Lewandowski meiddist í sigri Barca | Lazio sótti sigur til Skotlands Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 21:27 Gamla brýnið Pedro var hetja Lazio í kvöld. Vísir/Getty Barcelona gerði góða ferð til Portúgal í kvöld þegar liðið vann sigur á Porto í Meistaradeildinni. VAR var í stóru hlutverki í leikjum kvöldsins. Barcelona og Porto eru á meðal þeirra liða sem hafa hvað oftast tekið þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðin mættust í Portúgal í kvöld þar sem Barcelona fór með sigur af hólmi. Robert Lewandowski fór meiddur af velli í fyrri hálfleik en varamaður hans Ferran Torres var hetja Barca í kvöld. Torres skoraði eina mark leiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn Porto eftir frábæra sendingu Ilkay Gundogan. Lokatölur 1-0 og Barcelona með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Xavi: Lewandowski was substituted because he took a strong blow to his ankle, and Araújo was a bit tired. We need a quick recovery as we face Granada on Sunday. pic.twitter.com/arHjtpaGoP— infosfcb (@infosfcb) October 4, 2023 VAR hafði í nógu að snúast í Zagreb þar sem Rauða Stjarnan tók á móti Young Boys. Tvö mörk voru dæmd af Rauðu Stjörnunni í fyrri hálfleik en mark Cherif Ndiaye á 35. mínútu slapp þó í gegnum skoðun eftir að upphaflega var dæmd rangstaða. Filip Ugrinic jafnaði metin fyrir Young Boys snemma í síðari hálfleik og Cedric Itten skoraði úr vítaspyrnu fyrir svissneska liðið en vítaspyrnan var dæmd eftir skoðun myndbandsdómara. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði Osman Bukari hins vegar metin fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-2 og bæði lið nú komin á blað í G-riðli. Lazio gerði góða ferð til Skotlands og vann þar 2-1 sigur á Celtic. Japaninn Kyogo Furuhashi kom Celtic yfir á 12. mínútu en Matias Vecino jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var eftir af fyrri hálfleik. 82' Palma 90+5' PedroHeartbreak for Celtic.A late goal ruled out for offside, and then Lazio score a winner in added time. pic.twitter.com/1skbj7CZa7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 Allt stefndi í 1-1 jafntefli en á fimmtu mínútu uppbótartíma skoraði Pedro sigurmarkið fyrir Lazio og tryggði liðinu sætan 2-1 sigur. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem mark í uppbótartíma tryggir Lazio stig í riðlinum en markvörður liðsins jafnaði metin í fyrstu umferðinni gegn Atletico Madrid. Í Þýskalandi gerðu Dortmund og Milan 0-0 jafntefli í nokkuð fjörugum leik. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti F-riðils en það stefnir í mikla spennu í þeim riðli þar sem Newcastle og PSG skipa sætin fyrir ofan. Úrslit kvöldsins: Porto - Barcelona 0-1Rauða Stjarnan - Young Boys 2-2Celtic - Lazio 1-2Dortmund - Milan 0-0RB Leipzig - Manchester City 1-3Newcastle - PSG 4-1 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Sjá meira
Barcelona og Porto eru á meðal þeirra liða sem hafa hvað oftast tekið þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðin mættust í Portúgal í kvöld þar sem Barcelona fór með sigur af hólmi. Robert Lewandowski fór meiddur af velli í fyrri hálfleik en varamaður hans Ferran Torres var hetja Barca í kvöld. Torres skoraði eina mark leiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn Porto eftir frábæra sendingu Ilkay Gundogan. Lokatölur 1-0 og Barcelona með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Xavi: Lewandowski was substituted because he took a strong blow to his ankle, and Araújo was a bit tired. We need a quick recovery as we face Granada on Sunday. pic.twitter.com/arHjtpaGoP— infosfcb (@infosfcb) October 4, 2023 VAR hafði í nógu að snúast í Zagreb þar sem Rauða Stjarnan tók á móti Young Boys. Tvö mörk voru dæmd af Rauðu Stjörnunni í fyrri hálfleik en mark Cherif Ndiaye á 35. mínútu slapp þó í gegnum skoðun eftir að upphaflega var dæmd rangstaða. Filip Ugrinic jafnaði metin fyrir Young Boys snemma í síðari hálfleik og Cedric Itten skoraði úr vítaspyrnu fyrir svissneska liðið en vítaspyrnan var dæmd eftir skoðun myndbandsdómara. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði Osman Bukari hins vegar metin fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-2 og bæði lið nú komin á blað í G-riðli. Lazio gerði góða ferð til Skotlands og vann þar 2-1 sigur á Celtic. Japaninn Kyogo Furuhashi kom Celtic yfir á 12. mínútu en Matias Vecino jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var eftir af fyrri hálfleik. 82' Palma 90+5' PedroHeartbreak for Celtic.A late goal ruled out for offside, and then Lazio score a winner in added time. pic.twitter.com/1skbj7CZa7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 Allt stefndi í 1-1 jafntefli en á fimmtu mínútu uppbótartíma skoraði Pedro sigurmarkið fyrir Lazio og tryggði liðinu sætan 2-1 sigur. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem mark í uppbótartíma tryggir Lazio stig í riðlinum en markvörður liðsins jafnaði metin í fyrstu umferðinni gegn Atletico Madrid. Í Þýskalandi gerðu Dortmund og Milan 0-0 jafntefli í nokkuð fjörugum leik. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti F-riðils en það stefnir í mikla spennu í þeim riðli þar sem Newcastle og PSG skipa sætin fyrir ofan. Úrslit kvöldsins: Porto - Barcelona 0-1Rauða Stjarnan - Young Boys 2-2Celtic - Lazio 1-2Dortmund - Milan 0-0RB Leipzig - Manchester City 1-3Newcastle - PSG 4-1
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Sjá meira