Afturelding dróst á móti norska liðinu Nærbö í Evrópubikarnum í handknattleik en Nærbö situr sem stendur í 6. sæti norsku deildarinnar.
Fyrri leikur liðanna fór fram í Noregi í dag. Staðan að loknum fyrri hálfleiknum var 11-10 Nærbö í vil en í þeim síðari juku heimamenn forystuna. Þeir unnu að lokum 27-22 sigur og mæta því með fimm marka forystu í Mosfellsbæinn að viku liðinni.
Þorsteinn Leó Gunnarsson og Ihor Kopyshynskyi skoruðu mest hjá Aftureldingu í dag eða fimm mörk og Árni Bragi Eyjólfsson skoraði fjögur.