Ríkisstjórnin verði líka að fordæma það sem gerist á Gasa Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 15. október 2023 16:56 Fidu Abu libdeh og Qussay Odeh sögðu tímabært að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu eins og aðgerðir Hamas í Ísrael. Vísir/Steingrímur Dúi Mikill fjöldi safnaðist saman á Austurvelli í dag á samstöðufundi með Palestínu. Yfirskrift viðburðarins á Facebook var „Stöðvið fjöldamorð Ísraelshers“. Nokkuð þungt var yfir fundargestum en flutt voru tvö ávörp og svo sungið. Þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra fluttu ávörp. „Við erum að sýna Palesínumönnum samstöðu með því að vera hér. Við hugsum til þeirra og það er óbærilegt sem er að gerast þar í dag, sagði Fidu Abu libdeh. Spurð hvað henni finnst um viðbrögð íslenskra stjórnvalda og ákallið fundargesta segir Fidu Sólveigu Önnu hafa orðað það vel í ávarpi sínu. „Við höfum ekkert að segja. Við erum búin að segja það þúsund sinnum áður. Nú verður ríkisstjórnin að gera eitthvað í þessu og fordæma það sem er að gerast í Gasa.“ Ákall fundarins var skýrt: Frið í Palestínu. Vísir/Steingrímur Dúi Spurð hvort þau séu bjartsýn á að það gerist sagði Qussay Odeh að það kæmi ekkert annað til greina en að bregðast við með einhverjum hætti. „Þetta hefur verið til skammar í heila viku, eða rúmlega það. Það verður að koma eitthvað. Annars eru engin mannréttindi hér.“ Stórar spurningar. Vísir/Steingrímur Dúi Fidu tók undir það og sagði tímabært að fordæma aðgerðir Ísraela í Palestínu alveg eins og aðgerðir Hamas í Ísrael hafi verið fordæmdar. „Það verður að vera strax. Það er enginn tíma til að hugsa eða funda. Það verður að gera það strax,“ sagði Qussay að lokum. Kjartan Sveinn Guðmundsson segir ekkert réttlæta stríðsglæpi. Vísir/Steingrímur Dúi „Ég held að eftir því sem við fáum að heyra fleiri sjónarhorn af því sem er að gerast þarna á þessu svæði verður það alltaf augljósara að þetta eru ekki tvær jafnar hliðar. Þær eru báðar að berjast fyrir sínum tilverurétti, á mjög mismunandi forsendum,“ sagði Kjartan Sveinn Guðmundsson. Hann sagði önnur gera það því hún er lokuð inni og hin á röngum forsendum. Mikill fjöldi var samankominn á Austurvelli í rigningunni. Vísir/Steingrímur Dúi „Út af því það var framið þjóðarmorð fyrir 70 árum síðan. Það réttlætir ekki að fremja stríðsglæpi eða stofna til risastórra einangrunarbúða í dag.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45 Hamas liðar hafi verið orðnir örvæntingarfullir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir óhjákvæmilegt að Ísraelsher muni hernema Gasaströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast áhyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í samskiptum Ísraela við aðrar Arabaþjóðir í Miðausturlöndum. 15. október 2023 13:42 Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Nokkuð þungt var yfir fundargestum en flutt voru tvö ávörp og svo sungið. Þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra fluttu ávörp. „Við erum að sýna Palesínumönnum samstöðu með því að vera hér. Við hugsum til þeirra og það er óbærilegt sem er að gerast þar í dag, sagði Fidu Abu libdeh. Spurð hvað henni finnst um viðbrögð íslenskra stjórnvalda og ákallið fundargesta segir Fidu Sólveigu Önnu hafa orðað það vel í ávarpi sínu. „Við höfum ekkert að segja. Við erum búin að segja það þúsund sinnum áður. Nú verður ríkisstjórnin að gera eitthvað í þessu og fordæma það sem er að gerast í Gasa.“ Ákall fundarins var skýrt: Frið í Palestínu. Vísir/Steingrímur Dúi Spurð hvort þau séu bjartsýn á að það gerist sagði Qussay Odeh að það kæmi ekkert annað til greina en að bregðast við með einhverjum hætti. „Þetta hefur verið til skammar í heila viku, eða rúmlega það. Það verður að koma eitthvað. Annars eru engin mannréttindi hér.“ Stórar spurningar. Vísir/Steingrímur Dúi Fidu tók undir það og sagði tímabært að fordæma aðgerðir Ísraela í Palestínu alveg eins og aðgerðir Hamas í Ísrael hafi verið fordæmdar. „Það verður að vera strax. Það er enginn tíma til að hugsa eða funda. Það verður að gera það strax,“ sagði Qussay að lokum. Kjartan Sveinn Guðmundsson segir ekkert réttlæta stríðsglæpi. Vísir/Steingrímur Dúi „Ég held að eftir því sem við fáum að heyra fleiri sjónarhorn af því sem er að gerast þarna á þessu svæði verður það alltaf augljósara að þetta eru ekki tvær jafnar hliðar. Þær eru báðar að berjast fyrir sínum tilverurétti, á mjög mismunandi forsendum,“ sagði Kjartan Sveinn Guðmundsson. Hann sagði önnur gera það því hún er lokuð inni og hin á röngum forsendum. Mikill fjöldi var samankominn á Austurvelli í rigningunni. Vísir/Steingrímur Dúi „Út af því það var framið þjóðarmorð fyrir 70 árum síðan. Það réttlætir ekki að fremja stríðsglæpi eða stofna til risastórra einangrunarbúða í dag.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45 Hamas liðar hafi verið orðnir örvæntingarfullir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir óhjákvæmilegt að Ísraelsher muni hernema Gasaströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast áhyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í samskiptum Ísraela við aðrar Arabaþjóðir í Miðausturlöndum. 15. október 2023 13:42 Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45
Hamas liðar hafi verið orðnir örvæntingarfullir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir óhjákvæmilegt að Ísraelsher muni hernema Gasaströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast áhyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í samskiptum Ísraela við aðrar Arabaþjóðir í Miðausturlöndum. 15. október 2023 13:42
Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56