Þjálfari Man United vill breyta fyrirkomulaginu á Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2023 23:15 Marc Skinner vill sjá breytingar. Robbie Jay Barratt/Getty Images Á meðan allt er gert til að stækka Meistaradeild Evrópu karla megin í von um að koma stærstu liðum Evrópu í keppninni á kostnað liða sem eiga það frekar skilið þá verður ekki það sama sagt um Meistaradeildina kvenna megin. Keppnin hóf göngu sína árið 2001 en hét þá Kvennabikar UEFA. Árið 2009 var hún endurskírð sem Meistaradeild Evrópu en fram til 2021 var um útsláttarkeppni að ræða frá upphafi til enda. Frá 2021 hefur verið boðið upp á riðlakeppni en aðeins 16 lið komast í hana. Á sama tíma eru 32 lið karla megin ofan á að það eru tvær Evrópukeppnir til viðbótar. Þetta er Marc Skinner, þjálfari Manchester United, einkar ósáttur með. Hann vill breyta fyrirkomulaginu en lið hans mætir París Saint-Germain í umspili um sæti í riðlakeppninni annað kvöld. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Bæði lið enduðu í 2. sæti á síðustu leiktíð en komast samt sem áður ekki sjálfkrafa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Skinner telur undankeppnina halla á ensk lið sem og lið úr stóru deildum Evrópu þar sem þau geta mæst í umspilinu. „Ég er viss um að PSG væri til í að sleppa við að spila við okkur. Þegar ég horfi á aðrar viðureignir í umspilinu þá virkar þetta frekar skrítið,“ sagði Skinner og talaði um að sum lið ættu greiða lið inn í riðlakeppnina. Líkt og karla megin er undankeppninni skipt upp í „Meistaraleiðina“ og „deildarleiðina.“ Þannig mætast Íslandsmeistarar Vals og St. Pölten, Austurríkismeistarar, einnig annað kvöld. Sigurvegari þess einvígis kemst í riðlakeppnina. Efsta deild kvenna á Englandi er eina deildin þar sem öll liðin eru atvinnumannalið. Það kom því töluvert á óvart þegar Arsenal féll úr leik gegn Paris FC, liðinu sem endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Man United gæti farið sömu leið þar sem liðið dróst gegn stórliði PSG. Skinner benti á að Man Utd hefði einnig getað dregist gegn Wolfsburg, Real Madríd eða öðrum jafn sterkum liðum. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Þó Skinner hafi trú á eigin liði þá vill hann sjá fyrirkomulaginu breytt og ef miða má við hversu mikið er gert til að koma stærstu liðunum úr stærstu deildum Evrópu inn karla megin þá mætti alveg fjölga liðum kvenna megin. Umspil Meistaradeildar Evrópu kvenna It's matchweek in the #UWCL!Catch up on all of this week's fixtures — UEFA Women s Champions League (@UWCL) October 9, 2023 Leikur Vals og St. Pölten er sýndur beint á Stöð 2 Sport annað kvöld, þriðjudag. Útsending hefst 17.50 og leikurinn sjálfur 18.00. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Keppnin hóf göngu sína árið 2001 en hét þá Kvennabikar UEFA. Árið 2009 var hún endurskírð sem Meistaradeild Evrópu en fram til 2021 var um útsláttarkeppni að ræða frá upphafi til enda. Frá 2021 hefur verið boðið upp á riðlakeppni en aðeins 16 lið komast í hana. Á sama tíma eru 32 lið karla megin ofan á að það eru tvær Evrópukeppnir til viðbótar. Þetta er Marc Skinner, þjálfari Manchester United, einkar ósáttur með. Hann vill breyta fyrirkomulaginu en lið hans mætir París Saint-Germain í umspili um sæti í riðlakeppninni annað kvöld. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Bæði lið enduðu í 2. sæti á síðustu leiktíð en komast samt sem áður ekki sjálfkrafa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Skinner telur undankeppnina halla á ensk lið sem og lið úr stóru deildum Evrópu þar sem þau geta mæst í umspilinu. „Ég er viss um að PSG væri til í að sleppa við að spila við okkur. Þegar ég horfi á aðrar viðureignir í umspilinu þá virkar þetta frekar skrítið,“ sagði Skinner og talaði um að sum lið ættu greiða lið inn í riðlakeppnina. Líkt og karla megin er undankeppninni skipt upp í „Meistaraleiðina“ og „deildarleiðina.“ Þannig mætast Íslandsmeistarar Vals og St. Pölten, Austurríkismeistarar, einnig annað kvöld. Sigurvegari þess einvígis kemst í riðlakeppnina. Efsta deild kvenna á Englandi er eina deildin þar sem öll liðin eru atvinnumannalið. Það kom því töluvert á óvart þegar Arsenal féll úr leik gegn Paris FC, liðinu sem endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Man United gæti farið sömu leið þar sem liðið dróst gegn stórliði PSG. Skinner benti á að Man Utd hefði einnig getað dregist gegn Wolfsburg, Real Madríd eða öðrum jafn sterkum liðum. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Þó Skinner hafi trú á eigin liði þá vill hann sjá fyrirkomulaginu breytt og ef miða má við hversu mikið er gert til að koma stærstu liðunum úr stærstu deildum Evrópu inn karla megin þá mætti alveg fjölga liðum kvenna megin. Umspil Meistaradeildar Evrópu kvenna It's matchweek in the #UWCL!Catch up on all of this week's fixtures — UEFA Women s Champions League (@UWCL) October 9, 2023 Leikur Vals og St. Pölten er sýndur beint á Stöð 2 Sport annað kvöld, þriðjudag. Útsending hefst 17.50 og leikurinn sjálfur 18.00.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira