Ríkisstjórnin verði líka að fordæma það sem gerist á Gasa Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 15. október 2023 16:56 Fidu Abu libdeh og Qussay Odeh sögðu tímabært að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu eins og aðgerðir Hamas í Ísrael. Vísir/Steingrímur Dúi Mikill fjöldi safnaðist saman á Austurvelli í dag á samstöðufundi með Palestínu. Yfirskrift viðburðarins á Facebook var „Stöðvið fjöldamorð Ísraelshers“. Nokkuð þungt var yfir fundargestum en flutt voru tvö ávörp og svo sungið. Þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra fluttu ávörp. „Við erum að sýna Palesínumönnum samstöðu með því að vera hér. Við hugsum til þeirra og það er óbærilegt sem er að gerast þar í dag, sagði Fidu Abu libdeh. Spurð hvað henni finnst um viðbrögð íslenskra stjórnvalda og ákallið fundargesta segir Fidu Sólveigu Önnu hafa orðað það vel í ávarpi sínu. „Við höfum ekkert að segja. Við erum búin að segja það þúsund sinnum áður. Nú verður ríkisstjórnin að gera eitthvað í þessu og fordæma það sem er að gerast í Gasa.“ Ákall fundarins var skýrt: Frið í Palestínu. Vísir/Steingrímur Dúi Spurð hvort þau séu bjartsýn á að það gerist sagði Qussay Odeh að það kæmi ekkert annað til greina en að bregðast við með einhverjum hætti. „Þetta hefur verið til skammar í heila viku, eða rúmlega það. Það verður að koma eitthvað. Annars eru engin mannréttindi hér.“ Stórar spurningar. Vísir/Steingrímur Dúi Fidu tók undir það og sagði tímabært að fordæma aðgerðir Ísraela í Palestínu alveg eins og aðgerðir Hamas í Ísrael hafi verið fordæmdar. „Það verður að vera strax. Það er enginn tíma til að hugsa eða funda. Það verður að gera það strax,“ sagði Qussay að lokum. Kjartan Sveinn Guðmundsson segir ekkert réttlæta stríðsglæpi. Vísir/Steingrímur Dúi „Ég held að eftir því sem við fáum að heyra fleiri sjónarhorn af því sem er að gerast þarna á þessu svæði verður það alltaf augljósara að þetta eru ekki tvær jafnar hliðar. Þær eru báðar að berjast fyrir sínum tilverurétti, á mjög mismunandi forsendum,“ sagði Kjartan Sveinn Guðmundsson. Hann sagði önnur gera það því hún er lokuð inni og hin á röngum forsendum. Mikill fjöldi var samankominn á Austurvelli í rigningunni. Vísir/Steingrímur Dúi „Út af því það var framið þjóðarmorð fyrir 70 árum síðan. Það réttlætir ekki að fremja stríðsglæpi eða stofna til risastórra einangrunarbúða í dag.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45 Hamas liðar hafi verið orðnir örvæntingarfullir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir óhjákvæmilegt að Ísraelsher muni hernema Gasaströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast áhyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í samskiptum Ísraela við aðrar Arabaþjóðir í Miðausturlöndum. 15. október 2023 13:42 Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Nokkuð þungt var yfir fundargestum en flutt voru tvö ávörp og svo sungið. Þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra fluttu ávörp. „Við erum að sýna Palesínumönnum samstöðu með því að vera hér. Við hugsum til þeirra og það er óbærilegt sem er að gerast þar í dag, sagði Fidu Abu libdeh. Spurð hvað henni finnst um viðbrögð íslenskra stjórnvalda og ákallið fundargesta segir Fidu Sólveigu Önnu hafa orðað það vel í ávarpi sínu. „Við höfum ekkert að segja. Við erum búin að segja það þúsund sinnum áður. Nú verður ríkisstjórnin að gera eitthvað í þessu og fordæma það sem er að gerast í Gasa.“ Ákall fundarins var skýrt: Frið í Palestínu. Vísir/Steingrímur Dúi Spurð hvort þau séu bjartsýn á að það gerist sagði Qussay Odeh að það kæmi ekkert annað til greina en að bregðast við með einhverjum hætti. „Þetta hefur verið til skammar í heila viku, eða rúmlega það. Það verður að koma eitthvað. Annars eru engin mannréttindi hér.“ Stórar spurningar. Vísir/Steingrímur Dúi Fidu tók undir það og sagði tímabært að fordæma aðgerðir Ísraela í Palestínu alveg eins og aðgerðir Hamas í Ísrael hafi verið fordæmdar. „Það verður að vera strax. Það er enginn tíma til að hugsa eða funda. Það verður að gera það strax,“ sagði Qussay að lokum. Kjartan Sveinn Guðmundsson segir ekkert réttlæta stríðsglæpi. Vísir/Steingrímur Dúi „Ég held að eftir því sem við fáum að heyra fleiri sjónarhorn af því sem er að gerast þarna á þessu svæði verður það alltaf augljósara að þetta eru ekki tvær jafnar hliðar. Þær eru báðar að berjast fyrir sínum tilverurétti, á mjög mismunandi forsendum,“ sagði Kjartan Sveinn Guðmundsson. Hann sagði önnur gera það því hún er lokuð inni og hin á röngum forsendum. Mikill fjöldi var samankominn á Austurvelli í rigningunni. Vísir/Steingrímur Dúi „Út af því það var framið þjóðarmorð fyrir 70 árum síðan. Það réttlætir ekki að fremja stríðsglæpi eða stofna til risastórra einangrunarbúða í dag.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45 Hamas liðar hafi verið orðnir örvæntingarfullir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir óhjákvæmilegt að Ísraelsher muni hernema Gasaströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast áhyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í samskiptum Ísraela við aðrar Arabaþjóðir í Miðausturlöndum. 15. október 2023 13:42 Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45
Hamas liðar hafi verið orðnir örvæntingarfullir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir óhjákvæmilegt að Ísraelsher muni hernema Gasaströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast áhyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í samskiptum Ísraela við aðrar Arabaþjóðir í Miðausturlöndum. 15. október 2023 13:42
Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent