Tólf ára stúlka varð fyrir eggjakasti á meðan hún beið eftir strætó Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 14. október 2023 23:13 Sunneva Arney var að bíða eftir strætó til að fara á íþróttaæfingu þegar bíll stoppaði fyrir framan strætóskýlið og farþegar hans köstuðu eggjum í átt að henni. Stöð 2/Arnar Tólf ára stúlka segir að sér hafi brugðið þegar hópur unglingsstráka kastaði í hana heilum eggjabakka á meðan hún beið eftir Strætó. Færsla sem birtist á íbúahópi Grafarvogs á Facebook í gær, þar sem lýst var eftir vitnum að eggjakasti í strætóskýlinu í Funafold síðdegis á miðvikudag, hefur vakið mikla athygli. Svo virðist sem rað-eggjakastarar hafi keyrt um hverfið og hrellt íbúa þess. Einn skrifaði í athugasemd að eggjum hafi verið kastað um svipað leyti í bíl hans. Önnur sagðist þekkja til hóps eggjakastara, unglingsdrengja, sem hafi hrellt sjö ára dóttur hennar með eggjakasti fyrr í haust. Stoppuðu bílinn til að kasta eggjum Sunneva Arney var á leið á íþróttaæfingu og að bíða eftir strætisvagni þegar hún kom sér grunlaus fyrir í horni strætóskýlisins í Funafold. „Þá keyrði allt í einu bíll framhjá með opna hurð. Ég horfði á bílinn og hugsaði af hverju er opin hurð en síðan opnaðist hurðin meira og það var unglingsstrákur sem kastaði einhverju út,“ sagði Sunneva. „Ég leit á það, sá þetta og hugsaði oj þetta er rusl. En allt í einu opnaðist það í loftinu, lenti á buxunum mínum, á gólfinu á bak við mig og sprakk. Ég sá að þetta var egg og þetta var út um allt á mér,“ sagði hún. Sunneva segist fegin að eggjakastarinn hafi ekki náð að koma eggjaslettum í hár hennar.Stöð 2/Arnar Hún segir að sér hafi brugðið enda bláókunnugir strákar þarna á ferð. Betur fór þó en á horfðist. „Ég er glöð að hann náði ekki að kasta rosalega hátt annars hefði þetta lent í hárinu. Það hefði ekki verið gaman að þrífa það upp,“ sagði Sunneva. Hún dreif sig samt sem áður á íþróttaæfingu og eftir æfinguna biðu hennar heldur ógeðfelldar gallabuxur. „Þær hörðnuðu síðan eftir æfinguna. Það var dálítið ógeðslegt að labba í þeim heim,“ sagði Sunneva um eggjabuxurnar. Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Færsla sem birtist á íbúahópi Grafarvogs á Facebook í gær, þar sem lýst var eftir vitnum að eggjakasti í strætóskýlinu í Funafold síðdegis á miðvikudag, hefur vakið mikla athygli. Svo virðist sem rað-eggjakastarar hafi keyrt um hverfið og hrellt íbúa þess. Einn skrifaði í athugasemd að eggjum hafi verið kastað um svipað leyti í bíl hans. Önnur sagðist þekkja til hóps eggjakastara, unglingsdrengja, sem hafi hrellt sjö ára dóttur hennar með eggjakasti fyrr í haust. Stoppuðu bílinn til að kasta eggjum Sunneva Arney var á leið á íþróttaæfingu og að bíða eftir strætisvagni þegar hún kom sér grunlaus fyrir í horni strætóskýlisins í Funafold. „Þá keyrði allt í einu bíll framhjá með opna hurð. Ég horfði á bílinn og hugsaði af hverju er opin hurð en síðan opnaðist hurðin meira og það var unglingsstrákur sem kastaði einhverju út,“ sagði Sunneva. „Ég leit á það, sá þetta og hugsaði oj þetta er rusl. En allt í einu opnaðist það í loftinu, lenti á buxunum mínum, á gólfinu á bak við mig og sprakk. Ég sá að þetta var egg og þetta var út um allt á mér,“ sagði hún. Sunneva segist fegin að eggjakastarinn hafi ekki náð að koma eggjaslettum í hár hennar.Stöð 2/Arnar Hún segir að sér hafi brugðið enda bláókunnugir strákar þarna á ferð. Betur fór þó en á horfðist. „Ég er glöð að hann náði ekki að kasta rosalega hátt annars hefði þetta lent í hárinu. Það hefði ekki verið gaman að þrífa það upp,“ sagði Sunneva. Hún dreif sig samt sem áður á íþróttaæfingu og eftir æfinguna biðu hennar heldur ógeðfelldar gallabuxur. „Þær hörðnuðu síðan eftir æfinguna. Það var dálítið ógeðslegt að labba í þeim heim,“ sagði Sunneva um eggjabuxurnar.
Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira