Fastakúnna og einstakrar vinkonu minnst á Horninu í dag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. október 2023 20:00 Dagný sat alltaf við sama borð, númer sjö, á sama stólnum. Borðið var frátekið fyrir hana í dag. Aðsend/Hornið Starfsfólk veitingastaðarins Hornsins minntist fastakúnna og einstakrar vinkonu í dag. Borð sjö sem hún Dagný sat alltaf við var frátekið fyrir hana, og þar stóð eftirlætisdrykkurinn hennar, kók með engum klaka. Veitingahúsið Hornið er elsti pizzustaður landsins. Staðurinn er fjölskyldurekinn og hafa eigendurnir myndað persónulegt samband við marga viðskiptavini og fastakúnna. Dagný Kristjánsdóttir var einn þeirra. „Dagný var fastakúnni í mörg ár, örugglega tíu til fimmtán ár,“ segir Ólöf Helga Jakobsdóttir, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri Hornsins. „Hún sat alltaf á sama borði, borði sjö, á sama stólnum. Hún kom yfirleitt yfirleitt um klukkan ellefu, um leið og við opnuðum dyrnar, stundum stóð hún fyrir utan og beið eftir okkur þegar við opnuðum.“ „Þið eruð hérna, þið eruð vinir mínir.“ Dagný pantaði sér alltaf það sama, kók með engum klaka. Það var tilfallandi hvort hún fékk sér að borða, en yfirleitt var hún bara að koma til að hitta starfsfólkið og spjalla. Á milli þeirra myndaðist einstakt vinasamband. Systkynin Ólöf Helga og Jakob Reynir við borðið hennar Dagnýjar í dag. Vísir/Egill Ólöf rifjar upp þegar Dagný pantaði sér eitt sinn borð á laugardagskvöldi, sem var óvenjulegt, enda kom hún yfirleitt klukkan ellefu á morgnanna. „Þá hringdi hún og bað um lítið borð, en ekki borðið sem hún situr vanalega við. Við sögðum að það væri ekkert mál og svo spurði ég hvort það væri eitthvað tilefni. Hún sagði: „Já ég ætla bara að fara út svona um helgi og hitta vini mína.“ Svo kemur hún á laugardagskvöldið og við spyrjum hvort vinir hennar séu á leiðinni eða hvort hún vilji panta. Þá segir hún:„Þið eruð hérna, þið eruð vinir mínir.“ „Þannig það var bara þessvegna sem hún var að koma út að borða, við vorum vinir hennar og hún var vinur okkar.“ Borð sjö frátekið fyrir Dagný í dag Dagný lést síðastliðinn mánudag, aðeins 33 ára, eftir erfið veikindi. Hennar var minnst á Horninu í dag. Þegar fréttastofa leit við í hádeginu í dag var setið við hvert borð. Nema við borð sjö, þar sem Dagný sat svo oft. Það var frátekið fyrir hana í dag, og að sjálfsögðu stóð drykkurinn hennar þar, kók með engum klaka. Einkennisdrykkur Dagnýjar, kók með engum klökum, stóð á borðinu sem var frátekið í hennar nafni í dag.Vísir/Egill „Það kom ekkert annað til greina,“ segir Ólöf. „Að sjálfsögðu tökum við borðið hennar frá og settum kók á borðið í hennar minningu. Hún verður hérna með okkur í dag á borðinu sínu.“ Myndin er tekin á fjörutíu ára afmæli Hornsins fyrir fjórum árum. Dagný færði staðnum skúringafötu, moppu og borðtuskur í tilefni dagsins.Ólöf Helga Jakobsdóttir. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Innlent Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Erlent Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Fleiri fréttir Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Tugir missa vinnuna í sumar Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Störf á landsbyggðinni, skortur á sérfræðiþekkingu kennara og óperugala Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Sjá meira
Veitingahúsið Hornið er elsti pizzustaður landsins. Staðurinn er fjölskyldurekinn og hafa eigendurnir myndað persónulegt samband við marga viðskiptavini og fastakúnna. Dagný Kristjánsdóttir var einn þeirra. „Dagný var fastakúnni í mörg ár, örugglega tíu til fimmtán ár,“ segir Ólöf Helga Jakobsdóttir, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri Hornsins. „Hún sat alltaf á sama borði, borði sjö, á sama stólnum. Hún kom yfirleitt yfirleitt um klukkan ellefu, um leið og við opnuðum dyrnar, stundum stóð hún fyrir utan og beið eftir okkur þegar við opnuðum.“ „Þið eruð hérna, þið eruð vinir mínir.“ Dagný pantaði sér alltaf það sama, kók með engum klaka. Það var tilfallandi hvort hún fékk sér að borða, en yfirleitt var hún bara að koma til að hitta starfsfólkið og spjalla. Á milli þeirra myndaðist einstakt vinasamband. Systkynin Ólöf Helga og Jakob Reynir við borðið hennar Dagnýjar í dag. Vísir/Egill Ólöf rifjar upp þegar Dagný pantaði sér eitt sinn borð á laugardagskvöldi, sem var óvenjulegt, enda kom hún yfirleitt klukkan ellefu á morgnanna. „Þá hringdi hún og bað um lítið borð, en ekki borðið sem hún situr vanalega við. Við sögðum að það væri ekkert mál og svo spurði ég hvort það væri eitthvað tilefni. Hún sagði: „Já ég ætla bara að fara út svona um helgi og hitta vini mína.“ Svo kemur hún á laugardagskvöldið og við spyrjum hvort vinir hennar séu á leiðinni eða hvort hún vilji panta. Þá segir hún:„Þið eruð hérna, þið eruð vinir mínir.“ „Þannig það var bara þessvegna sem hún var að koma út að borða, við vorum vinir hennar og hún var vinur okkar.“ Borð sjö frátekið fyrir Dagný í dag Dagný lést síðastliðinn mánudag, aðeins 33 ára, eftir erfið veikindi. Hennar var minnst á Horninu í dag. Þegar fréttastofa leit við í hádeginu í dag var setið við hvert borð. Nema við borð sjö, þar sem Dagný sat svo oft. Það var frátekið fyrir hana í dag, og að sjálfsögðu stóð drykkurinn hennar þar, kók með engum klaka. Einkennisdrykkur Dagnýjar, kók með engum klökum, stóð á borðinu sem var frátekið í hennar nafni í dag.Vísir/Egill „Það kom ekkert annað til greina,“ segir Ólöf. „Að sjálfsögðu tökum við borðið hennar frá og settum kók á borðið í hennar minningu. Hún verður hérna með okkur í dag á borðinu sínu.“ Myndin er tekin á fjörutíu ára afmæli Hornsins fyrir fjórum árum. Dagný færði staðnum skúringafötu, moppu og borðtuskur í tilefni dagsins.Ólöf Helga Jakobsdóttir.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Innlent Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Erlent Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Fleiri fréttir Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Tugir missa vinnuna í sumar Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Störf á landsbyggðinni, skortur á sérfræðiþekkingu kennara og óperugala Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Sjá meira