Minnst 180 farist og talið að fleiri muni finnast Eiður Þór Árnason skrifar 7. október 2023 22:41 Loftmynd af Herat-héraði í Afganistan sem fór illa út úr náttúruhamförunum. AP/Rodrigo Abd Nærri 200 hafa farist í tveimur öflugum jarðskjálftum sem riðu yfir Afganistan í dag. Skjálftarnir mældust 6,3 að stærð og fylgdu minnst sjö kröftugir eftirskjálftar í kjölfarið. Þetta er í annað skiptið á innan við einu og hálfu ári sem öflugir jarðskjálftar skekja landið. Minnst 180 manns hafa farist og um 600 særst, samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni sjúkrahúss í Herat-héraði í vesturhluta landsins sem fór hvað verst út úr skjálftahrinunni. New York Times greinir frá þessu en gert er ráð fyrir að tölurnar muni hækka eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðum miðar áfram. Ríkisstjórn Talibana hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu þar sem hætta er talin á því að fleiri eftirskjálftar fylgi. Rúmt ár síðan yfir þúsund fórust í skjálfta Um tólf þorp í Zinda Jan-héraðinu eru sögð gjöreyðilögð og 600 einstaklingar þar verið færðir undan húsarústum. Myndskeið sem birtust á samfélagsmiðlum sýna hundruð manna yfirgefa heimili og skrifstofuhúsnæði í snarhasti í borginni Herat, af ótta við að byggingarnar myndu hrynja í átökunum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi tólf sjúkrabíla á dreifbýlli svæði í Herat-héraði til að aðstoða við aðgerðir. Stjórnvöld í Afganistan hafa gert hermönnum og viðbragðsaðilum að forgangsraða svæðum sem fundu vel fyrir skjálftunum, veita mataraðstoð og setja upp skýli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Náttúruhamfararinnar í dag fylgja á eftir mannskæðum flóðum og jarðskjálftum sem hafa hrjáð íbúa landsins síðustu ár. Í júní í fyrra reið jarðskjálfti að stærð 5,9 yfir suðausturhluta Afganistan með þeim afleiðingum að yfir eitt þúsund fórust og um 1.600 aðrir særðust. Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð. 7. október 2023 17:14 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Minnst 180 manns hafa farist og um 600 særst, samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni sjúkrahúss í Herat-héraði í vesturhluta landsins sem fór hvað verst út úr skjálftahrinunni. New York Times greinir frá þessu en gert er ráð fyrir að tölurnar muni hækka eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðum miðar áfram. Ríkisstjórn Talibana hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu þar sem hætta er talin á því að fleiri eftirskjálftar fylgi. Rúmt ár síðan yfir þúsund fórust í skjálfta Um tólf þorp í Zinda Jan-héraðinu eru sögð gjöreyðilögð og 600 einstaklingar þar verið færðir undan húsarústum. Myndskeið sem birtust á samfélagsmiðlum sýna hundruð manna yfirgefa heimili og skrifstofuhúsnæði í snarhasti í borginni Herat, af ótta við að byggingarnar myndu hrynja í átökunum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi tólf sjúkrabíla á dreifbýlli svæði í Herat-héraði til að aðstoða við aðgerðir. Stjórnvöld í Afganistan hafa gert hermönnum og viðbragðsaðilum að forgangsraða svæðum sem fundu vel fyrir skjálftunum, veita mataraðstoð og setja upp skýli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Náttúruhamfararinnar í dag fylgja á eftir mannskæðum flóðum og jarðskjálftum sem hafa hrjáð íbúa landsins síðustu ár. Í júní í fyrra reið jarðskjálfti að stærð 5,9 yfir suðausturhluta Afganistan með þeim afleiðingum að yfir eitt þúsund fórust og um 1.600 aðrir særðust.
Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð. 7. október 2023 17:14 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð. 7. október 2023 17:14