Dómur Jóhannesar Tryggva fyrir nauðgun þyngdur Oddur Ævar Gunnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. október 2023 14:16 Jóhannes við störf sem meðhöndlari. Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni vegna nauðgunarbrots gegn konu á nuddstofu hans árið 2012. Jóhannes var dæmdur í átján mánaða fangelsi og til þess að greiða tvær milljónir króna. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness í janúar í fyrra dæmt hann í tólf mánaða fangelsi. Jóhannes áfrýjaði þeim dómi til Landsréttar og var niðurstaða í málinu kveðin upp í dag. Sá dómur bættist við fyrri dóm þar sem Jóhannes var dæmdur í sex ára fangelsi. Jóhannes var dæmdur í nóvember 2021 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Átján mánaða fangelsið nú er hegningarauki og hefur Jóhannes því nú verið dæmdur í sjö og hálfs ára fangelsi fyrir brot gegn fimm konum. Fór fram á að þinghaldið yrði opið Jóhannes Tryggvi var ákærður fyrir nauðgun, í starfi sínu sem nuddari dagana 3. og 5. janúar 2012, á meðferðarstofu sinni í Reykjavík, með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við brotaþola, án hennar samþykkis með því að káfa á kynfærum hennar, rassi og brjóstum og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk. Þá sagði í ákæru að hann hafi hann beitt brotaþola ólögmætri nauðung með því að misnota það traust sem hún bar til hans. Fjöldi vitna var kallaður til í málinu sem þótti sögulegt, þar sem þinghald þess var opið, sem er ekki venjan þegar kemur að kynferðisbrotum. Ragnhildur Eik Árnadóttir, lögfræðingur og brotaþoli í máli Jóhannesar ræddi við fréttastofu í febrúar í fyrra, en hún hafði farið fram á að þinghaldið yrði opið. Þrátt fyrir þá meginreglu að þinghald sé opið í dómsmálum hefur myndast ákveðin hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum. Ragnhildur sagði þá þessa hefð sérkennilega. „Ef að ég hefði verið í lokuðu þinghaldi þá hefði ég ekki mátt vera viðstödd. Ég hefði ekki fengið aðgang að gögnum, ég hefði ekki vitað neitt um neitt og ekki vitað hvað færi fram. Auðvitað var rosalega óþægilegt að þurfa að segja sína sögu í smáatriðum með blaðamenn í salnum en ég tel ekki að mínir hagsmunir séu æðri hagsmunum samfélagins akkúrat í mínu máli,“ sagði Ragnhildur. Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Meðhöndlarinn sem braut á fjölda kvenna ætlar með málið til Evrópu Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hlaut uppsafnað sjö ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, fær mál sitt ekki tekið upp hjá Endurupptökudómi. Hann hefur hrundið af stað fjáröflun í eigin þágu og hyggst fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann heimildamynd um sögu sína vera í bígerð. 2. mars 2023 20:13 Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33 Opið þinghald í kynferðisbrotum sé almannahagsmunamál „Það skiptir máli fyrir samfélagið að almenningur hafi eftirlit með dómstólum, þar á meðal fjölmiðlar. Þegar málsmeðferð er lokað algjörlega í heilum málaflokki þá erum við búin að fjarlægja allt eftirlit almennings með þeim málaflokki.“ 18. janúar 2022 06:55 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness í janúar í fyrra dæmt hann í tólf mánaða fangelsi. Jóhannes áfrýjaði þeim dómi til Landsréttar og var niðurstaða í málinu kveðin upp í dag. Sá dómur bættist við fyrri dóm þar sem Jóhannes var dæmdur í sex ára fangelsi. Jóhannes var dæmdur í nóvember 2021 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Átján mánaða fangelsið nú er hegningarauki og hefur Jóhannes því nú verið dæmdur í sjö og hálfs ára fangelsi fyrir brot gegn fimm konum. Fór fram á að þinghaldið yrði opið Jóhannes Tryggvi var ákærður fyrir nauðgun, í starfi sínu sem nuddari dagana 3. og 5. janúar 2012, á meðferðarstofu sinni í Reykjavík, með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við brotaþola, án hennar samþykkis með því að káfa á kynfærum hennar, rassi og brjóstum og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk. Þá sagði í ákæru að hann hafi hann beitt brotaþola ólögmætri nauðung með því að misnota það traust sem hún bar til hans. Fjöldi vitna var kallaður til í málinu sem þótti sögulegt, þar sem þinghald þess var opið, sem er ekki venjan þegar kemur að kynferðisbrotum. Ragnhildur Eik Árnadóttir, lögfræðingur og brotaþoli í máli Jóhannesar ræddi við fréttastofu í febrúar í fyrra, en hún hafði farið fram á að þinghaldið yrði opið. Þrátt fyrir þá meginreglu að þinghald sé opið í dómsmálum hefur myndast ákveðin hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum. Ragnhildur sagði þá þessa hefð sérkennilega. „Ef að ég hefði verið í lokuðu þinghaldi þá hefði ég ekki mátt vera viðstödd. Ég hefði ekki fengið aðgang að gögnum, ég hefði ekki vitað neitt um neitt og ekki vitað hvað færi fram. Auðvitað var rosalega óþægilegt að þurfa að segja sína sögu í smáatriðum með blaðamenn í salnum en ég tel ekki að mínir hagsmunir séu æðri hagsmunum samfélagins akkúrat í mínu máli,“ sagði Ragnhildur.
Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Meðhöndlarinn sem braut á fjölda kvenna ætlar með málið til Evrópu Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hlaut uppsafnað sjö ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, fær mál sitt ekki tekið upp hjá Endurupptökudómi. Hann hefur hrundið af stað fjáröflun í eigin þágu og hyggst fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann heimildamynd um sögu sína vera í bígerð. 2. mars 2023 20:13 Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33 Opið þinghald í kynferðisbrotum sé almannahagsmunamál „Það skiptir máli fyrir samfélagið að almenningur hafi eftirlit með dómstólum, þar á meðal fjölmiðlar. Þegar málsmeðferð er lokað algjörlega í heilum málaflokki þá erum við búin að fjarlægja allt eftirlit almennings með þeim málaflokki.“ 18. janúar 2022 06:55 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Meðhöndlarinn sem braut á fjölda kvenna ætlar með málið til Evrópu Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hlaut uppsafnað sjö ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, fær mál sitt ekki tekið upp hjá Endurupptökudómi. Hann hefur hrundið af stað fjáröflun í eigin þágu og hyggst fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann heimildamynd um sögu sína vera í bígerð. 2. mars 2023 20:13
Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33
Opið þinghald í kynferðisbrotum sé almannahagsmunamál „Það skiptir máli fyrir samfélagið að almenningur hafi eftirlit með dómstólum, þar á meðal fjölmiðlar. Þegar málsmeðferð er lokað algjörlega í heilum málaflokki þá erum við búin að fjarlægja allt eftirlit almennings með þeim málaflokki.“ 18. janúar 2022 06:55