Saurgerlar í neysluvatni Borgarfjarðar eystri undanfarnar tvær vikur Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. október 2023 17:54 Íbúar á Borgarfirði eystri hafa neyðst til að sjóða neysluvatn sitt vegna saurmengunar sem hefur mælst í vatninu undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Kólígerlar mældust í sýni sem tekið var úr vatnsveitunni á Borgarfirði eystri fyrir rúmlega tveimur vikum. Enn mælist mengun í vatninu en framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands bindur vonir við að gerlarnir verði farnir eftir helgi. Neysluvatn á Borgarfirði eystri reyndist mengað af kólígerlum við reglubundið eftirlit þann 26. september en niðurstaða mælinganna barst 2. október. Síðan þá hafa Borgfirðingar neyðst til að sjóða neysluvatn sitt. „Það mældist kólímengun við reglubundið eftirlit og það hafa verið aðgerðir síðan til að reyna að losna við þetta,“ sagði Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, í samtali við Vísi. Lára Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Haust, Heilbrigðisstofnunar Austurlands.Haust „Það eru tekin sýni úr dreifikerfinu en það er náttúrulega búið að taka ógrynni af sýnum síðan þessi mengun kom upp, bæði í vatnsbólinu og lindunum og víðar, til að reyna að finna upptökin,“ sagði hún. Eruð þið einhverju nær? „Nei, en stundum er þetta bara þannig. Maður finnur ekkert hvað veldur þessu. Og stundum koma tímabil þar sem það kemur mengun og svo hverfur hún og sést ekki í fjölda ára á eftir. Þetta er ótrúlega merkilegt. Við erum ekkert voða áhyggjufull, það er verið að reyna að hreinsa kerfið.“ Hvað er verið að gera til að bregðast við þessu? „Það er búið að setja klór í brunna og skola út úr kerfinu. Það er búið að gera þetta í tvígang núna. Þannig við erum að vona að sýnatökur eftir helgi komi vel út,“ sagði Lára. Ekki óvanalegt að vatn sé mengað af saurgerlum Að sögn Láru er það nokkuð algengt að saurgerlar mælist í neysluvatni þó það hafi reyndar ekki sést áður á Borgarfirði eystri. Er þetta algengt að svona gerist? „Þetta er algengara en fólk heldur. Þetta kemur alltaf reglulega upp, jafnvel í þéttbýli,“ sagði Lára. En kannski ekki algengt að það sé svona lengi? „Jú jú, það tekur alltaf smá tíma að losa þetta úr kerfinu. Þetta er ekkert óvanalegt en við höfum reyndar ekki séð þetta á Borgarfirði eystri áður,“ sagði Lára. Kólígerlar eru saurgerlar er það ekki? „Jú, þetta er úr saur, þaðan er uppruninn á þessum gerlum. Ekkert voðalega geðslegt. Það eru tilmæli um að um leið og það mælast kólígerlar í vatni að það eigi að sjóða það. En ég myndi halda að allt vel frískt fólk verði ekkert veikt af þessu samt,“ sagði hún að lokum. Heilbrigðisstofnun Austurlands Umhverfismál Vatn Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Neysluvatn á Borgarfirði eystri reyndist mengað af kólígerlum við reglubundið eftirlit þann 26. september en niðurstaða mælinganna barst 2. október. Síðan þá hafa Borgfirðingar neyðst til að sjóða neysluvatn sitt. „Það mældist kólímengun við reglubundið eftirlit og það hafa verið aðgerðir síðan til að reyna að losna við þetta,“ sagði Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, í samtali við Vísi. Lára Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Haust, Heilbrigðisstofnunar Austurlands.Haust „Það eru tekin sýni úr dreifikerfinu en það er náttúrulega búið að taka ógrynni af sýnum síðan þessi mengun kom upp, bæði í vatnsbólinu og lindunum og víðar, til að reyna að finna upptökin,“ sagði hún. Eruð þið einhverju nær? „Nei, en stundum er þetta bara þannig. Maður finnur ekkert hvað veldur þessu. Og stundum koma tímabil þar sem það kemur mengun og svo hverfur hún og sést ekki í fjölda ára á eftir. Þetta er ótrúlega merkilegt. Við erum ekkert voða áhyggjufull, það er verið að reyna að hreinsa kerfið.“ Hvað er verið að gera til að bregðast við þessu? „Það er búið að setja klór í brunna og skola út úr kerfinu. Það er búið að gera þetta í tvígang núna. Þannig við erum að vona að sýnatökur eftir helgi komi vel út,“ sagði Lára. Ekki óvanalegt að vatn sé mengað af saurgerlum Að sögn Láru er það nokkuð algengt að saurgerlar mælist í neysluvatni þó það hafi reyndar ekki sést áður á Borgarfirði eystri. Er þetta algengt að svona gerist? „Þetta er algengara en fólk heldur. Þetta kemur alltaf reglulega upp, jafnvel í þéttbýli,“ sagði Lára. En kannski ekki algengt að það sé svona lengi? „Jú jú, það tekur alltaf smá tíma að losa þetta úr kerfinu. Þetta er ekkert óvanalegt en við höfum reyndar ekki séð þetta á Borgarfirði eystri áður,“ sagði Lára. Kólígerlar eru saurgerlar er það ekki? „Jú, þetta er úr saur, þaðan er uppruninn á þessum gerlum. Ekkert voðalega geðslegt. Það eru tilmæli um að um leið og það mælast kólígerlar í vatni að það eigi að sjóða það. En ég myndi halda að allt vel frískt fólk verði ekkert veikt af þessu samt,“ sagði hún að lokum.
Heilbrigðisstofnun Austurlands Umhverfismál Vatn Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira