Tilnefna Steve Scalise Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2023 19:00 Steve Scalise (til hægri) virðist eiga mikið verk fyrir höndum við að tryggja sér nægilega mörg atkvæði innan þingflokks Repúblikana til að eiga séns á að verða þingforseti. AP/Mark Schiefelbein Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa tilnefnt Steve Scalise til embættis þingforseta. Þingmaðurinn Jim Jordan, sem einnig sóttist eftir embættinu, hefur lýst yfir stuðningi við Scalise. Það gerði Jordan eftir atkvæðagreiðslu í þingflokknum um að tilnefnda Scalise en sá síðarnefndi fékk 113 atkvæði. Jordan fékk 99. átta þingmenn greiddu öðrum atkvæði og þrír sátu hjá. Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í síðustu viku þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem vantrauststillaga gegn þingforseta er samþykkt í fulltrúadeildinni. Vantrauststillagan var meðal annars lögð fram vegna þess að McCarthy gerði samkomulag við Demókrata til að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana. Þingið samþykkti bráðabirgðafjárlög til 45 daga á síðustu stundu. Repúblikanar slitu þá þingi og gáfu sér viku til að finna nýjan þingforseta. Þingið hefur verið lamað í nokkrar vikur. Ekki liggur fyrir hvenær atkvæðagreiðslan fer fram en ólíklegt þykir að það verði í kvöld, þar sem Scalise virðist ekki nærri því að tryggja sér þau atkvæði sem hann þarf til að tryggja sér embættið. Washington Post hefur eftir McCarthy að hann muni styðja frambjóðanda flokksins. Scalise hefur lengi verið háttsettur innan þingflokks Repúblikanaflokksins en situr á þingi fyrir Louisiana. Scalise berst þessa dagana við krabbamein og særðist í skotárás árið 2017. Hann hefur lengi verið umdeildur og þá meðal annars fyrir að hafa á árum áður verið bendlaður við rasista í Bandaríkjunum. John Earnest, þáverandi fjölmiðlafulltrúi Barack Obama Bandaríkjaforseta, sagði á árum áður að Scalise hafi eitt sinn lýst sjálfum sér sem „Ku Klux Klan leiðtoganum David Duke, án alls farangursins“. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Það gerði Jordan eftir atkvæðagreiðslu í þingflokknum um að tilnefnda Scalise en sá síðarnefndi fékk 113 atkvæði. Jordan fékk 99. átta þingmenn greiddu öðrum atkvæði og þrír sátu hjá. Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í síðustu viku þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem vantrauststillaga gegn þingforseta er samþykkt í fulltrúadeildinni. Vantrauststillagan var meðal annars lögð fram vegna þess að McCarthy gerði samkomulag við Demókrata til að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana. Þingið samþykkti bráðabirgðafjárlög til 45 daga á síðustu stundu. Repúblikanar slitu þá þingi og gáfu sér viku til að finna nýjan þingforseta. Þingið hefur verið lamað í nokkrar vikur. Ekki liggur fyrir hvenær atkvæðagreiðslan fer fram en ólíklegt þykir að það verði í kvöld, þar sem Scalise virðist ekki nærri því að tryggja sér þau atkvæði sem hann þarf til að tryggja sér embættið. Washington Post hefur eftir McCarthy að hann muni styðja frambjóðanda flokksins. Scalise hefur lengi verið háttsettur innan þingflokks Repúblikanaflokksins en situr á þingi fyrir Louisiana. Scalise berst þessa dagana við krabbamein og særðist í skotárás árið 2017. Hann hefur lengi verið umdeildur og þá meðal annars fyrir að hafa á árum áður verið bendlaður við rasista í Bandaríkjunum. John Earnest, þáverandi fjölmiðlafulltrúi Barack Obama Bandaríkjaforseta, sagði á árum áður að Scalise hafi eitt sinn lýst sjálfum sér sem „Ku Klux Klan leiðtoganum David Duke, án alls farangursins“.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32
Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36
Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05