„Henda“ aldursflokkunum út af heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 08:32 Bergrós Björnsdóttir var eini Íslendingurinn á verðlaunapalli á heimsleikunum í ár þegar hún vann brons í flokki 16 til 17 ára. Hún má keppa aftur á næsta ári en þá verður keppnin ekki lengur hluti af aðalheimsleikunum. @crossfitgames Hingað til hefur allt CrossFit samfélagið toppað saman á heimsleikunum á hverju hausti og þar hafa allir keppt um titlana á einum heimsleikum hvort sem þeir eru að keppa í fullorðinsflokki eða ákveðnum aldurs- eða fötlunarflokki. Nú verður breyting á því. CrossFit samtökin hafa nú tilkynnt risastóra breytingu á keppnisfyrirkomulagi heimsmeistaramótsins í íþróttinni. Hér eftir mun aðalhluti heimsleikanna, keppni um heimsmeistaratitil karla, kvenna og liða, fara fram sér. Í raun var tekin sú ákvörðun að henda aldursflokkunum út af heimsleikunum í CrossFit. Fatlaðir fá heldur ekki lengur að keppa á aðalheimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Aldursflokkakeppnin mun nú fá sína eigin heimsleika og sömu sögu má segja af keppni fatlaðra. Sérmót fyrir táninga og sérmót fyrir öldunga Unga og gamla CrossFit fólkið keppir meira segja ekki saman á móti því yngra fólkið keppir um heimsmeistaratitilinn á Pit Teen Throwdown en öldungarnir keppa á Legends Championship (Masters). Keppni fatlaðra mun síðan ráðast á WheelWOD mótinu frá og með næsta ári. „Við trúum því að allar deildir munu græða á þessu, ekki síst vegna þess að nú getum við tvöfaldað fjölda þeirra öldunga og táninga sem fá að keppa um heimsmeistaratitilinn,“ sagði Dave Castro, íþróttastjóri hjá CrossFit. Það sjá þó þeir sem vilja sjá að með þessu er í raun verið að auðvelda framkvæmd aðalkeppninnar með því að minnka umfangið. CrossFit samtökin stefna á það að ferðast með heimsmeistaramótið um heiminn í framtíðinni. Fleiri fá að keppa í flokkunum Heimsmeistarakeppni karla, kvenna og liða í CrossFit er fyrir vikið orðin mun meðfærilegri sem um leið mun auðvelda þjóðum utan Bandaríkjanna að taka að sér að halda heimsleikana. Það er hins vegar svekkjandi fyrir bestu táninga og öldunga heims að fá ekki lengur að kynnast aðalheimsleikunum á eigin skinni. Það fá vissulega fleiri að keppa um heimsmeistaratitilinn í eigin persónu en það verður krefjandi fyrir CrossFit samtökin að halda uppi sömu umgjörð á slíkum sérmótum. Undankeppnin verður þó áfram eins og því munu allir byrja tímabilið saman í opna hlutanum. Stór spurningarmerki eru líka í kringum styrktaraðila og sýnileika keppninnar um heimsmeistaratitil táninga og öldunga. Þau hafa fengið að stíga inn á stóra sviðið á heimsleikunum, inn á milli aðalkeppninnar, en það verður ekki lengur. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú tilkynnt risastóra breytingu á keppnisfyrirkomulagi heimsmeistaramótsins í íþróttinni. Hér eftir mun aðalhluti heimsleikanna, keppni um heimsmeistaratitil karla, kvenna og liða, fara fram sér. Í raun var tekin sú ákvörðun að henda aldursflokkunum út af heimsleikunum í CrossFit. Fatlaðir fá heldur ekki lengur að keppa á aðalheimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Aldursflokkakeppnin mun nú fá sína eigin heimsleika og sömu sögu má segja af keppni fatlaðra. Sérmót fyrir táninga og sérmót fyrir öldunga Unga og gamla CrossFit fólkið keppir meira segja ekki saman á móti því yngra fólkið keppir um heimsmeistaratitilinn á Pit Teen Throwdown en öldungarnir keppa á Legends Championship (Masters). Keppni fatlaðra mun síðan ráðast á WheelWOD mótinu frá og með næsta ári. „Við trúum því að allar deildir munu græða á þessu, ekki síst vegna þess að nú getum við tvöfaldað fjölda þeirra öldunga og táninga sem fá að keppa um heimsmeistaratitilinn,“ sagði Dave Castro, íþróttastjóri hjá CrossFit. Það sjá þó þeir sem vilja sjá að með þessu er í raun verið að auðvelda framkvæmd aðalkeppninnar með því að minnka umfangið. CrossFit samtökin stefna á það að ferðast með heimsmeistaramótið um heiminn í framtíðinni. Fleiri fá að keppa í flokkunum Heimsmeistarakeppni karla, kvenna og liða í CrossFit er fyrir vikið orðin mun meðfærilegri sem um leið mun auðvelda þjóðum utan Bandaríkjanna að taka að sér að halda heimsleikana. Það er hins vegar svekkjandi fyrir bestu táninga og öldunga heims að fá ekki lengur að kynnast aðalheimsleikunum á eigin skinni. Það fá vissulega fleiri að keppa um heimsmeistaratitilinn í eigin persónu en það verður krefjandi fyrir CrossFit samtökin að halda uppi sömu umgjörð á slíkum sérmótum. Undankeppnin verður þó áfram eins og því munu allir byrja tímabilið saman í opna hlutanum. Stór spurningarmerki eru líka í kringum styrktaraðila og sýnileika keppninnar um heimsmeistaratitil táninga og öldunga. Þau hafa fengið að stíga inn á stóra sviðið á heimsleikunum, inn á milli aðalkeppninnar, en það verður ekki lengur. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira