Pétur um riðlakeppni Meistaradeildarinnar: „Ætlum að reyna þangað til við komumst inn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2023 07:00 Pétur segir Valsliðið hafa verið að horfa til leiks kvöldsins undanfarnar þrjár vikur. Vísir/Diego Íslandsmeistarar Vals mæta St. Pölten frá Austurríki, meistaraliðinu þar í landi, í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, segir Valskonur ætla að reyna við riðlakeppnina þangað til þær komast inn. Töluvert er síðan Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn en deildinni lauk þau ekki fyrr en á föstudaginn var. Liðið hafði ekki að miklu að keppa á lokametrum mótsins og viðurkennir Pétur Pétursson að liðið hafi verið með hugann við Evrópuleikina tvo gegn St. Pölten. „Það má segja að við séum alveg búnar að stefna á þennan leik síðan mótið kláraðist. Höfum einbeitt okkur að þessum leik því við þurftum ekki að hugsa mikið um eitthvað annað,“ sagði Pétur og bætti við að komnar væru þrjár vikur síðan Valskonur fóru að einbeita sér að St. Pölten. „Þetta er gott lið og þetta er rútínerað lið. Það þekkir það enginn en þetta er lið sem hefur komist tvisvar í Meistaradeildina og var þar í fyrra. Að sama skapi segi ég að við erum líka með gott lið og þetta snýst um að spila okkar besta leik.“ Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að ofan. Valur féll úr leik í umspilinu í fyrra eftir afar svekkjandi tap gegn Slaviu Prag. Gefur það auka bensín á eldinn? „Þetta er þriðja árið í röð sem við erum mjög nálægt þessu. Töpuðum fyrir Glasgow City í vítaspyrnukeppni og síðan töpuðum við gegn Slavia í einvígi sem við töldum okkur eiga að vinna miðað við leikina tvo. Við höfum einhverskonar reynslu, skulum vona að það hjálpi okkur.“ „Við ætlum að reyna þangað til við komumst inn,“ sagði Pétur að endingu eftir að hafa bent á að Valur væri þegar búið að tryggja sér þátttöku í undankeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2024/2025 með Íslandsmeistaratitlinum í ár. Leikur Vals og St. Pölten hefst klukkan 18.00. Er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst 17.50. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Töluvert er síðan Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn en deildinni lauk þau ekki fyrr en á föstudaginn var. Liðið hafði ekki að miklu að keppa á lokametrum mótsins og viðurkennir Pétur Pétursson að liðið hafi verið með hugann við Evrópuleikina tvo gegn St. Pölten. „Það má segja að við séum alveg búnar að stefna á þennan leik síðan mótið kláraðist. Höfum einbeitt okkur að þessum leik því við þurftum ekki að hugsa mikið um eitthvað annað,“ sagði Pétur og bætti við að komnar væru þrjár vikur síðan Valskonur fóru að einbeita sér að St. Pölten. „Þetta er gott lið og þetta er rútínerað lið. Það þekkir það enginn en þetta er lið sem hefur komist tvisvar í Meistaradeildina og var þar í fyrra. Að sama skapi segi ég að við erum líka með gott lið og þetta snýst um að spila okkar besta leik.“ Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að ofan. Valur féll úr leik í umspilinu í fyrra eftir afar svekkjandi tap gegn Slaviu Prag. Gefur það auka bensín á eldinn? „Þetta er þriðja árið í röð sem við erum mjög nálægt þessu. Töpuðum fyrir Glasgow City í vítaspyrnukeppni og síðan töpuðum við gegn Slavia í einvígi sem við töldum okkur eiga að vinna miðað við leikina tvo. Við höfum einhverskonar reynslu, skulum vona að það hjálpi okkur.“ „Við ætlum að reyna þangað til við komumst inn,“ sagði Pétur að endingu eftir að hafa bent á að Valur væri þegar búið að tryggja sér þátttöku í undankeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2024/2025 með Íslandsmeistaratitlinum í ár. Leikur Vals og St. Pölten hefst klukkan 18.00. Er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst 17.50.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira