Réttindabarátta fatlaðs fólks í 47 ár – Landssamtökin Þroskahjálp Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 16. október 2023 16:00 Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur undirgengist, sem og heimsmarkmiðum SÞ, sem hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir. Framsækni, staðfesta, þrautseigja og baráttugleði eru leiðarljós í starfsemi og stefnu samtakanna. Við leggjum mikla áherslu á að fatlað fólk komi sjálft að þeim ákvörðunum sem það varðar og að sjónarmið þess og vilji séu leiðandi í stefnu og baráttu okkar. Hér eru nokkur mikilvæg verkefni og áherslumál samtakanna. Við höfum ítrekað krafist þess að grunn örorku – og endurhæfingarlífeyrisgreiðslur verði hækkaðar til jafns við lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði. Við höfum átt mikilvæg samtöl og samstarf við aðila vinnumarkaðarins um atvinnuþátttöku fatlaðs fólks sem og stjórnendur í atvinnulífinu. Ríki og sveitarfélög þurfa að standa sig miklu betur og sýna gott fordæmi. Við höfum lagt áherslu á jöfn tækifæri til náms á öllum skólastigum án aðgreiningar. Við rekum húsbyggingasjóð og byggjum og kaupum íbúðir fyrir fatlað fólk til langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Við leggjum mikla áherslu á að bæta þurfi þjónustu við fötluð börn og ungmenni á landinu öllu og ekki síst fötluð börn af erlendum uppruna Við höfum átt samtal við stjórnvöld, þar með talið útlendingayfirvöld, um viðkvæma stöðu fatlaðra umsækjenda um alþjóðlega vernd og fatlaðs flóttafólks og innflytjenda, ekki síst barna og þrýst á um að mál þeirra fái vandaða meðferð og að fullt tillit sé tekið til aðstæðna, þarfa og réttinda þessa afar berskjaldaða hóps. Við höfum lagt okkur fram við að auka aðgengi að upplýsingum á auðskildu máli til að fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir geti nálgast mikilvægar upplýsingar og tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Við höfum átt samtöl við fólk í tæknigeiranum og stjórnkerfinu til að fylgja eftir þeirri mikilvægu og sjálfsögðu kröfu að í nútíð og framtíð verði þarfir og hagsmunir fatlaðs fólks miklu betur tryggðir við innleiðingu tæknilausna en verið hefur. Þetta er mjög brýnt og gríðarlega mikilvægt mannréttindamál. Við leggjum mikla áherslu á aðgengi fatlaðs fólks, og sérstaklega fatlaðra barna og ungmenna, að íþrótta- og tómstundarstarfi. Við höfum unnið að mörgum mikilvægum verkefnum sem hafa það að markmiði að efla og bæta samráð við fatlað fólk, m.a. með því að búa til fræðsluefni fyrir starfsfólk sveitarfélaga og fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir um samráð og starfsemi notendaráða sveitarféalga. Nú í haust hófum við, í samstarfi við Átak, félag fólks með þroskahömlun og Fjölmennt, fundaherferðina Sæti við borðið, sem er verkefni til stuðnings og fræðslu fyrir fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sem hefur áhuga á að sitja í notendaráðum á landsbyggðinni. Það er bráðnauðsynlegt að tryggja raunverulegt og mikið samráð við fatlað fólk á landinu öllu og sérstaklega að tryggja að fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir fái viðeigandi stuðning og tækifæri til að segja skoðun sína og hafa áhrif. Margt hefur áunnist í réttindamálum fatlaðs fólks en mjög margt er ógert. Þrátt fyrir miklar breytingar á undanförnum árum og vonir um að gerð landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem stjórnvöld vinna nú að undir forystu félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi enn meiri umbætur í för með sér, er ekkert sjálfsagt. Mannréttindi fólks og ekki síst fatlaðs fólks eru brothætt og því miður eru ýmsar blikur á lofti um að aldrei hafi verið mikilvægara en einmitt nú að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur í baráttunni og sækja fram – Sókn er besta vörnin! Landsþing Landsamtakanna Þroskahjálpar verður haldið laugardaginn 21. okt. nk á Hotel Reykjavík Grand. Eftir hádegi (kl. 13-16:30) munum við halda málþing um húsnæðismál fatlaðs fólks undir yfirskriftinni Þak yfir höfuðið. Hvetjum við öll sem láta sig þetta mikilvæga réttindamál fatlaðs fólks varða að mæta á málþingið því umræðuefnið er svo sannarlega þarft og mikilvægt. Á afmælisdaginn sendir Þroskahjálp sérstakar þakkir til allra þeirra fjölmörgu einstaklinga sem stutt hafa fjárhagslega við samtökin í gegnum árin með því að kaupa listaverkaalmanak eða með beinum fjárstuðningi. Stuðningur almennings er grundvöllur allra þeirra verkefna sem Þroskahjálp vinnur að. Í tilefni dagsins er hafin forsala á almanakinu okkar inn á heimasíðu samtakanna. Án ykkar væri miklu minna bit í baráttu okkar og því viljum við nota þetta tækifæri til að þakka innilega fyrir okkur. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur undirgengist, sem og heimsmarkmiðum SÞ, sem hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir. Framsækni, staðfesta, þrautseigja og baráttugleði eru leiðarljós í starfsemi og stefnu samtakanna. Við leggjum mikla áherslu á að fatlað fólk komi sjálft að þeim ákvörðunum sem það varðar og að sjónarmið þess og vilji séu leiðandi í stefnu og baráttu okkar. Hér eru nokkur mikilvæg verkefni og áherslumál samtakanna. Við höfum ítrekað krafist þess að grunn örorku – og endurhæfingarlífeyrisgreiðslur verði hækkaðar til jafns við lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði. Við höfum átt mikilvæg samtöl og samstarf við aðila vinnumarkaðarins um atvinnuþátttöku fatlaðs fólks sem og stjórnendur í atvinnulífinu. Ríki og sveitarfélög þurfa að standa sig miklu betur og sýna gott fordæmi. Við höfum lagt áherslu á jöfn tækifæri til náms á öllum skólastigum án aðgreiningar. Við rekum húsbyggingasjóð og byggjum og kaupum íbúðir fyrir fatlað fólk til langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Við leggjum mikla áherslu á að bæta þurfi þjónustu við fötluð börn og ungmenni á landinu öllu og ekki síst fötluð börn af erlendum uppruna Við höfum átt samtal við stjórnvöld, þar með talið útlendingayfirvöld, um viðkvæma stöðu fatlaðra umsækjenda um alþjóðlega vernd og fatlaðs flóttafólks og innflytjenda, ekki síst barna og þrýst á um að mál þeirra fái vandaða meðferð og að fullt tillit sé tekið til aðstæðna, þarfa og réttinda þessa afar berskjaldaða hóps. Við höfum lagt okkur fram við að auka aðgengi að upplýsingum á auðskildu máli til að fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir geti nálgast mikilvægar upplýsingar og tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Við höfum átt samtöl við fólk í tæknigeiranum og stjórnkerfinu til að fylgja eftir þeirri mikilvægu og sjálfsögðu kröfu að í nútíð og framtíð verði þarfir og hagsmunir fatlaðs fólks miklu betur tryggðir við innleiðingu tæknilausna en verið hefur. Þetta er mjög brýnt og gríðarlega mikilvægt mannréttindamál. Við leggjum mikla áherslu á aðgengi fatlaðs fólks, og sérstaklega fatlaðra barna og ungmenna, að íþrótta- og tómstundarstarfi. Við höfum unnið að mörgum mikilvægum verkefnum sem hafa það að markmiði að efla og bæta samráð við fatlað fólk, m.a. með því að búa til fræðsluefni fyrir starfsfólk sveitarfélaga og fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir um samráð og starfsemi notendaráða sveitarféalga. Nú í haust hófum við, í samstarfi við Átak, félag fólks með þroskahömlun og Fjölmennt, fundaherferðina Sæti við borðið, sem er verkefni til stuðnings og fræðslu fyrir fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sem hefur áhuga á að sitja í notendaráðum á landsbyggðinni. Það er bráðnauðsynlegt að tryggja raunverulegt og mikið samráð við fatlað fólk á landinu öllu og sérstaklega að tryggja að fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir fái viðeigandi stuðning og tækifæri til að segja skoðun sína og hafa áhrif. Margt hefur áunnist í réttindamálum fatlaðs fólks en mjög margt er ógert. Þrátt fyrir miklar breytingar á undanförnum árum og vonir um að gerð landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem stjórnvöld vinna nú að undir forystu félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi enn meiri umbætur í för með sér, er ekkert sjálfsagt. Mannréttindi fólks og ekki síst fatlaðs fólks eru brothætt og því miður eru ýmsar blikur á lofti um að aldrei hafi verið mikilvægara en einmitt nú að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur í baráttunni og sækja fram – Sókn er besta vörnin! Landsþing Landsamtakanna Þroskahjálpar verður haldið laugardaginn 21. okt. nk á Hotel Reykjavík Grand. Eftir hádegi (kl. 13-16:30) munum við halda málþing um húsnæðismál fatlaðs fólks undir yfirskriftinni Þak yfir höfuðið. Hvetjum við öll sem láta sig þetta mikilvæga réttindamál fatlaðs fólks varða að mæta á málþingið því umræðuefnið er svo sannarlega þarft og mikilvægt. Á afmælisdaginn sendir Þroskahjálp sérstakar þakkir til allra þeirra fjölmörgu einstaklinga sem stutt hafa fjárhagslega við samtökin í gegnum árin með því að kaupa listaverkaalmanak eða með beinum fjárstuðningi. Stuðningur almennings er grundvöllur allra þeirra verkefna sem Þroskahjálp vinnur að. Í tilefni dagsins er hafin forsala á almanakinu okkar inn á heimasíðu samtakanna. Án ykkar væri miklu minna bit í baráttu okkar og því viljum við nota þetta tækifæri til að þakka innilega fyrir okkur. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar