Er ekki kominn tími á aðra nálgun? Emma Ósk Ragnarsdóttir skrifar 6. október 2023 07:00 Á Íslandi er viðvarandi verðbólga sem hefur gífurleg áhrif á daglegt líf allra kynslóða í landinu. Bakslag í hinsegin málum er orðið sýnilegra með hverjum deginum og fregnir af ofbeldi heyrast nær daglega. Upplýsingaóreiða og pólarísering virðist einkenna samfélagslega umræðu í frekari mæli og erfitt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu í mikilvægum málaflokkum. Ekkert svakalega eftirsóknarverð staða, er það nokkuð? Þessi staða kemur hins vegar ekki svo mikið á óvart. Við höfum nefnilega haft sömu ríkisstjórnina við völd í nánast sex ár. Sex ár sem hafa einkennst af innbyrðis átökum um sjálfsköpuð vandamál, þar sem lítill sem enginn tími gefst til þess að bregðast við þeim fjölda áskoranna sem við stöndum frammi fyrir. Á tímum sem þessum er mikilvægt að rödd þeirra sem tala fyrir nýjum lausnum og standa vörð um mannréttindi allra heyrist. Þeirra sem fagna fjölbreytileikanum og öllum þeim tækifærum sem í honum felst, og þeirra sem vilja að íslenskt samfélag einkennist af fjölbreyttum tækifærum, réttlæti og efnahagslegum stöðugleika. Rödd þessara sjónarmiða á sér greiðan farveg í Viðreisn. Við viljum að á Íslandi ríki heilbrigð samkeppni, þar sem neytendur hafa raunverulegt valfrelsi í innkaupum sínum með aðgangi að fleiri mörkuðum og afnámi verndartolla, og fyllast því ekki af áhyggjum þegar þeir sjá verðið á matarkörfunni. Samfélag þar sem gjaldmiðillinn sveiflast ekki í sífellu og veldur óendanlegri óvissu, þar sem fasteignakaup eru ekki fjarlægur draumur, heldur raunverulegur valkostur. Samfélag þar sem jaðarhópar upplifa sig örugga og þurfa ekki að berjast ítrekað fyrir grundvallarmannréttindum. Samfélag þar sem er gott að búa, og þar sem fólk vill búa og byggja upp líf sitt. Ég er tilbúin að sjá Ísland í þessu nýja ljósi, og hef því gefið kost á mér til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar. Uppreisn er öflug hreyfing sem hefur sýnt í orðum og verki að ungt fólk hefur rödd, og henni ber að taka eftir og hlusta á. Sést slíkt einna helst með nýrri nálgun Viðreisnar í umhverfismálum, sem var keyrð áfram af ungu fólki innan flokksins, og skilaði sér í því að Viðreisn fékk eina hæstu einkunn Sólarkvarðans árið 2021. Við í Uppreisn höfnum íhaldssemi og sjáum tækifæri í því að hugsa hlutina upp á nýtt, vinna með öðrum að sameiginlegum markmiðum og sjá íslenskt samfélag blómstra sem aldrei fyrr. Ég vil leiða og efla enn frekar það frábæra starf sem á sér stað innan Uppreisnar, þar sem ungt fólk getur komið saman til að læra af hvoru öðru, tjá sig um skoðanir sínar og vangaveltur, og taka virkan þátt í að gera íslenskt samfélag að frjálsu og réttlátu samfélagi. Höfundur er frambjóðandi til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Efnahagsmál Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er viðvarandi verðbólga sem hefur gífurleg áhrif á daglegt líf allra kynslóða í landinu. Bakslag í hinsegin málum er orðið sýnilegra með hverjum deginum og fregnir af ofbeldi heyrast nær daglega. Upplýsingaóreiða og pólarísering virðist einkenna samfélagslega umræðu í frekari mæli og erfitt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu í mikilvægum málaflokkum. Ekkert svakalega eftirsóknarverð staða, er það nokkuð? Þessi staða kemur hins vegar ekki svo mikið á óvart. Við höfum nefnilega haft sömu ríkisstjórnina við völd í nánast sex ár. Sex ár sem hafa einkennst af innbyrðis átökum um sjálfsköpuð vandamál, þar sem lítill sem enginn tími gefst til þess að bregðast við þeim fjölda áskoranna sem við stöndum frammi fyrir. Á tímum sem þessum er mikilvægt að rödd þeirra sem tala fyrir nýjum lausnum og standa vörð um mannréttindi allra heyrist. Þeirra sem fagna fjölbreytileikanum og öllum þeim tækifærum sem í honum felst, og þeirra sem vilja að íslenskt samfélag einkennist af fjölbreyttum tækifærum, réttlæti og efnahagslegum stöðugleika. Rödd þessara sjónarmiða á sér greiðan farveg í Viðreisn. Við viljum að á Íslandi ríki heilbrigð samkeppni, þar sem neytendur hafa raunverulegt valfrelsi í innkaupum sínum með aðgangi að fleiri mörkuðum og afnámi verndartolla, og fyllast því ekki af áhyggjum þegar þeir sjá verðið á matarkörfunni. Samfélag þar sem gjaldmiðillinn sveiflast ekki í sífellu og veldur óendanlegri óvissu, þar sem fasteignakaup eru ekki fjarlægur draumur, heldur raunverulegur valkostur. Samfélag þar sem jaðarhópar upplifa sig örugga og þurfa ekki að berjast ítrekað fyrir grundvallarmannréttindum. Samfélag þar sem er gott að búa, og þar sem fólk vill búa og byggja upp líf sitt. Ég er tilbúin að sjá Ísland í þessu nýja ljósi, og hef því gefið kost á mér til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar. Uppreisn er öflug hreyfing sem hefur sýnt í orðum og verki að ungt fólk hefur rödd, og henni ber að taka eftir og hlusta á. Sést slíkt einna helst með nýrri nálgun Viðreisnar í umhverfismálum, sem var keyrð áfram af ungu fólki innan flokksins, og skilaði sér í því að Viðreisn fékk eina hæstu einkunn Sólarkvarðans árið 2021. Við í Uppreisn höfnum íhaldssemi og sjáum tækifæri í því að hugsa hlutina upp á nýtt, vinna með öðrum að sameiginlegum markmiðum og sjá íslenskt samfélag blómstra sem aldrei fyrr. Ég vil leiða og efla enn frekar það frábæra starf sem á sér stað innan Uppreisnar, þar sem ungt fólk getur komið saman til að læra af hvoru öðru, tjá sig um skoðanir sínar og vangaveltur, og taka virkan þátt í að gera íslenskt samfélag að frjálsu og réttlátu samfélagi. Höfundur er frambjóðandi til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun