Tólfti bruninn á árinu þar sem rafhlaupahjól kemur við sögu Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 4. október 2023 21:50 Þremur var bjargað af svölum íbúðarinnar, sem er á efstu hæð fjölbýlishússins. Vísir/Einar/Egill Stórtjón varð á íbúð í Hafnarfirði þegar eldur kviknaði út frá rafhlaupahjóli í hleðslu í nótt. Sviðsstjóri forvarnarsviðs SHS segir bruna þar sem rafhlaupahjól koma við sögu vera að færast í aukana. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir eldsvoðann hafa verið öflugan. Múrhúð flagnaði af veggjum íbúðarinnar og slökkvitæki sprakk, en mikið þarf til að slíkt gerist. Þremur var bjargað af svölunum, sem eru á efstu hæð hússins og eru auk íbúðarinnar ansi illa farnar. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnardeildar hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir slökkviliðið hafa haft á tilfinningunni að brunar af þessu tagi séu að færast í aukana. „Við erum núna nýbyrjuð að taka saman tölfræði, eða skoða okkar gögn, til þess að sjá hvaða tölur eru þarna á bak við,“ segir Aldís. „Frumtölurnar segja að þetta sé tólfti eldsvoðinn á árinu þar sem að rafhlaupahjól kemur við sögu.“ Aldís segir það talsverða aukningu milli ára en fyrr hafa slíkir brunar ekki orðið fleiri en fimm á ári. Hvað er best að hafa í huga þegar maður hleður svona tæki? „Það er að hlaða við sem allra öruggastar aðstæður. Í fjölbýlishúsum eins og þessu myndum við helst vilja sjá þetta inni í sér brunahólfi. Til dæmis hjólageymslum fjölbýlishúsa. Í einbýlishúsum þá gjarnan í bílskúr. En ef ekki er hægt að koma þessu við að passa þá að hlaða ekki þegar fólk er sofandi. Og að það sé reykskynjun í rýminu.“ Rafhlaupahjól Slökkvilið Slysavarnir Tengdar fréttir Þremur bjargað af svölum íbúðar eftir að eldur kom upp í hlaupahjóli Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til klukkan 2:15 í nótt vegna elds á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Um talsverðan eld var að ræða og mikinn reyk, segir í yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar. 4. október 2023 06:16 Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Óvenju mörg útköll vegna brennandi rafhlaupahjóla Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenju mörg útköll vegna elds sem komið hefur upp vegna rafhlaupahjóla í heimahúsum undanfarinn sólarhring. 7. september 2023 11:42 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir eldsvoðann hafa verið öflugan. Múrhúð flagnaði af veggjum íbúðarinnar og slökkvitæki sprakk, en mikið þarf til að slíkt gerist. Þremur var bjargað af svölunum, sem eru á efstu hæð hússins og eru auk íbúðarinnar ansi illa farnar. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnardeildar hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir slökkviliðið hafa haft á tilfinningunni að brunar af þessu tagi séu að færast í aukana. „Við erum núna nýbyrjuð að taka saman tölfræði, eða skoða okkar gögn, til þess að sjá hvaða tölur eru þarna á bak við,“ segir Aldís. „Frumtölurnar segja að þetta sé tólfti eldsvoðinn á árinu þar sem að rafhlaupahjól kemur við sögu.“ Aldís segir það talsverða aukningu milli ára en fyrr hafa slíkir brunar ekki orðið fleiri en fimm á ári. Hvað er best að hafa í huga þegar maður hleður svona tæki? „Það er að hlaða við sem allra öruggastar aðstæður. Í fjölbýlishúsum eins og þessu myndum við helst vilja sjá þetta inni í sér brunahólfi. Til dæmis hjólageymslum fjölbýlishúsa. Í einbýlishúsum þá gjarnan í bílskúr. En ef ekki er hægt að koma þessu við að passa þá að hlaða ekki þegar fólk er sofandi. Og að það sé reykskynjun í rýminu.“
Rafhlaupahjól Slökkvilið Slysavarnir Tengdar fréttir Þremur bjargað af svölum íbúðar eftir að eldur kom upp í hlaupahjóli Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til klukkan 2:15 í nótt vegna elds á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Um talsverðan eld var að ræða og mikinn reyk, segir í yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar. 4. október 2023 06:16 Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Óvenju mörg útköll vegna brennandi rafhlaupahjóla Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenju mörg útköll vegna elds sem komið hefur upp vegna rafhlaupahjóla í heimahúsum undanfarinn sólarhring. 7. september 2023 11:42 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Þremur bjargað af svölum íbúðar eftir að eldur kom upp í hlaupahjóli Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til klukkan 2:15 í nótt vegna elds á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Um talsverðan eld var að ræða og mikinn reyk, segir í yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar. 4. október 2023 06:16
Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30
Óvenju mörg útköll vegna brennandi rafhlaupahjóla Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenju mörg útköll vegna elds sem komið hefur upp vegna rafhlaupahjóla í heimahúsum undanfarinn sólarhring. 7. september 2023 11:42