Sjáðu mörkin frá Galakvöldinu á Old Trafford, stuðið í Napoli, endurkomu Braga og öll hin úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2023 14:31 Mauro Icardi fagnar sigurmarki sínu gegn Manchester United. getty/Michael Regan Galatasaray jók enn á eymd Manchester United með sínum fyrsta sigri á enskri grundu, Jude Bellingham og félagar í Real Madrid gerðu góða ferð til Napoli og annan leikinn í röð fékk Union Berlin á sig mark í uppbótartíma. Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má sjá hér fyrir neðan. Í A-riðli vann Galatasaray United, 2-3, á Old Trafford. Þetta var sjötta tap United á tímabilinu og það þriðja á heimavelli. Mauro Icardi skoraði sigurmark Tyrkjanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Heimamenn komust tvisvar yfir með mörkum Rasmusar Højlund en Wilfried Zaha og Kerem Aktürkoglu jöfnuðu fyrir gestina frá Istanbúl. Klippa: Man. Utd. 2-3 Galatasaray FC Kaupmannahöfn komst yfir gegn Bayern München á Parken þegar Lukas Lerager skoraði á 56. mínútu. Jamal Musiala jafnaði ellefu mínútum seinna og á 83. mínútu skoraði Frakkinn ungi, Mathys Tel, sigurmark Bayern. Þýskalandsmeistararnir hafa unnið fimmtán leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Klippa: FCK 1-2 Bayern Lens vann Arsenal, 2-1, í B-riðli. Skytturnar komust yfir með marki Gabriels Jesus en Adrien Thomasson jafnaði fyrir Frakkana. Hinn tvítugi Elye Wahi skoraði svo sigurmark þeirra á 69. mínútu. Klippa: Lens 2-1 Arsenal Í hinum leik B-riðils gerðu PSV Eindhoven og Sevilla 2-2 jafntefli. Öll mörkin komu seint í leiknum. Nemanja Gudelj kom Evrópudeildarmeisturunum yfir á 68. mínútu. Luuk de Jong jafnaði fyrir Hollendingana á 86. mínútu en aðeins 75 sekúndum síðar kom Youssef En-Nesyri gestunum frá Andalúsíu aftur yfir. Jordan Teze skoraði svo jöfnunarmark PSV þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Klippa: PSV 2-2 Sevilla Dramatíkin var alls ráðandi í leik Union Berlin og Braga í C-riðli. Berlínarbúar komust í 2-0 með tveimur mörkum Sheraldos Becker í fyrri hálfleik. Sikou Niakaté minnkaði muninn fyrir Portúgalina rétt fyrir hálfleik og Bruma jafnaði svo með frábæru skoti í upphafi seinni hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði André Castro sigurmark Braga með skoti fyrir utan vítateig. Klippa: Union Berlin 2-3 Braga Í Napoli vann Real Madrid heimamenn með tveimur mörkum gegn þremur. Norski miðvörðurinn Leo Østigård kom Napoli yfir en Vinícius Júnior jafnaði og Jude Bellingham skoraði á 34. mínútu eftir mikinn einleik. Piotr Zielinski jafnaði úr vítaspyrnu á 54. mínútu og þannig var staðan fram á 78. mínútu. Þá átti Federico Valverde þrumuskot í slána, bakið á Alex Meret, markverði Napoli, og inn. Klippa: Napoli 2-3 Real Madrid Real Sociedad vann Red Bull Salzburg, 0-2, á útivelli í D-riðli. Mikel Oyarzabal og Brais Méndez skoruðu mörk Baskanna. Klippa: Salzburg 0-2 Real Sociedad Í hinum leik D-riðils vann Inter Benfica, 1-0. Marcus Thuram skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu en silfurlið síðasta tímabils í Meistaradeildinni í óð í færum í leiknum. Klippa: Inter 1-0 Benfica Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má sjá hér fyrir neðan. Í A-riðli vann Galatasaray United, 2-3, á Old Trafford. Þetta var sjötta tap United á tímabilinu og það þriðja á heimavelli. Mauro Icardi skoraði sigurmark Tyrkjanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Heimamenn komust tvisvar yfir með mörkum Rasmusar Højlund en Wilfried Zaha og Kerem Aktürkoglu jöfnuðu fyrir gestina frá Istanbúl. Klippa: Man. Utd. 2-3 Galatasaray FC Kaupmannahöfn komst yfir gegn Bayern München á Parken þegar Lukas Lerager skoraði á 56. mínútu. Jamal Musiala jafnaði ellefu mínútum seinna og á 83. mínútu skoraði Frakkinn ungi, Mathys Tel, sigurmark Bayern. Þýskalandsmeistararnir hafa unnið fimmtán leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Klippa: FCK 1-2 Bayern Lens vann Arsenal, 2-1, í B-riðli. Skytturnar komust yfir með marki Gabriels Jesus en Adrien Thomasson jafnaði fyrir Frakkana. Hinn tvítugi Elye Wahi skoraði svo sigurmark þeirra á 69. mínútu. Klippa: Lens 2-1 Arsenal Í hinum leik B-riðils gerðu PSV Eindhoven og Sevilla 2-2 jafntefli. Öll mörkin komu seint í leiknum. Nemanja Gudelj kom Evrópudeildarmeisturunum yfir á 68. mínútu. Luuk de Jong jafnaði fyrir Hollendingana á 86. mínútu en aðeins 75 sekúndum síðar kom Youssef En-Nesyri gestunum frá Andalúsíu aftur yfir. Jordan Teze skoraði svo jöfnunarmark PSV þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Klippa: PSV 2-2 Sevilla Dramatíkin var alls ráðandi í leik Union Berlin og Braga í C-riðli. Berlínarbúar komust í 2-0 með tveimur mörkum Sheraldos Becker í fyrri hálfleik. Sikou Niakaté minnkaði muninn fyrir Portúgalina rétt fyrir hálfleik og Bruma jafnaði svo með frábæru skoti í upphafi seinni hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði André Castro sigurmark Braga með skoti fyrir utan vítateig. Klippa: Union Berlin 2-3 Braga Í Napoli vann Real Madrid heimamenn með tveimur mörkum gegn þremur. Norski miðvörðurinn Leo Østigård kom Napoli yfir en Vinícius Júnior jafnaði og Jude Bellingham skoraði á 34. mínútu eftir mikinn einleik. Piotr Zielinski jafnaði úr vítaspyrnu á 54. mínútu og þannig var staðan fram á 78. mínútu. Þá átti Federico Valverde þrumuskot í slána, bakið á Alex Meret, markverði Napoli, og inn. Klippa: Napoli 2-3 Real Madrid Real Sociedad vann Red Bull Salzburg, 0-2, á útivelli í D-riðli. Mikel Oyarzabal og Brais Méndez skoruðu mörk Baskanna. Klippa: Salzburg 0-2 Real Sociedad Í hinum leik D-riðils vann Inter Benfica, 1-0. Marcus Thuram skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu en silfurlið síðasta tímabils í Meistaradeildinni í óð í færum í leiknum. Klippa: Inter 1-0 Benfica Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira