Með samstilltu átaki getum við aukið orkuvinnslu Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 10. október 2023 10:01 Mikill samhljómur er í spám Landsvirkjunar og Landsnets um orkuþörf fram til ársins 2035. Við reiknum með að eftirspurnin vaxi um 6,5 TWst á þessum árum, en núverandi orkunotkun hérlendis nemur um 21 TWst á ári. Til lengri tíma en 2035 erum við sammála mati Samorku og Landsnets um orkuþörf þó hafa beri í huga að óvissa í orkuþörf er alltaf meiri langt fram í tímann. Vandinn er sá, að á allra næstu árum mun framboð lítið aukast og orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja gæti verið í hættu á árunum 2024-2028. Að þeim tíma liðnum verður ný orkuvinnsla vonandi farin að skila sínu. Vindmyllur í Búrfellslundi taka vonandi til starfa undir lok árs 2026, Hvammsvirkjun árið 2028 og stækkun Þeistareykjastöðvar verður að veruleika á svipuðum tíma. Önnur orkufyrirtæki hljóta jafnframt að huga að aukinni vinnslu. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi varað við þessari stöðu. Við höfum sérstaklega áhyggjur af því að heimilum og smærri fyrirtækjum sé ekki tryggð nægjanleg orka þegar eftirspurnin vex jafn hratt og raun ber vitni. Skuldbindingar um orkusölu til nýrra stórnotenda, án þess að orkuöflun komi á móti, geta ógnað orkuöryggi almennings. Skýr forgangsröðun Orkan okkar er nánast uppseld og Landsvirkjun hefur sett sér skýra forgangsröðun til næstu ára. Við ætlum að styðja við aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar jafnframt að leggja sitt af mörkum til orkuskipta. Það er einnig mikilvægt að styðja við aukna stafræna vegferð til dæmis í gagnaverum (þó ekki til rafmyntavinnslu) og við nýsköpun. Við viljum líka styðja við framþróun núverandi stórnotenda, eins og við höfum gert allt frá stofnun fyrirtækisins. Það blasir við að á næstu árum munum við ekki geta sinnt eftirspurn frá nýjum stórnotendum í málmiðnaði og hrávöruvinnslu sem vilja hefja hér starfsemi. Þá er útflutningur á orku með rafeldsneyti eða sæstreng ekki á dagskrá að svo stöddu. Fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu Árið 2035 gerum við ráð fyrir að 4 TWst hafi bæst við orkuvinnsluna vegna orkuskipta, almennur vöxtur í samfélaginu kalli á 1 TWst og til nýrra og núverandi stórnotenda renni 1,5 TWst umfram það sem nú er. Til að mæta þessari eftirspurn þurfum við sem sagt að bæta við hálfri TWst á ári og það getum við gert, ef við stillum saman strengi. Skemmst er að minnast þess að á árunum 2010-2020 tók Landsvirkjun 3 nýjar virkjanir í notkun, í ágætri sátt við samfélagið, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareykjavirkjun. Orkuvinnslugeta þessara þriggja virkjana er um 2 TWst. Við höfum því fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu og getum ráðist í hana aftur. Miklar tafir hafa orðið í leyfisveitingaferli nýrra virkjana. Landsvirkjun hefði getað hafist handa við Hvammsvirkjun og Búrfellslund fyrir tveimur árum. Ef það hefði gengið eftir værum við ekki í þessari þröngu stöðu. Nánar verður fjallað um sýn Landsvirkjunar á raforkueftirspurn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er sérfræðingur i viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill samhljómur er í spám Landsvirkjunar og Landsnets um orkuþörf fram til ársins 2035. Við reiknum með að eftirspurnin vaxi um 6,5 TWst á þessum árum, en núverandi orkunotkun hérlendis nemur um 21 TWst á ári. Til lengri tíma en 2035 erum við sammála mati Samorku og Landsnets um orkuþörf þó hafa beri í huga að óvissa í orkuþörf er alltaf meiri langt fram í tímann. Vandinn er sá, að á allra næstu árum mun framboð lítið aukast og orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja gæti verið í hættu á árunum 2024-2028. Að þeim tíma liðnum verður ný orkuvinnsla vonandi farin að skila sínu. Vindmyllur í Búrfellslundi taka vonandi til starfa undir lok árs 2026, Hvammsvirkjun árið 2028 og stækkun Þeistareykjastöðvar verður að veruleika á svipuðum tíma. Önnur orkufyrirtæki hljóta jafnframt að huga að aukinni vinnslu. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi varað við þessari stöðu. Við höfum sérstaklega áhyggjur af því að heimilum og smærri fyrirtækjum sé ekki tryggð nægjanleg orka þegar eftirspurnin vex jafn hratt og raun ber vitni. Skuldbindingar um orkusölu til nýrra stórnotenda, án þess að orkuöflun komi á móti, geta ógnað orkuöryggi almennings. Skýr forgangsröðun Orkan okkar er nánast uppseld og Landsvirkjun hefur sett sér skýra forgangsröðun til næstu ára. Við ætlum að styðja við aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar jafnframt að leggja sitt af mörkum til orkuskipta. Það er einnig mikilvægt að styðja við aukna stafræna vegferð til dæmis í gagnaverum (þó ekki til rafmyntavinnslu) og við nýsköpun. Við viljum líka styðja við framþróun núverandi stórnotenda, eins og við höfum gert allt frá stofnun fyrirtækisins. Það blasir við að á næstu árum munum við ekki geta sinnt eftirspurn frá nýjum stórnotendum í málmiðnaði og hrávöruvinnslu sem vilja hefja hér starfsemi. Þá er útflutningur á orku með rafeldsneyti eða sæstreng ekki á dagskrá að svo stöddu. Fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu Árið 2035 gerum við ráð fyrir að 4 TWst hafi bæst við orkuvinnsluna vegna orkuskipta, almennur vöxtur í samfélaginu kalli á 1 TWst og til nýrra og núverandi stórnotenda renni 1,5 TWst umfram það sem nú er. Til að mæta þessari eftirspurn þurfum við sem sagt að bæta við hálfri TWst á ári og það getum við gert, ef við stillum saman strengi. Skemmst er að minnast þess að á árunum 2010-2020 tók Landsvirkjun 3 nýjar virkjanir í notkun, í ágætri sátt við samfélagið, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareykjavirkjun. Orkuvinnslugeta þessara þriggja virkjana er um 2 TWst. Við höfum því fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu og getum ráðist í hana aftur. Miklar tafir hafa orðið í leyfisveitingaferli nýrra virkjana. Landsvirkjun hefði getað hafist handa við Hvammsvirkjun og Búrfellslund fyrir tveimur árum. Ef það hefði gengið eftir værum við ekki í þessari þröngu stöðu. Nánar verður fjallað um sýn Landsvirkjunar á raforkueftirspurn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er sérfræðingur i viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar