alfreð sem skoraði. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður 7 Jón Dagur var flottur á vinstri kantinum. Jón Dagur lagði upp fjórða mark Íslands þar sem hann gerði vel í að pota boltanum á Hákon sem skoraði glæsilegt mark. Alfreð Finnbogason, sóknarmaður 7 Alfreð skoraði laglegt mark á afar mikilvægum tímapunkti í fyrri hálfleik þar sem leikur Íslands datt niður eftir mark Gylfa. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 7 Hákon Arnar var mikið í boltanum og átti heilt yfir flottan leik. Hákon skoraði síðan ansi flott mark þegar hann vippaði yfir Benjamin Büchel, markmann Liechtenstein. Varamenn: Mikael Neville Anderson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 57. mínútu Var nokkuð sprækur þegar hann kom inn á. Orri Steinn Óskarsson 6 - Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 57. mínútu Það var mikið að gerast í kringum Orra. Hann var nokkru sinnum flaggaður rangstæður og fékk gult spjald. Ísak Bergmann Jóhannesson 7 - Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 57. mínútu Af þeim varamönnum sem spiluðu nógu mikið til að fá einkunn var Ísak Bergmann bestur. Andri Lucas Guðjohnsen - Kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Aron Einar Gunnarsson - Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn