Sérfræðingar segja hreint ótrúlegt að fylgjast með veðraþróuninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. október 2023 07:35 Maður í Kanada stendur undir vatnsúða til að kæla sig í hitanum. AP/Canadian Press/Christinne Muschi Sérfræðingar eiga vart orð yfir öllum þeim hitametum sem falla nú hvert af öðru og segja allt stefna í að 2023 verði heitasta ár í manna minnum. Þá kann árið 2024 að verða enn heitara, segja þeir. „September var, að mínu faglega áliti sem loftslagsvísindamaður, algjörlega klikkað,“ segir Zeke Hausfather við Berkeley Earth-loftslagsverkefnið. Septembermánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust og munaði 0,5 gráðum. Þá var hann 1,8 gráðum heitari en meðalhitinn fyrir iðnvæðingu. Ágústmánuður og júlímánuður voru einnig þeir heitustu frá því að mælingar hófust, sá síðarnefndi heitasti mánuðurinn yfir höfuð. „Ég er enn að berjast við að skilja hvernig eitt ár getur verið svona miklu heitara en fyrri ár,“ segir loftslagssérfræðingurinn Mika Rantanen við Veðurstofu Finnlands. ERA5 September 2023 monthly data are out.I'm still struggling to comprehend how a single year can jump so much compared to previous years.Just by adding the latest data point, the linear warming trend since 1979 increased by 10%. pic.twitter.com/AnNAbyUQwY— Mika Rantanen (@mikarantane) October 3, 2023 Þá hefur Guardian eftir Ed Hawkins, prófessor við University of Reading, að sumarið hafi verið ótrúlegt. Loftslagsvísindamaðurinn Joelle Gergis segir þróun mála í Ástralíu „sláandi“. Á mörgun svæðium þar sem hitamet hafi fallið hafi þau verið 3 til 5 gráðum yfir meðaltali. Minna regnfall muni skila sér í þurrkum. Sumarið verði afar erfitt. Hópur vísindamanna sem Guardian ræddi við í ágúst segja að jafnvel þótt hitinn í heiminum hafi verið mikill sé þróunin í takt við spár síðustu áratuga. Þá væru öfgafullir veðuratburðir einnig í takt við væntingar en hraðinn og alvarleikinn hefðu komið mönnum á óvart. Einnig áhrifin á viðkvæm samfélög. Það sem væri mest sláandi væri hins vegar hitastig sjávar og tap íshellunnar á Suðurskautslandinu. Vísindamennirnir vara við því að ef ekki verður gripið til aðgerða verði árið 2023 „venjulegt“ ár á næsta áratug. Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„September var, að mínu faglega áliti sem loftslagsvísindamaður, algjörlega klikkað,“ segir Zeke Hausfather við Berkeley Earth-loftslagsverkefnið. Septembermánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust og munaði 0,5 gráðum. Þá var hann 1,8 gráðum heitari en meðalhitinn fyrir iðnvæðingu. Ágústmánuður og júlímánuður voru einnig þeir heitustu frá því að mælingar hófust, sá síðarnefndi heitasti mánuðurinn yfir höfuð. „Ég er enn að berjast við að skilja hvernig eitt ár getur verið svona miklu heitara en fyrri ár,“ segir loftslagssérfræðingurinn Mika Rantanen við Veðurstofu Finnlands. ERA5 September 2023 monthly data are out.I'm still struggling to comprehend how a single year can jump so much compared to previous years.Just by adding the latest data point, the linear warming trend since 1979 increased by 10%. pic.twitter.com/AnNAbyUQwY— Mika Rantanen (@mikarantane) October 3, 2023 Þá hefur Guardian eftir Ed Hawkins, prófessor við University of Reading, að sumarið hafi verið ótrúlegt. Loftslagsvísindamaðurinn Joelle Gergis segir þróun mála í Ástralíu „sláandi“. Á mörgun svæðium þar sem hitamet hafi fallið hafi þau verið 3 til 5 gráðum yfir meðaltali. Minna regnfall muni skila sér í þurrkum. Sumarið verði afar erfitt. Hópur vísindamanna sem Guardian ræddi við í ágúst segja að jafnvel þótt hitinn í heiminum hafi verið mikill sé þróunin í takt við spár síðustu áratuga. Þá væru öfgafullir veðuratburðir einnig í takt við væntingar en hraðinn og alvarleikinn hefðu komið mönnum á óvart. Einnig áhrifin á viðkvæm samfélög. Það sem væri mest sláandi væri hins vegar hitastig sjávar og tap íshellunnar á Suðurskautslandinu. Vísindamennirnir vara við því að ef ekki verður gripið til aðgerða verði árið 2023 „venjulegt“ ár á næsta áratug.
Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“