Kærir kynfræðslubók fyrir hönd foreldra: „Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 8. október 2023 13:25 Arnar Þór hefur kært bókina Kyn, kynlíf og allt hitt, en hann og Árelía Eydís Guðmundsdóttir ræddu um málið í Sprengisandi í dag. Vísir Lögmaður hefur fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra lagt inn kæru á hendur Menntamálastofnun vegna útgáfu bókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt. Bókin er ætluð grunnskólabörnum, en Arnar segir umbjóðendur sínir telji hana særi blygðunarkennd, og brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. Þetta kom fram í viðtali við Arnar Þór Jónsson, lögmann, í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar bendir hann á að í hegningarlögum sé bann við því að börn séu sýnd á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Mat umbjóðenda hans sé að það sé gert í bókinni. „Að grafískar lýsingar á kynlífi, hvatning til kynferðislegra athafna, hvatning til að jafnvel börn séu að taka myndir af sínum viðkvæmustu svæðum, hvatning til þess að börn séu að prófa alls konar kossa og svona myndefni sem er verið að hengja upp í skólum landsins. Myndefni sem yrði jafnvel ekki hengt upp á vinnustöðum fullorðins fólks. Þá spyr fólk: Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ spyr Arnar. Hann tekur fram að hann væri ekki að varpa fram sínum eigin skoðunum heldur væri hann talsmaður foreldra sem hefðu þessar áhyggjur. Óleikur að fræða ekki börnin Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, ræddi einnig um málið í Sprengisandi og segist taka eftir áhyggjum Arnars. Þó bendir hún á könnun sem hafi nýlega komið á borð hennar þar sem fram kemur að rúmur helmingur stúlkna í tíunda bekk hafi fengið beiðni um kynferðislega mynd af sér. „Ætlum að gera okkur þann óleik að mennta ekki börnin okkar og fræða þau um til dæmis áhrif kláms?“ segir Árelía sem bendir á að klámáhorf ungra drengja verði til þess að þeir geti síður tengst konum. „Þannig þið getið ímyndað ykkur hversu áhrifin eru mikil.“ Árelía útskýrir að sex ára börnum sé ekki dembt beint ofan í sömu kynfræðslu og eldri nemendum. Miðað sé við þroska barnanna við kennsluna. „Það er svo auðvelt að taka svona bók og taka eitthvað eitt sem sjokkerar þig mest, og segja að þetta sé ekki hægt. En það er ekki þannig,“ segir hún og útskýrir að kennarar setji kennsluna upp eins og þeir telji best og meti þá aldur og þroska barnanna. Þó minnist Árelía á að vegna mikillar umræðu og tortryggni sumra í garð kynfræðslu í grunnskólum hafi kennarar farið að veigra sér við því að fjalla um umrædd málefni í kennslustofum. Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Arnar Þór Jónsson, lögmann, í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar bendir hann á að í hegningarlögum sé bann við því að börn séu sýnd á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Mat umbjóðenda hans sé að það sé gert í bókinni. „Að grafískar lýsingar á kynlífi, hvatning til kynferðislegra athafna, hvatning til að jafnvel börn séu að taka myndir af sínum viðkvæmustu svæðum, hvatning til þess að börn séu að prófa alls konar kossa og svona myndefni sem er verið að hengja upp í skólum landsins. Myndefni sem yrði jafnvel ekki hengt upp á vinnustöðum fullorðins fólks. Þá spyr fólk: Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ spyr Arnar. Hann tekur fram að hann væri ekki að varpa fram sínum eigin skoðunum heldur væri hann talsmaður foreldra sem hefðu þessar áhyggjur. Óleikur að fræða ekki börnin Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, ræddi einnig um málið í Sprengisandi og segist taka eftir áhyggjum Arnars. Þó bendir hún á könnun sem hafi nýlega komið á borð hennar þar sem fram kemur að rúmur helmingur stúlkna í tíunda bekk hafi fengið beiðni um kynferðislega mynd af sér. „Ætlum að gera okkur þann óleik að mennta ekki börnin okkar og fræða þau um til dæmis áhrif kláms?“ segir Árelía sem bendir á að klámáhorf ungra drengja verði til þess að þeir geti síður tengst konum. „Þannig þið getið ímyndað ykkur hversu áhrifin eru mikil.“ Árelía útskýrir að sex ára börnum sé ekki dembt beint ofan í sömu kynfræðslu og eldri nemendum. Miðað sé við þroska barnanna við kennsluna. „Það er svo auðvelt að taka svona bók og taka eitthvað eitt sem sjokkerar þig mest, og segja að þetta sé ekki hægt. En það er ekki þannig,“ segir hún og útskýrir að kennarar setji kennsluna upp eins og þeir telji best og meti þá aldur og þroska barnanna. Þó minnist Árelía á að vegna mikillar umræðu og tortryggni sumra í garð kynfræðslu í grunnskólum hafi kennarar farið að veigra sér við því að fjalla um umrædd málefni í kennslustofum.
Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira