Þetta staðfestir Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins í samtali við fréttastofu.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að taka flugvél Icelandair á leigu til að sækja íslenska hópinn til Tel Avív vegna þess ófriðarástands sem nú ríkir í Ísrael og Palestínu.
Ægir Þór segir að ákvörðunin að sækja hópinn ekki til Tel Avív byggi á nýju öryggismati og því hafi verið ákveðið að flytja íslenska hópinn frá Jerúsalem að landamærum Ísraels og Jórdaníu og svo flytja hann á alþjóðaflugvöllinn í Amman. Upphaflega stóð til að vélin færi frá Tel Avív klukkan 9:10 í dag.