Ræddu leikmannakaup Ten Hags: „Hans menn voru lélegastir á vellinum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2023 14:00 André Onana hefur gert slæm mistök í báðum leikjum Manchester United í Meistaradeild Evrópu. getty/Alex Dodd Aron Jóhannsson segir að það líti illa út fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, hversu slakir leikmennirnir sem hann hefur fengið til félagsins séu. United laut í lægra haldi fyrir Galatasaray, 2-3, á Old Trafford í gær. United hefur tapað báðum leikjum sínum í A-riðli Meistaradeildarinnar á tímabilinu. Aron og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu um stöðuna United og Ten Hags eftir leikinn gegn Galatasaray í gær. „Það verður áhugavert hvernig þjálfarinn ætlar að leiða þetta áfram, það er að segja ef hann fær að vera þarna áfram. Þetta virðist vera gegnumgangandi hjá þeim sem eiga að vera stórir karakterarar í þessu liði, Bruno Fernandes er einn af þeim, að það eru allir að benda á einhvern annan. Enginn tekur ábyrgð,“ sagði Jóhannes Karl. „Maður veit ekkert hvað hann er að hugsa og það voru vonir um að það væri hægt að byggja ofan á það en það hefur orðið algjört hrun á stuttum tíma; engin trú og enginn vilji. Auðvitað ætlum við ekki að sitja hér og segja að leikmenn United nenni ekki að hlaupa eða berjast. En það er eitthvað andleysi þarna.“ Onana er búinn að vera skelfilegur Kjartan Atli Kjartansson beindi umræðuna því næst að leikmannakaupum United í stjóratíð Ten Hags. Hollendingurinn hefur verið duglegur að kaupa leikmenn sem hann hefur unnið með áður, eins og Lisandro Martínez, André Onana, Sofyan Amrabat og Antony. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um United „Hvernig ætlar United að takast á við þetta? Ætla þeir að færa honum þessi völd, að leyfa honum að fá leikmenn sem hann langar í, til þess svo að reka hann í byrjun október. Það gengur heldur ekki upp finnst mér. En þegar maður sér svona frammistöðu og menn eru með hangandi haus er þetta mikið, mikið áhyggjuefni,“ sagði Aron. „Í dag [í gær] voru hans menn lélegastir á vellinum. Onana, sem er búinn að vera skelfilegur frá því hann kom. Amrabat var ekki mikill greiði gerður með því að vera allt í einu kominn í vinstri bakvörð. Hann er miðjumaður sem vinnur boltann og kemur honum á næstu gæja. Hann er allt í einu vinstri bakvörður. Hann er út úr stöðu og með lélegar fyrirgjafir.“ Jóhannes Karl tók við boltanum. „Ekki nóg með að Ten Hag hafi fengið að sækja sína leikmenn, heldur hefur líka verið talað um það í ensku pressunni að hann sé að sækja leikmenn í gegnum sama umboðsmann. Ekki hjálpar það honum núna, ef hann er að taka leikmenn eins og Amrabat í gegnum umboðsmann sem tengist honum. Það er hræðilegt ef satt er,“ sagði Skagamaðurinn. Umræðuna um United úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
United laut í lægra haldi fyrir Galatasaray, 2-3, á Old Trafford í gær. United hefur tapað báðum leikjum sínum í A-riðli Meistaradeildarinnar á tímabilinu. Aron og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu um stöðuna United og Ten Hags eftir leikinn gegn Galatasaray í gær. „Það verður áhugavert hvernig þjálfarinn ætlar að leiða þetta áfram, það er að segja ef hann fær að vera þarna áfram. Þetta virðist vera gegnumgangandi hjá þeim sem eiga að vera stórir karakterarar í þessu liði, Bruno Fernandes er einn af þeim, að það eru allir að benda á einhvern annan. Enginn tekur ábyrgð,“ sagði Jóhannes Karl. „Maður veit ekkert hvað hann er að hugsa og það voru vonir um að það væri hægt að byggja ofan á það en það hefur orðið algjört hrun á stuttum tíma; engin trú og enginn vilji. Auðvitað ætlum við ekki að sitja hér og segja að leikmenn United nenni ekki að hlaupa eða berjast. En það er eitthvað andleysi þarna.“ Onana er búinn að vera skelfilegur Kjartan Atli Kjartansson beindi umræðuna því næst að leikmannakaupum United í stjóratíð Ten Hags. Hollendingurinn hefur verið duglegur að kaupa leikmenn sem hann hefur unnið með áður, eins og Lisandro Martínez, André Onana, Sofyan Amrabat og Antony. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um United „Hvernig ætlar United að takast á við þetta? Ætla þeir að færa honum þessi völd, að leyfa honum að fá leikmenn sem hann langar í, til þess svo að reka hann í byrjun október. Það gengur heldur ekki upp finnst mér. En þegar maður sér svona frammistöðu og menn eru með hangandi haus er þetta mikið, mikið áhyggjuefni,“ sagði Aron. „Í dag [í gær] voru hans menn lélegastir á vellinum. Onana, sem er búinn að vera skelfilegur frá því hann kom. Amrabat var ekki mikill greiði gerður með því að vera allt í einu kominn í vinstri bakvörð. Hann er miðjumaður sem vinnur boltann og kemur honum á næstu gæja. Hann er allt í einu vinstri bakvörður. Hann er út úr stöðu og með lélegar fyrirgjafir.“ Jóhannes Karl tók við boltanum. „Ekki nóg með að Ten Hag hafi fengið að sækja sína leikmenn, heldur hefur líka verið talað um það í ensku pressunni að hann sé að sækja leikmenn í gegnum sama umboðsmann. Ekki hjálpar það honum núna, ef hann er að taka leikmenn eins og Amrabat í gegnum umboðsmann sem tengist honum. Það er hræðilegt ef satt er,“ sagði Skagamaðurinn. Umræðuna um United úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira