Lífið á hálendinu Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson skrifar 10. október 2023 14:01 Hálendið ber með sér að vera ævafornt. Eins og höfuðskepna sem vofir yfir okkur á láglendinu. Hálendi Íslands er það svæði sem verður harðast fyrir barðinu á náttúruöflunum. Hvort sem á dynja frosthörkur, stormar, eldgos eða öskufall þurfa lífverurnar á hálendinu að láta það sem á dynur yfir sig ganga. Aðstæður eru svo kvikar að maður trúir því vart að nokkur lífvera geti lifað af á hálendinu til lengri tíma. En þarna tórir lífið ekki aðeins heldur dafnar, svo vel reyndar að fjöldi lífvera lifir aðeins á hálendinu en getur ekki lifað af á láglendi. Þessar tegundir, eins og jöklasóley sem blómstrar sínum bleiku blómum og gullbrá, ein af einkennistegundum Íslenska hálendisins, eiga það sameiginlegt að finnast helst á mjög köldum svæðum eins og á Svalbarða, Síberíu, Alaska eða á hlíðum Alpafjallanna, þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga og annarra áhrifa mannsins. Hálendið er þeirra griðarstaður. En hvernig ætli það sé að vera planta á hálendinu Íslands? Til að byrja með þurfa plönturnar að vera við öllum veðrum og vindum búnar. Sumarið er stutt á hálendinu þar sem snjóa leysir mun seinna en á láglendi, oft í slíkum vatnsflaumi að gróður getur jafnvel átt á hættu að drukkna. Kuldinn og ófyrirsjáanleg veður gera plöntum erfitt að framleiða stór laufblöð sem gætu nýtt sólina vel. Því hafa flestar plöntur lítil blöð sem liggja nálægt jörðinni, þar sem er skjólgott að vera og minni hætta á að blöð rifni í vindi. Litla orku er að fá þegar sumarið er stutt og áður langt um líður þurfa plönturnar að blómstra og dreifa fræjum sínum áður en haustið skellur á og klæðir landslagið í sitt hvíta teppi. Hálendisplöntur þurfa að nýta orkuforða sinn skynsamlega því forðanæringin sem þær ná að safna í ræturnar má ekki klárast við blómgun heldur þarf hún að endast allan veturinn. Þess vegna blómstra hálendisplöntur oft ekki nema á nokkurra ára fresti. Það kemur ekki að sök því margar þeirra lifa mjög lengi, að minnsta kosti í einhverjar aldir, jafnvel árþúsund, ef þær fá að vera óáreittar. Ég fyllist sjálfur lotningu þegar ég hugsa til þess hversu lífseigar lífverur hálendisins eru og hvaða breytingar þær munu þurfa að standa af sér. Hálendisplöntur verða svo gamlar að þær munu ekki aðeins þurfa að þola þær breytingar sem munu eiga sér stað á æviskeiði okkar heldur líka á æviskeiðum barna okkar, barnabarna og margra ættliða í framtíðina. Það er furðuleg tilhugsun að hugsa til þess að ísinn í Vatnajökli sé gerður úr snjó frá tíma sagnaritaranna, að Eggert Ólafsson hafi kannski stigið á sömu lambagrasþúfu og ég á ferðum sínum. Hver sem okkar verk verða á hálendinu þá munu þau varðveitast þar um langa tíð. Förum vel með hálendið okkar, þessa merkilegu sameign þjóðarinnar. Ég hvet ykkur til að fagna tilvist þessa merkilega svæðis á Hálendishátíðinni sem haldin verður í Iðnó á morgun, miðvikudag. Hægt er að fá miða á https://tix.is/is/event/16200/halendishati-/. Höfundur er líffræðingur og ritari Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Hálendið ber með sér að vera ævafornt. Eins og höfuðskepna sem vofir yfir okkur á láglendinu. Hálendi Íslands er það svæði sem verður harðast fyrir barðinu á náttúruöflunum. Hvort sem á dynja frosthörkur, stormar, eldgos eða öskufall þurfa lífverurnar á hálendinu að láta það sem á dynur yfir sig ganga. Aðstæður eru svo kvikar að maður trúir því vart að nokkur lífvera geti lifað af á hálendinu til lengri tíma. En þarna tórir lífið ekki aðeins heldur dafnar, svo vel reyndar að fjöldi lífvera lifir aðeins á hálendinu en getur ekki lifað af á láglendi. Þessar tegundir, eins og jöklasóley sem blómstrar sínum bleiku blómum og gullbrá, ein af einkennistegundum Íslenska hálendisins, eiga það sameiginlegt að finnast helst á mjög köldum svæðum eins og á Svalbarða, Síberíu, Alaska eða á hlíðum Alpafjallanna, þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga og annarra áhrifa mannsins. Hálendið er þeirra griðarstaður. En hvernig ætli það sé að vera planta á hálendinu Íslands? Til að byrja með þurfa plönturnar að vera við öllum veðrum og vindum búnar. Sumarið er stutt á hálendinu þar sem snjóa leysir mun seinna en á láglendi, oft í slíkum vatnsflaumi að gróður getur jafnvel átt á hættu að drukkna. Kuldinn og ófyrirsjáanleg veður gera plöntum erfitt að framleiða stór laufblöð sem gætu nýtt sólina vel. Því hafa flestar plöntur lítil blöð sem liggja nálægt jörðinni, þar sem er skjólgott að vera og minni hætta á að blöð rifni í vindi. Litla orku er að fá þegar sumarið er stutt og áður langt um líður þurfa plönturnar að blómstra og dreifa fræjum sínum áður en haustið skellur á og klæðir landslagið í sitt hvíta teppi. Hálendisplöntur þurfa að nýta orkuforða sinn skynsamlega því forðanæringin sem þær ná að safna í ræturnar má ekki klárast við blómgun heldur þarf hún að endast allan veturinn. Þess vegna blómstra hálendisplöntur oft ekki nema á nokkurra ára fresti. Það kemur ekki að sök því margar þeirra lifa mjög lengi, að minnsta kosti í einhverjar aldir, jafnvel árþúsund, ef þær fá að vera óáreittar. Ég fyllist sjálfur lotningu þegar ég hugsa til þess hversu lífseigar lífverur hálendisins eru og hvaða breytingar þær munu þurfa að standa af sér. Hálendisplöntur verða svo gamlar að þær munu ekki aðeins þurfa að þola þær breytingar sem munu eiga sér stað á æviskeiði okkar heldur líka á æviskeiðum barna okkar, barnabarna og margra ættliða í framtíðina. Það er furðuleg tilhugsun að hugsa til þess að ísinn í Vatnajökli sé gerður úr snjó frá tíma sagnaritaranna, að Eggert Ólafsson hafi kannski stigið á sömu lambagrasþúfu og ég á ferðum sínum. Hver sem okkar verk verða á hálendinu þá munu þau varðveitast þar um langa tíð. Förum vel með hálendið okkar, þessa merkilegu sameign þjóðarinnar. Ég hvet ykkur til að fagna tilvist þessa merkilega svæðis á Hálendishátíðinni sem haldin verður í Iðnó á morgun, miðvikudag. Hægt er að fá miða á https://tix.is/is/event/16200/halendishati-/. Höfundur er líffræðingur og ritari Landverndar.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun