Leikmenn sem svöruðu fyrir sig í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2023 10:01 Leikmenn sem létu til sín taka í sumar eftir erfitt síðasta tímabil. vísir Keppni í Bestu deild karla lauk um helgina. Vísir hefur tekið saman fimm leikmenn sem svöruðu á einhvern hátt fyrir sig í sumar, eftir erfitt síðasta tímabil af ýmsum orsökum. Árni Snær Ólafsson og félagar hans enduðu tímabilið sem heitasta lið landsins.vísir/diego Árni Snær Ólafsson Síðustu ár höfðu verið erfið fyrir Árna Snæ í markinu hjá ÍA. Hann missti sætið sitt í byrjunarliðinu þegar Skagamenn björguðu sér á ævintýralegan hátt og komust í bikarúrslit 2021 og í fyrra féll liðið. Árni Snær fór í kjölfarið til Stjörnunnar þar sem hann fyllti skarð Haraldar Björnssonar sem var meiddur allt tímabilið. Árni Snær átti líklega sitt besta sumar á ferlinum í ár. Hann hélt tíu sinnum hreinu og ekkert liðið fékk á sig færri mörk í deildinni en Stjarnan (29). Í 21 leik undir stjórn Jökuls Elísabetarsonar fengu Stjörnumenn aðeins fimmtán mörk á sig. Kjartan Henry Finnbogason reyndist sínum gömlu félögum í KR erfiður í sumar.vísir/diego Kjartan Henry Finnbogason Kjartan Henry var mikið fréttum á síðasta tímabili en fæstar þeirra sneru að því sem hann gerði inni á vellinum. Enda var hann lítið þar seinni hluta tímabilsins og endaði á því að yfirgefa KR á nokkuð dramatískan hátt. Kjartan Henry gekk í raðir FH í vetur og endaði á því að vera einn af sigurvegurum fótboltasumarsins 2023. Hann skoraði ellefu mörk í Bestu deildinni en aðeins fjórir leikmenn skoruðu meira. Fjögur markanna komu gegn KR, þar af tvö í lokaleik tímabilsins, sem honum hefur væntanlega ekkert leiðst. Davíð Örn Atlason með Mjólkurbikarinn sem Víkingar eru með áskrift að.vísir/hulda margrét Davíð Örn Atlason Lukkan hefur ekki beint verið í liði með Davíð undanfarin ár. Hann fór til Breiðabliks frá Víkingi 2021 en Víkingar urðu þá tvöfaldir meistarar. Hann gekk í raðir Víkings í fyrra en þá urðu Blikar Íslandsmeistarar. Til að bæta gráu ofan á svart voru tækifæri Davíðs af skornum skammti á síðasta tímabili. Í sumar snerist dæmið við. Davíð var byrjunarliðsmaður hjá Víkingum sem urðu Íslands- og bikarmeistarar og stimpluðu sig inn sem eitt besta lið Íslandssögunnar. Davíð lék 22 af 27 deildarleikjum Víkings og alla fimm bikarleikina og átti stórgott tímabil. Atli Hrafn Andrason og félagar í HK byrjuðu tímabilið af krafti og unnu fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu deildinni. Þeir unnu hins vegar aðeins tvo af síðustu tuttugu leikjum sínum.vísir/hulda margrét Atli Hrafn Andrason HK ákvað að veðja á Atla Hrafn þrátt fyrir að hann hafi látið lítið að sér kveða síðustu ár. Tímabilin 2021 og 2022 lék hann til að mynda samtals 39 deildarleiki með ÍBV en skoraði aðeins eitt mark. Atli Hrafn átti hins vegar mjög fínt tímabil með HK í sumar og var besti leikmaður liðsins ásamt Örvari Eggertssyni og Arnþóri Ara Atlasyni. Atli Hrafn var notaður sem kantmaður og fremsti miðjumaður en bestu leikina spilaði hann í stöðu framherja, eins konar platníu (e. false nine). Atli Hrafn lék 26 af 27 deildarleikjum HK og skoraði fjögur mörk. Elfar Freyr Helgason minnti fótboltaáhugamenn á það í sumar hversu góður varnarmaður hann er.vísir/diego Elfar Freyr Helgason Elfar missti af öllu tímabilinu 2021 vegna meiðsla og spilaði aðeins 156 mínútur í Bestu deildinni í fyrra. Þrátt fyrir það sótti Arnar Grétarsson Elfar til Vals í vetur enda þekkjast þeir vel frá tíma Arnars í Breiðabliki. Elfar fór strax í stórt hlutverk hjá Val. Liðið fékk aðeins eitt mark á sig í Lengjubikarnum og þótt Valsvörnin hafi ekki verið jafn sterk þegar út í alvöruna var komið var hún mun betri með Elfar en án hans. Í þeim nítján deildarleikjum sem Elfar byrjaði inn á í sumar fékk Valur á sig tuttugu mörk. Í hinum átta leikjunum fékk liðið á sig fimmtán mörk. Besta deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Sjá meira
Árni Snær Ólafsson og félagar hans enduðu tímabilið sem heitasta lið landsins.vísir/diego Árni Snær Ólafsson Síðustu ár höfðu verið erfið fyrir Árna Snæ í markinu hjá ÍA. Hann missti sætið sitt í byrjunarliðinu þegar Skagamenn björguðu sér á ævintýralegan hátt og komust í bikarúrslit 2021 og í fyrra féll liðið. Árni Snær fór í kjölfarið til Stjörnunnar þar sem hann fyllti skarð Haraldar Björnssonar sem var meiddur allt tímabilið. Árni Snær átti líklega sitt besta sumar á ferlinum í ár. Hann hélt tíu sinnum hreinu og ekkert liðið fékk á sig færri mörk í deildinni en Stjarnan (29). Í 21 leik undir stjórn Jökuls Elísabetarsonar fengu Stjörnumenn aðeins fimmtán mörk á sig. Kjartan Henry Finnbogason reyndist sínum gömlu félögum í KR erfiður í sumar.vísir/diego Kjartan Henry Finnbogason Kjartan Henry var mikið fréttum á síðasta tímabili en fæstar þeirra sneru að því sem hann gerði inni á vellinum. Enda var hann lítið þar seinni hluta tímabilsins og endaði á því að yfirgefa KR á nokkuð dramatískan hátt. Kjartan Henry gekk í raðir FH í vetur og endaði á því að vera einn af sigurvegurum fótboltasumarsins 2023. Hann skoraði ellefu mörk í Bestu deildinni en aðeins fjórir leikmenn skoruðu meira. Fjögur markanna komu gegn KR, þar af tvö í lokaleik tímabilsins, sem honum hefur væntanlega ekkert leiðst. Davíð Örn Atlason með Mjólkurbikarinn sem Víkingar eru með áskrift að.vísir/hulda margrét Davíð Örn Atlason Lukkan hefur ekki beint verið í liði með Davíð undanfarin ár. Hann fór til Breiðabliks frá Víkingi 2021 en Víkingar urðu þá tvöfaldir meistarar. Hann gekk í raðir Víkings í fyrra en þá urðu Blikar Íslandsmeistarar. Til að bæta gráu ofan á svart voru tækifæri Davíðs af skornum skammti á síðasta tímabili. Í sumar snerist dæmið við. Davíð var byrjunarliðsmaður hjá Víkingum sem urðu Íslands- og bikarmeistarar og stimpluðu sig inn sem eitt besta lið Íslandssögunnar. Davíð lék 22 af 27 deildarleikjum Víkings og alla fimm bikarleikina og átti stórgott tímabil. Atli Hrafn Andrason og félagar í HK byrjuðu tímabilið af krafti og unnu fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu deildinni. Þeir unnu hins vegar aðeins tvo af síðustu tuttugu leikjum sínum.vísir/hulda margrét Atli Hrafn Andrason HK ákvað að veðja á Atla Hrafn þrátt fyrir að hann hafi látið lítið að sér kveða síðustu ár. Tímabilin 2021 og 2022 lék hann til að mynda samtals 39 deildarleiki með ÍBV en skoraði aðeins eitt mark. Atli Hrafn átti hins vegar mjög fínt tímabil með HK í sumar og var besti leikmaður liðsins ásamt Örvari Eggertssyni og Arnþóri Ara Atlasyni. Atli Hrafn var notaður sem kantmaður og fremsti miðjumaður en bestu leikina spilaði hann í stöðu framherja, eins konar platníu (e. false nine). Atli Hrafn lék 26 af 27 deildarleikjum HK og skoraði fjögur mörk. Elfar Freyr Helgason minnti fótboltaáhugamenn á það í sumar hversu góður varnarmaður hann er.vísir/diego Elfar Freyr Helgason Elfar missti af öllu tímabilinu 2021 vegna meiðsla og spilaði aðeins 156 mínútur í Bestu deildinni í fyrra. Þrátt fyrir það sótti Arnar Grétarsson Elfar til Vals í vetur enda þekkjast þeir vel frá tíma Arnars í Breiðabliki. Elfar fór strax í stórt hlutverk hjá Val. Liðið fékk aðeins eitt mark á sig í Lengjubikarnum og þótt Valsvörnin hafi ekki verið jafn sterk þegar út í alvöruna var komið var hún mun betri með Elfar en án hans. Í þeim nítján deildarleikjum sem Elfar byrjaði inn á í sumar fékk Valur á sig tuttugu mörk. Í hinum átta leikjunum fékk liðið á sig fimmtán mörk.
Besta deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn