Íslenski boltinn

Truflar Davíð ekki að fólk efist um hann vegna for­­tíðar hans

Aron Guðmundsson skrifar
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Davíð Smári Lamu­de, þjálfari liðs Vestra í fót­bolta sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deildinni í fyrsta sinn í sögunni, segir það ekki trufla sig að ein­hverjir séu ekki vissir með hann sökum for­tíðar hans. Hann hafi verið ungur og vit­laus á þeim tíma.

Davíð Smári hefur hlotið nokkra dóma fyrir líkams­á­rásir í gegnum tíðina og segir hann það gefa sér elds­neyti í starfi sínu sem þjálfari að það séu ein­hverjir sem efist um hann núna sökum for­tíðar hans. 

Klippa: Davíð Smári: Ég var ungur og vitlaus

Finnst þér erfitt að hreinsa for­tíðina og fá kannski þá virðingu sem þú átt skilið sem fót­bolta­þjálfari?

„Ef ég á að vera mjög ein­lægur að svara þessu þá er það bara það sem gefur mér elds­neyti til þess að halda á­fram. Að það séu ein­hverjar efa­semdar­raddir,“ segir Davíð Smári í við­tali við Svövu Kristínu Grétars­dóttur í Sport­pakkanum.

„Fortíðin er að baki fyrir mér“

„Árangur minn sem þjálfari talar sínu máli. Öll þau verk­efni sem ég tek að mér geri ég vel. Ég er mjög stoltur af þeirri vinnu sem ég skila af mér. Það truflar mig alls ekki að það séu ein­hverjir sem eru ekki vissir með mig og mína for­tíð. Ég var ungur og vit­laus, það er enginn að reyna fela það. Ég er bara sá sem ég er í dag og er stoltur af því. For­tíðin er að baki fyrir mér.“

Hvað ein­kennir þig sem þjálfara í dag?

„Ég er mjög kröfu­harður. Er með mjög sterka sýn á leikinn, mjög skýra sýn á hvað ég vil fá frá leik­mönnum. Það eru mín sterkustu ein­kenni sem þjálfari, mínir leik­menn vita sín hlut­verk og vita að ef ég sé það ekki koma frá þeim þá spila þeir ekki marga leiki fyrir mig.“


Tengdar fréttir

„Mér var vel tekið og fyrir það er ég of­­boðs­­lega þakk­látur“

Davíð Smári Lamu­de, þjálfari fót­bolta­liðs Vestra sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fyrsta sinn í sögu fé­lagsins, segist aldrei hafa órað fyrir því að hann myndi stýra liði á Laugar­dals­velli í jafn stórum og mikil­vægum leik og úr­slita­leikur Vestra og Aftur­eldingar í um­spili Lengju­deildarinnar á dögunum var. Hann er þakk­látur Vest­firðingum fyrir góðar mót­tökur á hans fyrsta tíma­bili sem þjálfari Vestra.

Samúel klökkur eftir af­rek Vestra: „Þetta er bara geggjað fólk“

Samúel Samúels­son, prímu­s­mótorinn á bak við knatt­spyrnu­deild Vestra, var hrærður í við­tali eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fót­bolta í fyrsta skipti í sögunni með 1-0 sigri á Aftur­eldingu í úr­slita­leik í um­spili Lengju­deildarinnar. Hann þakkar öllu því fólki sem stendur að baki liðinu fyrir sitt fram­lag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×