Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Helena Rós Sturludóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. október 2023 13:35 Eldjárn Árnason lögmaður. Megin lögmannstofa Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. Greint var frá því í fréttum okkar í gær að þriffyrirtæki í Reykjavík hefði haft á leigu kjallara í Sóltúni 20 þar sem nokkur tonn matvæla voru geymd við heilsuspillandi aðstæður. Matavælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er með málið til rannsóknar og hefur deildarstjóri eftirlitsins sagt málið fordæmalaust vegna þess mikla magns matar sem þar fannst en hefur nú verið fargað. Morgunblaðið greindi frá því að aðgerðin hefði verið umfangsmikil og tíu heilbrigðisfulltrúar komið að henni. Svarar ekki símanum Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa, er skráður eigandi nokkurra fyrirtækja, þar á meðal Pho Vietnam veitingakeðjunnar en Eldjárn segir að þrátt fyrir það sé Davíð ekki rekstraraðili staðanna. Ekki hefur náðst í Davíð eiganda Vy-þrifa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eldjárn, lögmaður hans, hafði samband við fréttastofu. Líkt og greint hefur verið frá er enn óljóst hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila og eins hvort eitthvað af matvælum frá staðnum hafi verið neytt. Ólöglegur matvælalager Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri eftirlitsins, segir að um hafi verið að ræða ólöglegan matvælalager. Óheilnæmar aðstæður hafi verið í húsnæðinu en um er að ræða geymslurými í kjallara um 360 fermetra að stærð. Fram hefur komið að nágrannar hafi fundið fyrir vondri lykt á svæðinu. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að rottugangur hafi verið á svæðinu. Í leigu þriðja aðila Fasteignafélagið Sigtún ehf er eigandi rýmisins en leigði það út til annars félags. Samkvæmt heimildum fréttastofu vildi félagið losna úr rýminu en var fast með leigusamning. Úr varð að félagið framleigði rýmið til þriffyrirtækisins Vy-þrif. Fréttastofa gerði endurteknar tilraunir til að ná tali af forsvarsfólki Vy-þrifa í gær. Þegar hringt var í símanúmerið hjá Vy-þrifum var síminn áframsendur á karlmann sem kannaðist ekki við að vera starfsmaður Vy-þrifa. Hann sagðist ekkert tengjast umræddu máli, væri í raun viðskiptavinur fyrirtækisins en kannaðist við eigandann. Davíð væri staddur erlendis sem Eldjárn lögmaður hans staðfesti svo í samtali við fréttastofu í morgun. Keypti Herkastalann fyrir hálfan milljarð Davíð er einnig skráður eigandi að félaginu NQ fasteignir ehf. Fyrirtækið festi kaup á Herkastalanum við Kirkjustræti 2 í Reykjavík, sem áður hýsti hjálpræðisherinn á hálfan milljarð króna í fyrra. Í tilkynningu var félaginu lýst sem íslensku-víetnömsku fjölskyldufyrirtæki sem ætlaði að reka hótel og veitingastað í húsinu. Fréttastofa óskaði eftir frekari svörum frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna málsins í gær og óskaði Tómas G. Gíslason framkvæmdastjóri eftirlitsins eftir skriflegum spurningum sem hefur ekki verið svarað. Samkvæmt upplýsingum frá eftirlitinu er málið í rannsókn og þegar það hefur verið tekið saman verður eftirlitsskýrsla gerð opinber. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. 6. október 2023 22:25 Eigandinn í Sóltúni segir málið sér óviðkomandi Eigandi húsnæðisins þar sem lagt var hald á mikið magn matvæla við óheilnæmar aðstæður í síðustu viku, segir málið sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið og sá sem leigði af honum áframleigði það. 6. október 2023 10:46 Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Greint var frá því í fréttum okkar í gær að þriffyrirtæki í Reykjavík hefði haft á leigu kjallara í Sóltúni 20 þar sem nokkur tonn matvæla voru geymd við heilsuspillandi aðstæður. Matavælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er með málið til rannsóknar og hefur deildarstjóri eftirlitsins sagt málið fordæmalaust vegna þess mikla magns matar sem þar fannst en hefur nú verið fargað. Morgunblaðið greindi frá því að aðgerðin hefði verið umfangsmikil og tíu heilbrigðisfulltrúar komið að henni. Svarar ekki símanum Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa, er skráður eigandi nokkurra fyrirtækja, þar á meðal Pho Vietnam veitingakeðjunnar en Eldjárn segir að þrátt fyrir það sé Davíð ekki rekstraraðili staðanna. Ekki hefur náðst í Davíð eiganda Vy-þrifa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eldjárn, lögmaður hans, hafði samband við fréttastofu. Líkt og greint hefur verið frá er enn óljóst hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila og eins hvort eitthvað af matvælum frá staðnum hafi verið neytt. Ólöglegur matvælalager Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri eftirlitsins, segir að um hafi verið að ræða ólöglegan matvælalager. Óheilnæmar aðstæður hafi verið í húsnæðinu en um er að ræða geymslurými í kjallara um 360 fermetra að stærð. Fram hefur komið að nágrannar hafi fundið fyrir vondri lykt á svæðinu. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að rottugangur hafi verið á svæðinu. Í leigu þriðja aðila Fasteignafélagið Sigtún ehf er eigandi rýmisins en leigði það út til annars félags. Samkvæmt heimildum fréttastofu vildi félagið losna úr rýminu en var fast með leigusamning. Úr varð að félagið framleigði rýmið til þriffyrirtækisins Vy-þrif. Fréttastofa gerði endurteknar tilraunir til að ná tali af forsvarsfólki Vy-þrifa í gær. Þegar hringt var í símanúmerið hjá Vy-þrifum var síminn áframsendur á karlmann sem kannaðist ekki við að vera starfsmaður Vy-þrifa. Hann sagðist ekkert tengjast umræddu máli, væri í raun viðskiptavinur fyrirtækisins en kannaðist við eigandann. Davíð væri staddur erlendis sem Eldjárn lögmaður hans staðfesti svo í samtali við fréttastofu í morgun. Keypti Herkastalann fyrir hálfan milljarð Davíð er einnig skráður eigandi að félaginu NQ fasteignir ehf. Fyrirtækið festi kaup á Herkastalanum við Kirkjustræti 2 í Reykjavík, sem áður hýsti hjálpræðisherinn á hálfan milljarð króna í fyrra. Í tilkynningu var félaginu lýst sem íslensku-víetnömsku fjölskyldufyrirtæki sem ætlaði að reka hótel og veitingastað í húsinu. Fréttastofa óskaði eftir frekari svörum frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna málsins í gær og óskaði Tómas G. Gíslason framkvæmdastjóri eftirlitsins eftir skriflegum spurningum sem hefur ekki verið svarað. Samkvæmt upplýsingum frá eftirlitinu er málið í rannsókn og þegar það hefur verið tekið saman verður eftirlitsskýrsla gerð opinber. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. 6. október 2023 22:25 Eigandinn í Sóltúni segir málið sér óviðkomandi Eigandi húsnæðisins þar sem lagt var hald á mikið magn matvæla við óheilnæmar aðstæður í síðustu viku, segir málið sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið og sá sem leigði af honum áframleigði það. 6. október 2023 10:46 Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. 6. október 2023 22:25
Eigandinn í Sóltúni segir málið sér óviðkomandi Eigandi húsnæðisins þar sem lagt var hald á mikið magn matvæla við óheilnæmar aðstæður í síðustu viku, segir málið sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið og sá sem leigði af honum áframleigði það. 6. október 2023 10:46
Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24