Ríkisstjórnin verði líka að fordæma það sem gerist á Gasa Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 15. október 2023 16:56 Fidu Abu libdeh og Qussay Odeh sögðu tímabært að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu eins og aðgerðir Hamas í Ísrael. Vísir/Steingrímur Dúi Mikill fjöldi safnaðist saman á Austurvelli í dag á samstöðufundi með Palestínu. Yfirskrift viðburðarins á Facebook var „Stöðvið fjöldamorð Ísraelshers“. Nokkuð þungt var yfir fundargestum en flutt voru tvö ávörp og svo sungið. Þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra fluttu ávörp. „Við erum að sýna Palesínumönnum samstöðu með því að vera hér. Við hugsum til þeirra og það er óbærilegt sem er að gerast þar í dag, sagði Fidu Abu libdeh. Spurð hvað henni finnst um viðbrögð íslenskra stjórnvalda og ákallið fundargesta segir Fidu Sólveigu Önnu hafa orðað það vel í ávarpi sínu. „Við höfum ekkert að segja. Við erum búin að segja það þúsund sinnum áður. Nú verður ríkisstjórnin að gera eitthvað í þessu og fordæma það sem er að gerast í Gasa.“ Ákall fundarins var skýrt: Frið í Palestínu. Vísir/Steingrímur Dúi Spurð hvort þau séu bjartsýn á að það gerist sagði Qussay Odeh að það kæmi ekkert annað til greina en að bregðast við með einhverjum hætti. „Þetta hefur verið til skammar í heila viku, eða rúmlega það. Það verður að koma eitthvað. Annars eru engin mannréttindi hér.“ Stórar spurningar. Vísir/Steingrímur Dúi Fidu tók undir það og sagði tímabært að fordæma aðgerðir Ísraela í Palestínu alveg eins og aðgerðir Hamas í Ísrael hafi verið fordæmdar. „Það verður að vera strax. Það er enginn tíma til að hugsa eða funda. Það verður að gera það strax,“ sagði Qussay að lokum. Kjartan Sveinn Guðmundsson segir ekkert réttlæta stríðsglæpi. Vísir/Steingrímur Dúi „Ég held að eftir því sem við fáum að heyra fleiri sjónarhorn af því sem er að gerast þarna á þessu svæði verður það alltaf augljósara að þetta eru ekki tvær jafnar hliðar. Þær eru báðar að berjast fyrir sínum tilverurétti, á mjög mismunandi forsendum,“ sagði Kjartan Sveinn Guðmundsson. Hann sagði önnur gera það því hún er lokuð inni og hin á röngum forsendum. Mikill fjöldi var samankominn á Austurvelli í rigningunni. Vísir/Steingrímur Dúi „Út af því það var framið þjóðarmorð fyrir 70 árum síðan. Það réttlætir ekki að fremja stríðsglæpi eða stofna til risastórra einangrunarbúða í dag.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45 Hamas liðar hafi verið orðnir örvæntingarfullir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir óhjákvæmilegt að Ísraelsher muni hernema Gasaströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast áhyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í samskiptum Ísraela við aðrar Arabaþjóðir í Miðausturlöndum. 15. október 2023 13:42 Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Nokkuð þungt var yfir fundargestum en flutt voru tvö ávörp og svo sungið. Þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra fluttu ávörp. „Við erum að sýna Palesínumönnum samstöðu með því að vera hér. Við hugsum til þeirra og það er óbærilegt sem er að gerast þar í dag, sagði Fidu Abu libdeh. Spurð hvað henni finnst um viðbrögð íslenskra stjórnvalda og ákallið fundargesta segir Fidu Sólveigu Önnu hafa orðað það vel í ávarpi sínu. „Við höfum ekkert að segja. Við erum búin að segja það þúsund sinnum áður. Nú verður ríkisstjórnin að gera eitthvað í þessu og fordæma það sem er að gerast í Gasa.“ Ákall fundarins var skýrt: Frið í Palestínu. Vísir/Steingrímur Dúi Spurð hvort þau séu bjartsýn á að það gerist sagði Qussay Odeh að það kæmi ekkert annað til greina en að bregðast við með einhverjum hætti. „Þetta hefur verið til skammar í heila viku, eða rúmlega það. Það verður að koma eitthvað. Annars eru engin mannréttindi hér.“ Stórar spurningar. Vísir/Steingrímur Dúi Fidu tók undir það og sagði tímabært að fordæma aðgerðir Ísraela í Palestínu alveg eins og aðgerðir Hamas í Ísrael hafi verið fordæmdar. „Það verður að vera strax. Það er enginn tíma til að hugsa eða funda. Það verður að gera það strax,“ sagði Qussay að lokum. Kjartan Sveinn Guðmundsson segir ekkert réttlæta stríðsglæpi. Vísir/Steingrímur Dúi „Ég held að eftir því sem við fáum að heyra fleiri sjónarhorn af því sem er að gerast þarna á þessu svæði verður það alltaf augljósara að þetta eru ekki tvær jafnar hliðar. Þær eru báðar að berjast fyrir sínum tilverurétti, á mjög mismunandi forsendum,“ sagði Kjartan Sveinn Guðmundsson. Hann sagði önnur gera það því hún er lokuð inni og hin á röngum forsendum. Mikill fjöldi var samankominn á Austurvelli í rigningunni. Vísir/Steingrímur Dúi „Út af því það var framið þjóðarmorð fyrir 70 árum síðan. Það réttlætir ekki að fremja stríðsglæpi eða stofna til risastórra einangrunarbúða í dag.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45 Hamas liðar hafi verið orðnir örvæntingarfullir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir óhjákvæmilegt að Ísraelsher muni hernema Gasaströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast áhyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í samskiptum Ísraela við aðrar Arabaþjóðir í Miðausturlöndum. 15. október 2023 13:42 Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45
Hamas liðar hafi verið orðnir örvæntingarfullir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir óhjákvæmilegt að Ísraelsher muni hernema Gasaströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast áhyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í samskiptum Ísraela við aðrar Arabaþjóðir í Miðausturlöndum. 15. október 2023 13:42
Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56