Grunaður um að reyna að drepa fyrrverandi: „Ég skal bara klára þetta núna“ Árni Sæberg skrifar 12. október 2023 09:00 Landsréttur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald. Vísir/Vilhelm Karlmaður er grunaður um tilraun til þess að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana með því að hafa ráðist á hana og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk. Þetta segir í úrskurði Landréttar, sem kveðinn var upp þann 13. september síðastliðinn en birtur nýverið. Þar var gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness til 6. október yfir manninum staðfestur. Annar úrskurður hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að héraðsdómur hafi framlengt gæsluvarðhald yfir manninum út þennan mánuð. Hann viti ekki til þess að það hafi verið kært til Landsréttar. Að öðru leyti sé ekkert annað um málið að segja en það sem segir í úrskurðinum. Taldi atvikið sitt síðasta Í skýrslu konunnar hjá lögreglu þann 25. ágúst síðastliðinn, daginn eftir árásina, sagði hún að maðurinn hefði sparkað að minnsta kosti þrisvar í höfuð hennar og haldið henni kyrkingartaki undir vatni. Í skýrslu hennar 6. september kom meðal annars fram að hún teldi meðvitund sína hafa dottið inn og út, hún hafi óttast um líf sitt og talið að þetta yrði hennar síðasta. Vitni kom konunni til bjargar Í málinu liggur fyrir framburður manns sem segist hafa orðið vitni að árásinni. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann varð var við átök. Hann hafi séð mann lemja konu og stappa ofan á höfði hennar. Maðurinn hefði síðan beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi Í skýrslu hjá lögreglu 26. ágúst lýsti vitnið því að það hefði heyrt öskur og séð konu liggjandi í grasinu og karlmann að yfirbuga hana. Maðurinn hefði sparkað og kýlt í konuna, mestmegnis í andlit hennar. Hann hefði verið að „að reyna að kála henni í andlitið“. Hann hefði síðan farið „að kyrkja hana“ og vitnið þá öskrað. Vitnið lýsti því nánar að maðurinn hefði farið aftan að konunni og ofan á hana þar sem hún hefði legið alveg varnarlaus og sagt „ég skal bara klára þetta núna, þetta verður bara búið“. Hann hefði „basically hótað henni lífláti“, verið mjög reiður, ógnandi og árásargjarn. Hún hefði verið að reyna að losna og öskrað á hjálp. Hlaut lífshættulega áverka Konan leitaði til bráðamóttöku eftir árásina. Í læknisvottorði sérfræðilæknis á slysa- og bráðadeild er útbreiddum áverkum konunnar lýst. Nánar tiltekið er þar lýst greiningu á nefbeinsbroti, andlitsbeinsbroti, opnum sárum á höfði, mörgum mar-og yfirborðsáverkum á höfði og mar- og yfirborðsáverkum á hálsi, framhandlegg, upphandlegg, fótleggjum og mjöðm. Í niðurlagi segir meðal annars: „Undirrituð telur að áverkar [konunnar] séu í samræmi við áverkasögu hennar um kyrkingu og mörg högg á höfuð. Alvarleg árás og áverkalýsing sem getur verið lífshættuleg.“ Með vísan til framangreinds féllst Landsréttur á það með Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að maðurinn væri grunaður um brot sem varðar tíu ára fangelsi og að ríkir almannahagsmunir stæðu til þess að hann gengi ekki laus. Játaði að hafa reynt að komast undan handtöku Í kjölfar skýrslutöku vitnisins þann 26. ágúst var lýst eftir manninum. Hann fannst ekki fyrr en 2. september og þegar lögregla fann hann reyndi hann að koma sér undan. Þegar lögregla hljóp hann uppi kvaðst hann hafa verið að forðast handtöku vegna þessa máls. Við yfirheyrslu neitaði maðurinn sök en neitaði ekki að hafa verið á vettvangi árásarinnar. Hann sagðist hafa verið þar ásamt konunni og þriðja manni. Hann hefði svo farið heim til sín og teldi að konan hefði veitt sér áverkana sjálf eða þriðji maðurinn hefði gert það. Lögregla hefur annað mál mannsins til rannsóknar en þar er hann grunaður um brot í nánu sambandi sínu við konuna, með því að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti víðsvegar um líkamann og punktblæðingar á háls Uppfært klukkan 10 eftir að upplýsingar um áframhaldandi gæsluvarðhald fengust. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landréttar, sem kveðinn var upp þann 13. september síðastliðinn en birtur nýverið. Þar var gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness til 6. október yfir manninum staðfestur. Annar úrskurður hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að héraðsdómur hafi framlengt gæsluvarðhald yfir manninum út þennan mánuð. Hann viti ekki til þess að það hafi verið kært til Landsréttar. Að öðru leyti sé ekkert annað um málið að segja en það sem segir í úrskurðinum. Taldi atvikið sitt síðasta Í skýrslu konunnar hjá lögreglu þann 25. ágúst síðastliðinn, daginn eftir árásina, sagði hún að maðurinn hefði sparkað að minnsta kosti þrisvar í höfuð hennar og haldið henni kyrkingartaki undir vatni. Í skýrslu hennar 6. september kom meðal annars fram að hún teldi meðvitund sína hafa dottið inn og út, hún hafi óttast um líf sitt og talið að þetta yrði hennar síðasta. Vitni kom konunni til bjargar Í málinu liggur fyrir framburður manns sem segist hafa orðið vitni að árásinni. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann varð var við átök. Hann hafi séð mann lemja konu og stappa ofan á höfði hennar. Maðurinn hefði síðan beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi Í skýrslu hjá lögreglu 26. ágúst lýsti vitnið því að það hefði heyrt öskur og séð konu liggjandi í grasinu og karlmann að yfirbuga hana. Maðurinn hefði sparkað og kýlt í konuna, mestmegnis í andlit hennar. Hann hefði verið að „að reyna að kála henni í andlitið“. Hann hefði síðan farið „að kyrkja hana“ og vitnið þá öskrað. Vitnið lýsti því nánar að maðurinn hefði farið aftan að konunni og ofan á hana þar sem hún hefði legið alveg varnarlaus og sagt „ég skal bara klára þetta núna, þetta verður bara búið“. Hann hefði „basically hótað henni lífláti“, verið mjög reiður, ógnandi og árásargjarn. Hún hefði verið að reyna að losna og öskrað á hjálp. Hlaut lífshættulega áverka Konan leitaði til bráðamóttöku eftir árásina. Í læknisvottorði sérfræðilæknis á slysa- og bráðadeild er útbreiddum áverkum konunnar lýst. Nánar tiltekið er þar lýst greiningu á nefbeinsbroti, andlitsbeinsbroti, opnum sárum á höfði, mörgum mar-og yfirborðsáverkum á höfði og mar- og yfirborðsáverkum á hálsi, framhandlegg, upphandlegg, fótleggjum og mjöðm. Í niðurlagi segir meðal annars: „Undirrituð telur að áverkar [konunnar] séu í samræmi við áverkasögu hennar um kyrkingu og mörg högg á höfuð. Alvarleg árás og áverkalýsing sem getur verið lífshættuleg.“ Með vísan til framangreinds féllst Landsréttur á það með Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að maðurinn væri grunaður um brot sem varðar tíu ára fangelsi og að ríkir almannahagsmunir stæðu til þess að hann gengi ekki laus. Játaði að hafa reynt að komast undan handtöku Í kjölfar skýrslutöku vitnisins þann 26. ágúst var lýst eftir manninum. Hann fannst ekki fyrr en 2. september og þegar lögregla fann hann reyndi hann að koma sér undan. Þegar lögregla hljóp hann uppi kvaðst hann hafa verið að forðast handtöku vegna þessa máls. Við yfirheyrslu neitaði maðurinn sök en neitaði ekki að hafa verið á vettvangi árásarinnar. Hann sagðist hafa verið þar ásamt konunni og þriðja manni. Hann hefði svo farið heim til sín og teldi að konan hefði veitt sér áverkana sjálf eða þriðji maðurinn hefði gert það. Lögregla hefur annað mál mannsins til rannsóknar en þar er hann grunaður um brot í nánu sambandi sínu við konuna, með því að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti víðsvegar um líkamann og punktblæðingar á háls Uppfært klukkan 10 eftir að upplýsingar um áframhaldandi gæsluvarðhald fengust.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira