„Ísraelsk flugskeyti sem komu frá hafi hæfðu Aleppo-flugvöll,“ sagði Rami Abdel Rahman, formaður SOHR, sýrlenskrar mannréttindastofnunar, í samtali við AFP.
Þá hermir AFP einnig að sýrlenski ríkismiðillinn SANA hafi staðfest loftárásina og héldi því fram að Ísraelar bæru ábyrgð á henni.
Samkvæmt SOHR hæfði loftárásin völlinn aðeins örfáum klukkutímum eftir að búið var að koma honum aftur í gang. Nokkrum dögum fyrr hafði ísraelski herinn skotið loftskeytum á flugvelli í Aleppo og Damaskus til að eyðileggja flugbrautir þeirra.
Heimildamenn Reuters halda því fram að loftárásirnar eigi að trufla íranskt birgðakerfi til Sýrlands.