„Ekki spurning. Jesús minn, já“ Hólmfríður Gísladóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 10. október 2023 06:55 Aldís sagðist sannarlega þakklát að vera komin heim. Vísir/Einar Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í Keflavík þegar vélin lenti og ræddi meðal annars við Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, sem hafði keyrt meðfram landamærunum að Gaza aðeins um fimmtán tímum áður en að árásirnar hófust. Aldís sagði í samtali við Kristínu að Íslendingarnir hefðu upplifað mikið þakklæti þegar þær fregnir bárust að til stæði að senda flugvél til að ná í þá og að rætt hefði verið hversu heppnir þeir væru. Það væri ekki alls staðar sem innviðir væru til staðar til að taka svona ákvörðun. „Nei, mér fannst það ekki,“ svaraði Aldís spurð að því hvort hún hefði fundið fyrir hræðslu í hópnum. „Við vorum auðvitað í Jerúsalem og þar var minna um aðgerðir, alla vegna sem við urðum vör við. Við heyrðum tvær þrjár sprengingar og sáum reyk stíga upp úr hverfum en mér leið ekki eins og við værum í beinni hættu. En við fórum ekkert út af hótelinu nema rétt svona í allra nánasta umhverfinu.“ Aldís sagði það hafa verið ótrúlega upplifun að sjá vél Icelandair í norðurljósalitunum á flugvellinum en það hefði líka verið mjög góð tilfinning að vera komin yfir landamærin frá Ísrael til Jórdaníu. Það væri mikill léttir að vera komin heim. „Ekki spurning. Jesús minn, já.“ Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í Keflavík þegar vélin lenti og ræddi meðal annars við Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, sem hafði keyrt meðfram landamærunum að Gaza aðeins um fimmtán tímum áður en að árásirnar hófust. Aldís sagði í samtali við Kristínu að Íslendingarnir hefðu upplifað mikið þakklæti þegar þær fregnir bárust að til stæði að senda flugvél til að ná í þá og að rætt hefði verið hversu heppnir þeir væru. Það væri ekki alls staðar sem innviðir væru til staðar til að taka svona ákvörðun. „Nei, mér fannst það ekki,“ svaraði Aldís spurð að því hvort hún hefði fundið fyrir hræðslu í hópnum. „Við vorum auðvitað í Jerúsalem og þar var minna um aðgerðir, alla vegna sem við urðum vör við. Við heyrðum tvær þrjár sprengingar og sáum reyk stíga upp úr hverfum en mér leið ekki eins og við værum í beinni hættu. En við fórum ekkert út af hótelinu nema rétt svona í allra nánasta umhverfinu.“ Aldís sagði það hafa verið ótrúlega upplifun að sjá vél Icelandair í norðurljósalitunum á flugvellinum en það hefði líka verið mjög góð tilfinning að vera komin yfir landamærin frá Ísrael til Jórdaníu. Það væri mikill léttir að vera komin heim. „Ekki spurning. Jesús minn, já.“
Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira