Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2023 07:56 Palestínumenn aðstoða særða í rústum eftir loftárásir Ísraelsmanna í flóttamannabúðum sem kenndar eru við Rafah. AP Photo/Hatem Ali Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að Ísraelsher hafi ekki veitt nákvæmari upplýsingar um aðgerðir sínar og hvenær af árásinni verður. Borgurum hefur verið gert af hernum að nýta sér einn veg sem liggur frá Beit Khanoun til Khan Yunis. Eiga þeir að nýta veginn til flótta á milli klukkan 10:00 og 13:00 að staðartíma í dag og heitir herinn því að loftárásum verði ekki beitt þar í grennd á meðan. Upprunalega gaf Ísraelsher borgurum 24 klukkustundir á föstudag til þess að flýja norðurhluta Gasa. Sá tímarammi rann út síðdegis í gær en enn hefur Ísraelsher ekki látið verða af árás sinni. Þúsundir ísraelskra hermanna hafa komið saman við landamærin og heimsótti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þá í gær og lofaði því að þeim yrði veittur allur stuðningur sem Ísraelsríki gæti veitt þeim. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látist vegna árása Hamas liða og 3400 eru særðir. Óljóst er hve mörgum gíslum Hamas liðar halda á Gasaströndinni. Þá hafa í hið minnsta 2329 Palestínumenn látist í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns slasast í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Hættan eykst á að átökin breiðist út Þá greina ísraelskir miðlar frá því að írönsk stjórnvöld hafi sent þeim ísraelsku skilaboð vegna árása Ísraela á Gasaströndina. Segjast þau munu skerast í leikinn ef Ísrael lætur ekki af árásum sínum. Utanríkisráðherra landsins, Hossein Amir Abdollahian er sagður hafa hitt Tor Wennesland, erindreka Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum í Beirút í gær. Hann er sagður hafa lýst því yfir að írönsk stjórnvöld væri mikið í mun um að koma í veg fyrir að átökin breiddust út en hefðu sín takmörk, sérstaklega ef Ísraelsmenn myndu gera innrás inn á Gasaströnd. Íranir hafa í gegnum árin ítrekað stutt Hamas samtökin á Gasaströndinni í stríði þeirra gegn Ísrael, sem og Hisbolla í Líbanon. Ísraelsk stjórnvöld hafa sakað þau írönsku um að styrkja vígahópa í Sýrlandi um vopn og létu meðal annars til skara skríða í gærkvöldi gegn flugvöllum í landinu. Sögðu heimildarmenn Reuters að ljóst væri að ísraelsk stjórnvöld væru með þessu að hefta birgðaflutningar frá Íran til Sýrlands. Nokkrir dagar eru síðan að Ísraelsher gerði loftárásir á flugvelli í landinu, í von um að eyðileggja flugbrautir. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að Ísraelsher hafi ekki veitt nákvæmari upplýsingar um aðgerðir sínar og hvenær af árásinni verður. Borgurum hefur verið gert af hernum að nýta sér einn veg sem liggur frá Beit Khanoun til Khan Yunis. Eiga þeir að nýta veginn til flótta á milli klukkan 10:00 og 13:00 að staðartíma í dag og heitir herinn því að loftárásum verði ekki beitt þar í grennd á meðan. Upprunalega gaf Ísraelsher borgurum 24 klukkustundir á föstudag til þess að flýja norðurhluta Gasa. Sá tímarammi rann út síðdegis í gær en enn hefur Ísraelsher ekki látið verða af árás sinni. Þúsundir ísraelskra hermanna hafa komið saman við landamærin og heimsótti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þá í gær og lofaði því að þeim yrði veittur allur stuðningur sem Ísraelsríki gæti veitt þeim. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látist vegna árása Hamas liða og 3400 eru særðir. Óljóst er hve mörgum gíslum Hamas liðar halda á Gasaströndinni. Þá hafa í hið minnsta 2329 Palestínumenn látist í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns slasast í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Hættan eykst á að átökin breiðist út Þá greina ísraelskir miðlar frá því að írönsk stjórnvöld hafi sent þeim ísraelsku skilaboð vegna árása Ísraela á Gasaströndina. Segjast þau munu skerast í leikinn ef Ísrael lætur ekki af árásum sínum. Utanríkisráðherra landsins, Hossein Amir Abdollahian er sagður hafa hitt Tor Wennesland, erindreka Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum í Beirút í gær. Hann er sagður hafa lýst því yfir að írönsk stjórnvöld væri mikið í mun um að koma í veg fyrir að átökin breiddust út en hefðu sín takmörk, sérstaklega ef Ísraelsmenn myndu gera innrás inn á Gasaströnd. Íranir hafa í gegnum árin ítrekað stutt Hamas samtökin á Gasaströndinni í stríði þeirra gegn Ísrael, sem og Hisbolla í Líbanon. Ísraelsk stjórnvöld hafa sakað þau írönsku um að styrkja vígahópa í Sýrlandi um vopn og létu meðal annars til skara skríða í gærkvöldi gegn flugvöllum í landinu. Sögðu heimildarmenn Reuters að ljóst væri að ísraelsk stjórnvöld væru með þessu að hefta birgðaflutningar frá Íran til Sýrlands. Nokkrir dagar eru síðan að Ísraelsher gerði loftárásir á flugvelli í landinu, í von um að eyðileggja flugbrautir.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira