Gagnrýnir regluverk deildarinnar eftir að stuðningsmaður lést Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2023 07:00 Richie Wellens ræðir við stuðningsmann sem gerði sér leið úr stúkunni til að láta vita af því sem var í gangi. Chris Vaughan/Getty Images Derek Reynolds, stuðningsmaður C-deildarliðs Leyton Orient á Englandi, lést á meðan leik liðsins gegn Lincoln stóð á þriðjudaginn var. Hann var 74 ára gamall. Richie Wellens, þjálfari Orient gagnrýnir regluverk deildarinnar sem kveður á um að leikurinn verði að halda áfram þó það sé verið að hjartahnoða einstakling á hliðarlínunni. Staðan var 1-0 Orient í vil þegar stuðningsmaður liðsins bað annan af aðstoðardómurum leiksins að stöðva leikinn svo hægt væri að sinna Reynolds sem var meðvitundarlaus. Læknateymi vallarins mætti en mínútu síðar var leikurinn farinn aftur af stað. Þá gerðu 20 manns sér leið úr stúkunni og á völlinn sjálfan þar sem þau settust niður í mótmælaskyni við að leikurinn færi fram á meðan það var verið að reyna hnoða lífi í Reynolds. Eftir að áhorfendurnir voru farnir aftur upp í stúku átti að halda leik áfram en markvörður Lincoln tók það ekki í mál. It was a horrific night."Leyton Orient fans stopped Tuesday's match against Lincoln City to try to save Derek Reynolds, who died after being taken ill in the stands at Brisbane Road. @TBurrows16 & @PJBuckinghamhttps://t.co/z7R2h3WOE8— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 „Þetta var skelfilegt. Við vorum hinum megin á vellinum og dómarinn undirbýr sig fyrir að hefja leik að nýju. Á sama tíma er verið að hnoða manneskju sem er að berjast fyrir lífi sínu, þetta var skelfileg tilfinning,“ sagði þjálfari Orient. „Ég vorkenndi dómaranum og fjórða dómara leiksins af því reglurnar segja að það verði að halda áfram en við verðum að stöðva leikinn og sjá til þess að það sé í lagi með stuðningsmanninn. Þetta var skelfilegt kvöld og skelfileg lífsreynsla. Þessar reglur ganga einfaldlega ekki upp.“ Á endanum ákvað dómarinn að senda bæði lið inn í klefa og flauta leikinn af, tæpri klukkustund eftir að hann var fyrst stöðvaður. Degi síðar staðfesti Orient að Reynolds hefði látið lífið. Hann hafði stutt félagið allt sitt líf. Leyton Orient Football Club is devastated to confirm that the supporter who was taken ill at Tuesday's game against Lincoln City has sadly passed away. Rest in peace, Derek — Leyton Orient FC (@leytonorientfc) October 4, 2023 Ekki er vitað hvenær leikurinn verður kláraður en staðan var 1-0 Orient vil þegar liðin gengu af velli. Fótbolti Enski boltinn Andlát Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Richie Wellens, þjálfari Orient gagnrýnir regluverk deildarinnar sem kveður á um að leikurinn verði að halda áfram þó það sé verið að hjartahnoða einstakling á hliðarlínunni. Staðan var 1-0 Orient í vil þegar stuðningsmaður liðsins bað annan af aðstoðardómurum leiksins að stöðva leikinn svo hægt væri að sinna Reynolds sem var meðvitundarlaus. Læknateymi vallarins mætti en mínútu síðar var leikurinn farinn aftur af stað. Þá gerðu 20 manns sér leið úr stúkunni og á völlinn sjálfan þar sem þau settust niður í mótmælaskyni við að leikurinn færi fram á meðan það var verið að reyna hnoða lífi í Reynolds. Eftir að áhorfendurnir voru farnir aftur upp í stúku átti að halda leik áfram en markvörður Lincoln tók það ekki í mál. It was a horrific night."Leyton Orient fans stopped Tuesday's match against Lincoln City to try to save Derek Reynolds, who died after being taken ill in the stands at Brisbane Road. @TBurrows16 & @PJBuckinghamhttps://t.co/z7R2h3WOE8— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 „Þetta var skelfilegt. Við vorum hinum megin á vellinum og dómarinn undirbýr sig fyrir að hefja leik að nýju. Á sama tíma er verið að hnoða manneskju sem er að berjast fyrir lífi sínu, þetta var skelfileg tilfinning,“ sagði þjálfari Orient. „Ég vorkenndi dómaranum og fjórða dómara leiksins af því reglurnar segja að það verði að halda áfram en við verðum að stöðva leikinn og sjá til þess að það sé í lagi með stuðningsmanninn. Þetta var skelfilegt kvöld og skelfileg lífsreynsla. Þessar reglur ganga einfaldlega ekki upp.“ Á endanum ákvað dómarinn að senda bæði lið inn í klefa og flauta leikinn af, tæpri klukkustund eftir að hann var fyrst stöðvaður. Degi síðar staðfesti Orient að Reynolds hefði látið lífið. Hann hafði stutt félagið allt sitt líf. Leyton Orient Football Club is devastated to confirm that the supporter who was taken ill at Tuesday's game against Lincoln City has sadly passed away. Rest in peace, Derek — Leyton Orient FC (@leytonorientfc) October 4, 2023 Ekki er vitað hvenær leikurinn verður kláraður en staðan var 1-0 Orient vil þegar liðin gengu af velli.
Fótbolti Enski boltinn Andlát Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira