Haaland hefur raðað inn mörkum á móti RB Leipzig í Meistaradeildinni en ekki í gær. Manchester City vann reyndar 3-1 sigur á RB Leipzig en Haaland gekk enn á ný af velli án þess að ná að skora. Hann hafði skoraði fimm mörk þegar hann mætti Leipzig síðast í mars.
Haaland reyndi sex skot í leiknum en allt án árangurs. Bara tvö af þessum skotum hans hittu markið. Besta færið fékk hann eftir hálftíma leik en klúðraði.
Erling Haaland hasn't scored in his last five Champions League matches.
— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023
His previous longest scoreless streak in the UCL was two games
He's human after all pic.twitter.com/TshmjbUTvT
Þetta var fimmti Meistaradeildarleikurinn í röð þar sem Haaland kemst ekki á blað. Liðið er að vinna leikina og þetta er því kannski ekki mikið áhyggjuefni fyrir meistarana.
Haaland skoraði átta mörk í fimm fyrstu leikjum sínum í Meistaradeildinni og er með 35 mörk í 32 leikjum í keppninni.
Þess vegna þykir það stórfrétt að þessi miklu markaskorari sé ekki búinn að skora í næstum átta klukkutíma í Meistaradeildinni eða nákvæmlega í 476 mínútur. Honum vantar aðeins fjórar mínútur í að hafa ekki skorað í átta klukkutíma inn á vellinum.
„Hann fékk færi og tók þátt í leiknum. Hann stóð sig vel og var góður,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, við TV 2 eftir leikinn.
Það er líka ekki eins og Haaland sé ekki að skora í leikjum á tímabilinu því hann er þegar kominn með átta mörk í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Síðasta markið hans í Meistaradeildinni kom á móti Bayern München 19. apríl 2023 en þetta var seinni leikur átta liða úrslitanna.
Haaland skoraði ekki í undanúrslitaleikjunum á móti Real Madrid, ekki í úrslitaleiknum á móti Internazionale og hefur ekki skoraði í fyrstu tveimur leikjum riðlakeppninnar á móti Rauðu Stjörnunni og Leipzig.