Litla hryllingsbúðin slær í gegn í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2023 20:31 Guggurnar, sem fara á kostum í sýningunni, frá vinstri, Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Svala Norðdahl og Hanna Tara Björnsdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gengur mikið á í Hveragerði þessa dagana því þar er leikfélag bæjarins að sýna Litlu Hryllingsbúðina við mikinn fögnuð leikhúsgesta. Bræður og systur spila stór hlutverk í sýningunni svo ekki sé minnst á Guggurnar eins og þær kalla sig, sem fara á kostum. Leikfélag Hveragerðis er eitt af öflugustu áhugaleikfélögum landsins og nú er það Litla Hryllingsbúðin í leikstjórn Jóels Sæmundssonar, sem er á sviðinu. Níu leikarar taka þátt í sýningunni, þar af bræður og tvíburasystur og ekki má gleyma öllu fólkinu á bak við tjöldin. Söngur er áberandi í sýningunni. Hvernig er að vera svona bræður á leiksviðinu, er það ekki skemmtilegt? „Jú, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt að fá að vinna með stóra bróður mínum,” segir Ingberg Örn. „Jú, hann sagði einmitt við mig einhvern tímann að hann myndi ekki leika með mér á sviði nema að hann væri með stærra hlutverk, þannig að hann er aðalhlutverkið, þannig að það gekk upp hjá honum”, segir Sindri Mjölnir en bræðurnir eru Magnússynir. „Þetta er virkilega flott leikfélag og ég mæli endilega með að koma hingað og kíkja á okkur. Þau eru rosalega virk hérna í Hveragerði og setja alltaf upp brjálæðislega flottar sýningar, ljósasjóvið og allt saman miðað við hvað þetta er lítið húsnæði og svoleiðis. Þetta er bara alveg geðveikt,” bætir Sindri Mjölnir við. Bræðurnir Ingberg Örn (t.v.) og Sindri Mjölnir Magnússynir, sem standa sig frábærlega í sýningunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guggurnar eins og þær kalla sig eru nánast allan tímann á sviðinu og fara vel með sín hlutverk. „Það er ákveðin pressa að setja þetta upp því fólk er með ákveðnar fyrir fram hugmyndir. Já, þetta hefur verið sett upp á stórum sviðum með geggjuðum leikurum þannig að þetta eru stór fótspor að feta í,” segja þær Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Svala Norðdahl og Hanna Tara Björnsdóttir. En af hverju ætti fólk að koma á sýninguna? „Til að sjá okkur, nei, bara til að sjá alla vinnuna, sem hefur verið sett í þetta. Skemmtilegur söngur, dans og geggjaða plöntu og leikmynd. Þetta er bara allt rosalega skemmtilegt og flott,” segir Guggurnar, sem eru himinlifandi með sýninguna. Hér er hægt að panta miða á sýninguna Hveragerði Leikhús Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Leikfélag Hveragerðis er eitt af öflugustu áhugaleikfélögum landsins og nú er það Litla Hryllingsbúðin í leikstjórn Jóels Sæmundssonar, sem er á sviðinu. Níu leikarar taka þátt í sýningunni, þar af bræður og tvíburasystur og ekki má gleyma öllu fólkinu á bak við tjöldin. Söngur er áberandi í sýningunni. Hvernig er að vera svona bræður á leiksviðinu, er það ekki skemmtilegt? „Jú, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt að fá að vinna með stóra bróður mínum,” segir Ingberg Örn. „Jú, hann sagði einmitt við mig einhvern tímann að hann myndi ekki leika með mér á sviði nema að hann væri með stærra hlutverk, þannig að hann er aðalhlutverkið, þannig að það gekk upp hjá honum”, segir Sindri Mjölnir en bræðurnir eru Magnússynir. „Þetta er virkilega flott leikfélag og ég mæli endilega með að koma hingað og kíkja á okkur. Þau eru rosalega virk hérna í Hveragerði og setja alltaf upp brjálæðislega flottar sýningar, ljósasjóvið og allt saman miðað við hvað þetta er lítið húsnæði og svoleiðis. Þetta er bara alveg geðveikt,” bætir Sindri Mjölnir við. Bræðurnir Ingberg Örn (t.v.) og Sindri Mjölnir Magnússynir, sem standa sig frábærlega í sýningunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guggurnar eins og þær kalla sig eru nánast allan tímann á sviðinu og fara vel með sín hlutverk. „Það er ákveðin pressa að setja þetta upp því fólk er með ákveðnar fyrir fram hugmyndir. Já, þetta hefur verið sett upp á stórum sviðum með geggjuðum leikurum þannig að þetta eru stór fótspor að feta í,” segja þær Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Svala Norðdahl og Hanna Tara Björnsdóttir. En af hverju ætti fólk að koma á sýninguna? „Til að sjá okkur, nei, bara til að sjá alla vinnuna, sem hefur verið sett í þetta. Skemmtilegur söngur, dans og geggjaða plöntu og leikmynd. Þetta er bara allt rosalega skemmtilegt og flott,” segir Guggurnar, sem eru himinlifandi með sýninguna. Hér er hægt að panta miða á sýninguna
Hveragerði Leikhús Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira