Sigur Hollands í Aþenu góður fyrir Ísland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2023 21:15 Virgil van Dijk skoraði markið mikilvæga. Rico Brouwer/Getty Images Slóvakía vann Lúxemborg 1-0 á útivelli í J-riðli undankeppni EM 2024. Ísland á litla sem enga möguleika á að ná 2. sæti en sigur Hollands gerir það að verkum að það er næsta öruggt að Ísland fari í umspil þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni. David Duris skoraði það sem reyndist eina mark leiksins í Lúxemborg og tryggði þar með Slóvakíu dýrmætan sigur. Duris og félagar geta svo endanlega tryggt sæti sitt á EM 2024 með sigri á Íslandi í næstu umferð undankeppninnar. Portúgal vann einkar þægilegan 5-0 útisigur á Bosniu-Hersegóvínu þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Cristiando Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, Bruno Fernandes skoraði þriðja markið áður en João Cancelo og João Felix bættu við sitthvoru markinu. Cristiano Ronaldo #EURO2024 pic.twitter.com/8FPST7KeZ2— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023 Staðan í J-riðli er þannig að Portúgal er löngu komið á EM enda með fullt hús stiga, með 24 stig, að loknum 8 umferðum. Slóvakía er með 16 stig, Lúxemborg, Ísland 10 og Bosnía-Hersegóvína með 9 stig. Liechtenstein er svo á botninum án stiga. Tæknilega séð getur Ísland enn náð 2. sætinu en þá þarf liðið að vinna bæði Portúgal og Slóvakíu á útivelli. Þá þyrfti að vinna Slóvakíu með tveggja marka mun. Í Aþenu stefndi allt í markalaust jafntefli milli Grikklands og Hollands. Það er þangað til Hollendingar fengu sína aðra vítaspyrnu í leiknum og tryggðu sér sigur í uppbótartíma. Wout Weghorst brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Virgil van Dijk brást ekki bogalistin og tryggði Hollendingum dýrmætan 1-0 útisigur. Sigurinn kemur Hollendingum upp í 2. sæti með 12 stig í B-riðli líkt og Grikkland sem er sæti neðar með jafn mörg stig eftir að hafa spilað leik meira. Holland á því tvo leiki eftir í riðlinum á meðan Grikkland á aðeins einn leik eftir. Sá er gegn Frakklandi, toppliði riðilsins. Sigur Hollands eru frábær úrslit fyrir Ísland þar sem það eykur líkurnar á að Ísland komist í umspil um sæti á EM sem fram fer í mars. Í Belgíu var leik heimaliðsins og Svíþjóðar flautaður af eftir skotárás í miðborg Brussel. Önnur úrslit Belgía 1-1 Svíþjóð (Flautaður af) Gíbraltar 0-4 Írland Big wins for Portugal, Republic of Ireland and Iceland; Dutch leave it late.#EURO2024 pic.twitter.com/oed46HCyUk— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023 Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Austurríki á EM Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld. 16. október 2023 18:05 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
David Duris skoraði það sem reyndist eina mark leiksins í Lúxemborg og tryggði þar með Slóvakíu dýrmætan sigur. Duris og félagar geta svo endanlega tryggt sæti sitt á EM 2024 með sigri á Íslandi í næstu umferð undankeppninnar. Portúgal vann einkar þægilegan 5-0 útisigur á Bosniu-Hersegóvínu þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Cristiando Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, Bruno Fernandes skoraði þriðja markið áður en João Cancelo og João Felix bættu við sitthvoru markinu. Cristiano Ronaldo #EURO2024 pic.twitter.com/8FPST7KeZ2— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023 Staðan í J-riðli er þannig að Portúgal er löngu komið á EM enda með fullt hús stiga, með 24 stig, að loknum 8 umferðum. Slóvakía er með 16 stig, Lúxemborg, Ísland 10 og Bosnía-Hersegóvína með 9 stig. Liechtenstein er svo á botninum án stiga. Tæknilega séð getur Ísland enn náð 2. sætinu en þá þarf liðið að vinna bæði Portúgal og Slóvakíu á útivelli. Þá þyrfti að vinna Slóvakíu með tveggja marka mun. Í Aþenu stefndi allt í markalaust jafntefli milli Grikklands og Hollands. Það er þangað til Hollendingar fengu sína aðra vítaspyrnu í leiknum og tryggðu sér sigur í uppbótartíma. Wout Weghorst brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Virgil van Dijk brást ekki bogalistin og tryggði Hollendingum dýrmætan 1-0 útisigur. Sigurinn kemur Hollendingum upp í 2. sæti með 12 stig í B-riðli líkt og Grikkland sem er sæti neðar með jafn mörg stig eftir að hafa spilað leik meira. Holland á því tvo leiki eftir í riðlinum á meðan Grikkland á aðeins einn leik eftir. Sá er gegn Frakklandi, toppliði riðilsins. Sigur Hollands eru frábær úrslit fyrir Ísland þar sem það eykur líkurnar á að Ísland komist í umspil um sæti á EM sem fram fer í mars. Í Belgíu var leik heimaliðsins og Svíþjóðar flautaður af eftir skotárás í miðborg Brussel. Önnur úrslit Belgía 1-1 Svíþjóð (Flautaður af) Gíbraltar 0-4 Írland Big wins for Portugal, Republic of Ireland and Iceland; Dutch leave it late.#EURO2024 pic.twitter.com/oed46HCyUk— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Austurríki á EM Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld. 16. október 2023 18:05 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Austurríki á EM Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld. 16. október 2023 18:05