„Tvískinnungur“ að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraelsmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2023 20:53 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir ekki hægt að deila um að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gasaströndinni af Ísraelsmönnum. Vísir/Arnar Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í mannréttindum, segir allt stefna í þjóðernishreinsanir eða jafnvel þjóðarmorð á Gasaströndinni. Vestræn stjórnvöld sýni tvískinnung með því að hlaupa upp til handa og fóta til að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraela. „Ísraelsmenn hafa ekki virt alþjóðalög í samskiptum sínum við Palestínumenn. Fyrir því eru dómar alþjóðadómstóla og aðrar heimildir. Þetta geta þeir gert vegna þess að þeir eru í skjóli Bandaríkjamanna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður. Ísraelsmenn hafa lokað á rafmagn og vatn til Gasastrandarinnar og þar að auki lokað landamærastöðvum sínum alveg þannig að hvorki fer þangað matur eða eldsneyti, né fólk til eða frá ströndinni. „Að svelta þá til bana eða uppgjafar er stríðsglæpur, það fer ekki á milli mála,“ segir Ragnar. Minnst níu starfsmenn sameinuðu þjóðanna og nokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag. Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis vildi ekki svara því í viðtali við fréttastofu í dag hvort hún teldi þetta stríðsglæp, eins og segir í Genfarsáttmálanum. Ragnar segir engan vafa á að þetta teljist stríðsglæpum en skýrt sé af orðum íslenskra stjórnmálamanna að þeir fylgi Bandaríkjamönnum í þessum málum. „Utanríkisráðherra talaði eins og forseti Bandaríkjanna hafði gert þegar hann sagði að Ísraelsmenn ættu rétt á að verja sig, þá sagði utanríkisráðherra Íslands það nákvæmlega sama. Þaðan er línan sótt.“ Hann segir gæta tvískinnungs hjá ráðamönnum Vesturlanda sem hafi hlaupið upp til handa og fóta til að fordæma strísglæpi Rússa í Úkraínu. „Sama virðist ekki eiga við aðferðir Ísraelsmanna á Gasa og þetta er náttúrulega heimildalaus tvískinnungur,“ segir Ragnar. Heldurðu að við séum að horfa upp á þjóðernishreinsun og jafnvel þjóðarmorð? „Já, ég held að að því sé stefnt að fremja þannig glæp gegn mannkyninu.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Börn en ekki pólitík Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. 13. október 2023 16:00 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
„Ísraelsmenn hafa ekki virt alþjóðalög í samskiptum sínum við Palestínumenn. Fyrir því eru dómar alþjóðadómstóla og aðrar heimildir. Þetta geta þeir gert vegna þess að þeir eru í skjóli Bandaríkjamanna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður. Ísraelsmenn hafa lokað á rafmagn og vatn til Gasastrandarinnar og þar að auki lokað landamærastöðvum sínum alveg þannig að hvorki fer þangað matur eða eldsneyti, né fólk til eða frá ströndinni. „Að svelta þá til bana eða uppgjafar er stríðsglæpur, það fer ekki á milli mála,“ segir Ragnar. Minnst níu starfsmenn sameinuðu þjóðanna og nokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag. Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis vildi ekki svara því í viðtali við fréttastofu í dag hvort hún teldi þetta stríðsglæp, eins og segir í Genfarsáttmálanum. Ragnar segir engan vafa á að þetta teljist stríðsglæpum en skýrt sé af orðum íslenskra stjórnmálamanna að þeir fylgi Bandaríkjamönnum í þessum málum. „Utanríkisráðherra talaði eins og forseti Bandaríkjanna hafði gert þegar hann sagði að Ísraelsmenn ættu rétt á að verja sig, þá sagði utanríkisráðherra Íslands það nákvæmlega sama. Þaðan er línan sótt.“ Hann segir gæta tvískinnungs hjá ráðamönnum Vesturlanda sem hafi hlaupið upp til handa og fóta til að fordæma strísglæpi Rússa í Úkraínu. „Sama virðist ekki eiga við aðferðir Ísraelsmanna á Gasa og þetta er náttúrulega heimildalaus tvískinnungur,“ segir Ragnar. Heldurðu að við séum að horfa upp á þjóðernishreinsun og jafnvel þjóðarmorð? „Já, ég held að að því sé stefnt að fremja þannig glæp gegn mannkyninu.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Börn en ekki pólitík Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. 13. október 2023 16:00 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Börn en ekki pólitík Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. 13. október 2023 16:00
Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57
Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11