Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda.

Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna?
Ég elska hvað hún breytist mikið.

Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju?
Ég elska góðar pleðurbuxur, það er alltaf svo klassískt og þægilegt.
Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni?
Það er svo misjafnt og fer eftir því sem ég er að gera hverju sinni.
Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að versla föt og máta.

Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?
Lowkey sexy.
Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá?
Ekkert endilega mikið en ég er þó byrjaður að vera „kvenlegri“ fatnaði en áður.

Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?
Bara ef ég vissi!
Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði?
Ég elska bara allt maga sem sýnir my skinny waist.

Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju?
Ég elska kjólinn minn sem ég var í á Eddunni í ár. Ég var alveg living og það var svo skemmtilegt kvöld.

Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku?
Sjálfstraustið er besta lúkkið.