Besta upphitunin: Segir mömmu sína ekki hafa þorað því að reyna að fá hana yfir í Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 11:01 Ásta Eir Árnadóttir í leik með Breiðabliki en getur ekki spilað með liðinu í dag vegna meiðsla. Vísir/Vilhelm Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunþætti sínum fyrir 23. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í dag en þar verður barist um Evrópusæti. Valskonur hafa tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn og um leið annað Evrópusætið en Stjarnan og Breiðablik berjast um hitt. Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna en þarf að sækja Íslandsmeistara Vals heim á Hlíðarenda á meðan Stjarnan er á heimavelli á móti Þrótti. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir lokaumferðina í upphitunarþætti sem er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. Helena fékk til sín þær Önnu Maríu Baldursdóttur, fyrirliða Stjörnunnar og Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Klippa: Besta upphitunin: Lokaumferðin með Ástu og Önnu Maríu „Nú er það allra síðasta umferð sumarsins sem við hitum upp fyrir og við erum með mjög góða gesti, Blika- og Stjörnukonu,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Helena benti á það að þær eru báðar uppaldar í félögum sem þær spila með í dag og hafa spilað þar allan sinn feril. „Ég þekki mömmu þína og veit að hún er Valsari. Hefur hún aldrei reynt að toga þig yfir,“ sagði Helena og beindi orðum sínum til Ástu Eir. Móðir hennar er Kristín Anna Arnþórsdóttir sem varð þrisvar Íslandsmeistari með Val á níunda áratugnum og besti leikmaður og markahæsti leikmaður deildarinnar 1986. „Nei ég held að hún hafi bara ekki þorað því. Það yrði mjög erfitt þannig að hún lætur það vera,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem segir að ef hún er að spila á Íslandi þá verður það í Breiðabliki. Anna María viðurkenndi það að hún hafi hugsað um að fara. „Ég ákvað að taka slaginn með Stjörnunni áfram. Það fóru svo margar og ég var eiginlega ein eftir þarna nánast. Ég hugsaði það alveg og það var í fyrsta sinn sem ég hugsað um það að fara úr Stjörnunni,“ sagði Anna María Baldursdóttir. „Það voru þarna tvö tímabil sem voru mjög erfið en svo erum við á uppleið og það hefur allt gengið vel síðustu ár. Mér líður mjög vel þannig að ég myndi ekki hugsa mér núna að fara í eitthvað annað lið,“ sagði Anna. Ásta Eir er meidd og verður ekki með í leiknum en hún meiddist þegar hún reif sin í ilinni í sumar. Anna María þekkir það líka dálítið að vera mikið meidd en hún er sjúkraþjálfi. „Ég ákvað þetta eiginlega þegar ég var fjórtán ára og byrjaði í meiðslum, að ég ætlaði að verða sjúkraþjálfari og laga mig sjálf. Ég vinn á stofu núna þannig að ég er alltaf í tækjunum á milli viðskiptavina og ég hef alveg náð að halda mér nokkuð góðri,“ sagði Anna María. Helena fékk stelpurnar til að ræða leikinn og lokaumferðina. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í dag en þar verður barist um Evrópusæti. Valskonur hafa tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn og um leið annað Evrópusætið en Stjarnan og Breiðablik berjast um hitt. Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna en þarf að sækja Íslandsmeistara Vals heim á Hlíðarenda á meðan Stjarnan er á heimavelli á móti Þrótti. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir lokaumferðina í upphitunarþætti sem er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. Helena fékk til sín þær Önnu Maríu Baldursdóttur, fyrirliða Stjörnunnar og Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Klippa: Besta upphitunin: Lokaumferðin með Ástu og Önnu Maríu „Nú er það allra síðasta umferð sumarsins sem við hitum upp fyrir og við erum með mjög góða gesti, Blika- og Stjörnukonu,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Helena benti á það að þær eru báðar uppaldar í félögum sem þær spila með í dag og hafa spilað þar allan sinn feril. „Ég þekki mömmu þína og veit að hún er Valsari. Hefur hún aldrei reynt að toga þig yfir,“ sagði Helena og beindi orðum sínum til Ástu Eir. Móðir hennar er Kristín Anna Arnþórsdóttir sem varð þrisvar Íslandsmeistari með Val á níunda áratugnum og besti leikmaður og markahæsti leikmaður deildarinnar 1986. „Nei ég held að hún hafi bara ekki þorað því. Það yrði mjög erfitt þannig að hún lætur það vera,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem segir að ef hún er að spila á Íslandi þá verður það í Breiðabliki. Anna María viðurkenndi það að hún hafi hugsað um að fara. „Ég ákvað að taka slaginn með Stjörnunni áfram. Það fóru svo margar og ég var eiginlega ein eftir þarna nánast. Ég hugsaði það alveg og það var í fyrsta sinn sem ég hugsað um það að fara úr Stjörnunni,“ sagði Anna María Baldursdóttir. „Það voru þarna tvö tímabil sem voru mjög erfið en svo erum við á uppleið og það hefur allt gengið vel síðustu ár. Mér líður mjög vel þannig að ég myndi ekki hugsa mér núna að fara í eitthvað annað lið,“ sagði Anna. Ásta Eir er meidd og verður ekki með í leiknum en hún meiddist þegar hún reif sin í ilinni í sumar. Anna María þekkir það líka dálítið að vera mikið meidd en hún er sjúkraþjálfi. „Ég ákvað þetta eiginlega þegar ég var fjórtán ára og byrjaði í meiðslum, að ég ætlaði að verða sjúkraþjálfari og laga mig sjálf. Ég vinn á stofu núna þannig að ég er alltaf í tækjunum á milli viðskiptavina og ég hef alveg náð að halda mér nokkuð góðri,“ sagði Anna María. Helena fékk stelpurnar til að ræða leikinn og lokaumferðina. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti