Viljum við gráa framtíð? Snæbjörn Guðmundsson skrifar 11. október 2023 08:30 Í dag heldur Landsvirkjun sinn árlega haustfund undir slagorðinu „Leyfum okkur græna framtíð“. En hver er þessi græna framtíð sem Landsvirkjun vill leyfa sér? Er það græn framtíð að tala fyrir og nota raforkuspár hagsmunaaðila í orkuiðnaði, sem gera ráð fyrir meira en tvöföldun raforkukerfis mestu raforkuframleiðsluþjóðar heims? Er það græn framtíð að umturna í nafni orkuskipta ósnortinni náttúru, sem verður sífellt verðmætari og fágætari í heiminum, í stað þess að ráðstafa núverandi raforkuframleiðslu á annan og skynsamlegri hátt? Er það græn framtíð að taka virkjunarframkvæmdir fram yfir líffræðilegan fjölbreytileika og heilbrigð vistkerfi? Er það græn framtíð að selja orku í bitcoin og orkufrek gagnaver? Er það græn framtíð að auka raforkusölu til stórnotenda en hræða samtímis almenning með hótunum um skert raforkuöryggi? Er það græn framtíð að eyðileggja laxastofninn í Þjórsá með stórvirkjunum í byggð? Er það græn framtíð að kljúfa viðkvæm samfélög á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum? Er það græn framtíð að reisa jarðhitavirkjun í Bjarnarflagi, með stórfelldri hættu á grunnvatnsmengun í aðeins þriggja kílómetra fjarlægð frá Mývatni, einu merkasta stöðuvatni jarðar? Er það græn framtíð að nota ótæpilegt magn af sementi í stöðvarhús, stíflur og undirstöður vindmylla með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda? Er það græn framtíð að leggja jökulár Skagafjarðar í rúst? Er það græn framtíð að selja núverandi orkufrekri stóriðju enn meiri orku? Er það græn framtíð að skerða óbyggð víðerni hálendisins og spilla með vindorkuverum? Er það græn framtíð að vilja virkjanir í Stóru-Laxá og Hólmsá? Er það græn framtíð að tala aldrei nokkurn tímann fyrir minni ágangi á náttúruna eða sátt við hana? Er það græn framtíð að reisa miðlun neðst í Þjórsárverum og skrúfa þannig fyrir fossa Þjórsár? Er það græn framtíð að telja sig verða að bregðast endalaust við ásókn óseðjandi stórnotenda í „græna“ orku? Er það græn framtíð að halda áfram á nákvæmlega sömu stórvirkjanabraut og fylgt hefur verið í meira en hálfa öld? Verður framtíðin í huga Landsvirkjunar „grænust“ þegar allt hefur verið virkjað? Hlutverk Landsvirkjunar Landsvirkjun er opinbert fyrirtæki, í eigu þjóðarinnar og með sérhæft og vel menntað starfsfólk á öllum sviðum orkufyrirtækjareksturs, ekki einungis á sviði nývirkjunarframkvæmda. Hlutverk þess í lögum er „að stunda starfsemi á orkusviði“. Landsvirkjun gæti rækt hlutverk sitt af sóma um alla framtíð án þess að reisa nokkurn tímann aftur virkjun með óafturkræfum og skaðlegum áhrifum á náttúruna, það dýrmætasta sem okkur hefur verið trúað fyrir. Stefnir Landsvirkjun á raunverulega græna framtíð eða er framtíðarsýnin kannski steypugrá og líflaus? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Umhverfismál Landsvirkjun Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Í dag heldur Landsvirkjun sinn árlega haustfund undir slagorðinu „Leyfum okkur græna framtíð“. En hver er þessi græna framtíð sem Landsvirkjun vill leyfa sér? Er það græn framtíð að tala fyrir og nota raforkuspár hagsmunaaðila í orkuiðnaði, sem gera ráð fyrir meira en tvöföldun raforkukerfis mestu raforkuframleiðsluþjóðar heims? Er það græn framtíð að umturna í nafni orkuskipta ósnortinni náttúru, sem verður sífellt verðmætari og fágætari í heiminum, í stað þess að ráðstafa núverandi raforkuframleiðslu á annan og skynsamlegri hátt? Er það græn framtíð að taka virkjunarframkvæmdir fram yfir líffræðilegan fjölbreytileika og heilbrigð vistkerfi? Er það græn framtíð að selja orku í bitcoin og orkufrek gagnaver? Er það græn framtíð að auka raforkusölu til stórnotenda en hræða samtímis almenning með hótunum um skert raforkuöryggi? Er það græn framtíð að eyðileggja laxastofninn í Þjórsá með stórvirkjunum í byggð? Er það græn framtíð að kljúfa viðkvæm samfélög á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum? Er það græn framtíð að reisa jarðhitavirkjun í Bjarnarflagi, með stórfelldri hættu á grunnvatnsmengun í aðeins þriggja kílómetra fjarlægð frá Mývatni, einu merkasta stöðuvatni jarðar? Er það græn framtíð að nota ótæpilegt magn af sementi í stöðvarhús, stíflur og undirstöður vindmylla með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda? Er það græn framtíð að leggja jökulár Skagafjarðar í rúst? Er það græn framtíð að selja núverandi orkufrekri stóriðju enn meiri orku? Er það græn framtíð að skerða óbyggð víðerni hálendisins og spilla með vindorkuverum? Er það græn framtíð að vilja virkjanir í Stóru-Laxá og Hólmsá? Er það græn framtíð að tala aldrei nokkurn tímann fyrir minni ágangi á náttúruna eða sátt við hana? Er það græn framtíð að reisa miðlun neðst í Þjórsárverum og skrúfa þannig fyrir fossa Þjórsár? Er það græn framtíð að telja sig verða að bregðast endalaust við ásókn óseðjandi stórnotenda í „græna“ orku? Er það græn framtíð að halda áfram á nákvæmlega sömu stórvirkjanabraut og fylgt hefur verið í meira en hálfa öld? Verður framtíðin í huga Landsvirkjunar „grænust“ þegar allt hefur verið virkjað? Hlutverk Landsvirkjunar Landsvirkjun er opinbert fyrirtæki, í eigu þjóðarinnar og með sérhæft og vel menntað starfsfólk á öllum sviðum orkufyrirtækjareksturs, ekki einungis á sviði nývirkjunarframkvæmda. Hlutverk þess í lögum er „að stunda starfsemi á orkusviði“. Landsvirkjun gæti rækt hlutverk sitt af sóma um alla framtíð án þess að reisa nokkurn tímann aftur virkjun með óafturkræfum og skaðlegum áhrifum á náttúruna, það dýrmætasta sem okkur hefur verið trúað fyrir. Stefnir Landsvirkjun á raunverulega græna framtíð eða er framtíðarsýnin kannski steypugrá og líflaus? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun