„Áttum ekki sérstakan leik en virði stigin“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. október 2023 22:58 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur með frammistöðuna í kvöld Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með stigin tvö en var svekktur með frammistöðu liðsins eftir þriggja stiga sigur gegn Stjörnunni. „Mér fannst við ekki eiga sérstakan leik en ég virði stigin. Mér fannst frammistaðan ekki næginlega góð en ef ég fer betur yfir þetta í kvöld eða á morgun þá sé ég mögulega eitthvað jákvætt en við áttum kafla og kafla. Ekki meira en það,“ sagði Benedikt Guðmundsson eftir leik. En hvað er það sem Benedikt er ekki sáttur með? „Frammistaðan. Við vorum að framkvæma mjög illa á báðum endum vallarins undir lokin og við vorum að taka vondar ákvarðanir. Við gerðum vel inn á milli og ég tek það ekki af liðinu en ég er ekkert voðalega sáttur. Við tókum samt öll stig og við þurfum á öllum stigum að halda. Við þurfum að halda áfram að safna stigum en þetta var ekki nægilega gott.“ Benedikt var ekki ánægður með að Chaz Williams og Mario Matasovic voru þeir einu sem voru að setja stig á töfluna fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik. „Ég talaði um það í hálfleik að við færum ekki langt með tvö hjól undir bílnum í sókninni og við yrðum að fá þriðja og fjórða hjólið og helst hafa þetta átta hjóla kagga. Í seinni steig Carlos [Nova Mateo] upp og átti stóran þátt í að við kláruðum þetta.“ Mikil umræða hefur verið um hvort eigi að sameina meistaraflokk Njarðvíkur og Keflavíkur en hvaða skoðun hefur Benedikt á því? „Það verða aðrir að finna út úr því. Ég fæ þann heiður að fá að þjálfa félag eins og Njarðvík en ég hef ekki verið hérna nógu lengi til þess að eiga rétt á þeirri skoðun en eins og með allt annað verður þetta skoðað af rétta fólkinu,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
„Mér fannst við ekki eiga sérstakan leik en ég virði stigin. Mér fannst frammistaðan ekki næginlega góð en ef ég fer betur yfir þetta í kvöld eða á morgun þá sé ég mögulega eitthvað jákvætt en við áttum kafla og kafla. Ekki meira en það,“ sagði Benedikt Guðmundsson eftir leik. En hvað er það sem Benedikt er ekki sáttur með? „Frammistaðan. Við vorum að framkvæma mjög illa á báðum endum vallarins undir lokin og við vorum að taka vondar ákvarðanir. Við gerðum vel inn á milli og ég tek það ekki af liðinu en ég er ekkert voðalega sáttur. Við tókum samt öll stig og við þurfum á öllum stigum að halda. Við þurfum að halda áfram að safna stigum en þetta var ekki nægilega gott.“ Benedikt var ekki ánægður með að Chaz Williams og Mario Matasovic voru þeir einu sem voru að setja stig á töfluna fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik. „Ég talaði um það í hálfleik að við færum ekki langt með tvö hjól undir bílnum í sókninni og við yrðum að fá þriðja og fjórða hjólið og helst hafa þetta átta hjóla kagga. Í seinni steig Carlos [Nova Mateo] upp og átti stóran þátt í að við kláruðum þetta.“ Mikil umræða hefur verið um hvort eigi að sameina meistaraflokk Njarðvíkur og Keflavíkur en hvaða skoðun hefur Benedikt á því? „Það verða aðrir að finna út úr því. Ég fæ þann heiður að fá að þjálfa félag eins og Njarðvík en ég hef ekki verið hérna nógu lengi til þess að eiga rétt á þeirri skoðun en eins og með allt annað verður þetta skoðað af rétta fólkinu,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira