Ísraelsferð níutíu Íslendinga í uppnámi en allir heilir á húfi Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. október 2023 17:25 Aðsend/AP Íslenskur fararstjóri sem staddur er í Jerúsalem með hóp níutíu farþega segir hópinn heilan á húfi, en sé engu að síður uggandi yfir að ferðin sé komin í uppnám. Mörg hundruð manns eru látnir báðum megin landamæra Ísraels og Palestínu. Í dag lýsti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, yfir stríði í kjölfar eldflaugaárása Hamas-samtakanna gegn Ísrael. Minnst hundrað Ísraelsmenn eru látnir eftir árásirrnar og tæplega eitt þúsund manns hafa leitað særðir á sjúkrahús. 198 eru látnir eftir hefndaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-ströndinin og rúmlega 1600 manns særðir. Þá hafa Hamas-liðar tekið ísraelska hermenn til fanga. Khaled Qadomi, talsmaður Hamas, sagði í samtali við Al Jazeera að ætlunin með árásunum sé að svara ódæðisverkum Ísraelsmanna síðustu áratugi. Segir hann daginn marka upphaf orrustu til að losna undan hernámi Ísraelsmanna. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað stuðning sinn við Ísrael. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fordæmdi árásir Hamas á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag. Iceland strongly condemns the attacks by Hamas on Israel.These attacks must be stopped.The cycle of violence must be broken.People deserve peace and security.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 7, 2023 Mælst til þess að hópurinn haldi sig á hótelinu Sigurður K. Kolbeinsson fararstjóri er staddur í miðborg Jerúsalem með um níutíu manna hópi, sem lenti í landinu í gærkvöldi. „Við erum talsvert langt frá vígstöðvunum, sem eru í suðurhluta Ísrael, þar sem að mér skilst að ísraelski herinn sé að ná ágætis tökum á ástandinu. En það breytir ekki því að stafar ógn frá þessari árás Hamas-samtakanna sem hófst í morgun,“ bætir hann við. Hann segir íslenska hópinn hafa heyrt nokkra hvelli í dag og mælst hefur verið til þess að hópurinn fari ekki frá hótelinu. „Það fer mjög vel um alla og það hafa það allir gott. En svo eru líka ættingjar farþeganna skelkaðir, eðlilega. Það er allt frá ungum börnum og upp í eldra fólk hérna.“ Í sambandi við borgaraþjónustu og Icelandair Sigurður biðlar því til fjölskylda og ættingja farþeganna að halda ró sinni. „Hér er enginn í hættu, og við komum heil heim, vonandi. Og ekki seinna en eftir viku, eða fyrr.“ Hann segir fararstjórana vera í góðu sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og yfirstjórn Icelandair. „Við verðum bara að taka því sem fyrir augu ber og hvernig atburðarásin verður veit enginn. Maður er samt uggandi yfir því að þetta setji ferðina okkar svolítið í uppnám, og hefur þegar gert það.“ Er ekki furðulegt að vera þarna akkúrat þegar þessi suðupunktur mili Ísreal og Palestínu verður? „Það er dálítið skrítið, vegna þess að margir hafa varað við og sagt: hvað eruð þið að fara til Ísrael? En sannleikurinn er sá að þetta kemur alltaf upp annað slagið, hræringar milli Ísraelsmanna og Palestínu,“ segir Sigurður. Þá segist hann vissulega óttast harða gagnsókn Ísraela, en fordæmi er slíku. Stríðsástand sem enginn ræður við Sigurður segir óheppilegt að farþegarnir lendi á þeim tímapunkti sem þeir gerðu, en að sjálfsögðu sé ekkert fyrirséð. Hann hafi áður talað um hversu öruggum honum liði í Ísrael, hvort sem það var í Jerúsalem, Tel Aviv eða annars staðar. „Ég sagði við marga, maður er hultari í þessu landi en í London eða París, svo ég tali nú ekki um Stokkhólm. En svo lendum við bara í þessu.“ Hann segir aðalmálið að fara ekki út í neitt sem gæti skapað þeim hættu og fylgja fyrirmælum varnarmálaráðuneytisins. „Það eru allir farþegar hérna að sýna þessu skilning. Þetta er stríðsástand sem enginn ræður við. Bara eins og náttúruhamfarir,“ segir Sigurður að lokum. Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Íslendingar erlendis Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Í dag lýsti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, yfir stríði í kjölfar eldflaugaárása Hamas-samtakanna gegn Ísrael. Minnst hundrað Ísraelsmenn eru látnir eftir árásirrnar og tæplega eitt þúsund manns hafa leitað særðir á sjúkrahús. 198 eru látnir eftir hefndaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-ströndinin og rúmlega 1600 manns særðir. Þá hafa Hamas-liðar tekið ísraelska hermenn til fanga. Khaled Qadomi, talsmaður Hamas, sagði í samtali við Al Jazeera að ætlunin með árásunum sé að svara ódæðisverkum Ísraelsmanna síðustu áratugi. Segir hann daginn marka upphaf orrustu til að losna undan hernámi Ísraelsmanna. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað stuðning sinn við Ísrael. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fordæmdi árásir Hamas á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag. Iceland strongly condemns the attacks by Hamas on Israel.These attacks must be stopped.The cycle of violence must be broken.People deserve peace and security.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 7, 2023 Mælst til þess að hópurinn haldi sig á hótelinu Sigurður K. Kolbeinsson fararstjóri er staddur í miðborg Jerúsalem með um níutíu manna hópi, sem lenti í landinu í gærkvöldi. „Við erum talsvert langt frá vígstöðvunum, sem eru í suðurhluta Ísrael, þar sem að mér skilst að ísraelski herinn sé að ná ágætis tökum á ástandinu. En það breytir ekki því að stafar ógn frá þessari árás Hamas-samtakanna sem hófst í morgun,“ bætir hann við. Hann segir íslenska hópinn hafa heyrt nokkra hvelli í dag og mælst hefur verið til þess að hópurinn fari ekki frá hótelinu. „Það fer mjög vel um alla og það hafa það allir gott. En svo eru líka ættingjar farþeganna skelkaðir, eðlilega. Það er allt frá ungum börnum og upp í eldra fólk hérna.“ Í sambandi við borgaraþjónustu og Icelandair Sigurður biðlar því til fjölskylda og ættingja farþeganna að halda ró sinni. „Hér er enginn í hættu, og við komum heil heim, vonandi. Og ekki seinna en eftir viku, eða fyrr.“ Hann segir fararstjórana vera í góðu sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og yfirstjórn Icelandair. „Við verðum bara að taka því sem fyrir augu ber og hvernig atburðarásin verður veit enginn. Maður er samt uggandi yfir því að þetta setji ferðina okkar svolítið í uppnám, og hefur þegar gert það.“ Er ekki furðulegt að vera þarna akkúrat þegar þessi suðupunktur mili Ísreal og Palestínu verður? „Það er dálítið skrítið, vegna þess að margir hafa varað við og sagt: hvað eruð þið að fara til Ísrael? En sannleikurinn er sá að þetta kemur alltaf upp annað slagið, hræringar milli Ísraelsmanna og Palestínu,“ segir Sigurður. Þá segist hann vissulega óttast harða gagnsókn Ísraela, en fordæmi er slíku. Stríðsástand sem enginn ræður við Sigurður segir óheppilegt að farþegarnir lendi á þeim tímapunkti sem þeir gerðu, en að sjálfsögðu sé ekkert fyrirséð. Hann hafi áður talað um hversu öruggum honum liði í Ísrael, hvort sem það var í Jerúsalem, Tel Aviv eða annars staðar. „Ég sagði við marga, maður er hultari í þessu landi en í London eða París, svo ég tali nú ekki um Stokkhólm. En svo lendum við bara í þessu.“ Hann segir aðalmálið að fara ekki út í neitt sem gæti skapað þeim hættu og fylgja fyrirmælum varnarmálaráðuneytisins. „Það eru allir farþegar hérna að sýna þessu skilning. Þetta er stríðsástand sem enginn ræður við. Bara eins og náttúruhamfarir,“ segir Sigurður að lokum.
Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Íslendingar erlendis Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira