Fundurinn hefst klukkan tvö í dag. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan.
Vöggustofan að Hlíðarenda og Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins eru stofurnar sem umræðir, en þær hafa verið áberandi í umfjöllun fjölmiðla á síðustu árum. Börn sem dvöldu á vöggustofunum hafa bent á að sum barna hafi hlotið varanlega skaða vegna rofs á tilfinningalegum þroska þeirra.
Þann tíunda mars í fyrra samþykkti borgarráð að setja á stofn nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að gera heildstæða athugun á starfsemi þeirra. Nefndina skipa Kjartan Björgvinsson, nýskipaður Landsréttardómari, formaður, Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði og Ellý Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi.
Nefndin hefur nú lokið störfum og verður skýrslan kynnt á fundinum í dag.