McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. október 2023 22:32 McCarthy yfirgefur þingið að atkvæðagreiðslu lokinni. AP Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem fulltrúadeildin steypir forsetanum af stóli með þessum hætti. Strax í kjölfar atkvæðagreiðslunnar var Patrick MchHenry, stuðningsmaður McCarthy, kjörinn tímabundinn þingforseti. Nú þarf þingið að kjósa sér nýjan forseta en í frétt CNN segir að enn komi enginn meðlimur þingsins til greina sem augljós kandídat sem hlyti nægilegan stuðning til þess að ná kjöri. Ekki er vitað með vissu hvort atkvæðagreiðslan fari fram seinna í dag. Í gær lagði þingmaðurinn Matt Gaetz, sem einnig er flokksbróðir McCarthy, fram vantrauststillögu á hendur fulltrúadeildarforsetanum. Ekki þótti líklegt að McCarthy héldi sessi vegna þess hve fáir Repúblikanar höfðu lýst yfir stuðningi í hans garð. Vantrauststillagan náði í gegn með 216 atkvæðum gegn 210. Einungis fimm Repúblikanar þurfti til þess að McCarthy yrði vikið úr embætti en alls greiddu átta Repúblikanar með tillögunni. Tillögur um að fjarlægja forsetann hafa aðeins tvisvar áður verið lagðar fram og voru felldar í báðum tilvikum. John Boehner stóð af sér atlögu árið 2015 en fyrsta tillagan var lögð fram árið 1910. Talsverður titringur hefur verið á fulltrúadeildinni síðustu daga en á laugardag mátti minnstu muna að þingið hefði þurft að loka ríkisstofnunum vegna fjármagnsskorts. Nokkrum klukkustundum fyrir fyrirhugaða lokun samþykkti þingið bráðabirgðafjárlög sem fólu meðal annars í sér sextán milljarða dala til neyðaraðstoðar og stöðvun á aðstoð til Úkraínu, en sífellt stækkandi hópur þingmanna Repúblikanaflokksins virðist mótfallinn þeirri aðstoð. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. 3. október 2023 15:30 Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem fulltrúadeildin steypir forsetanum af stóli með þessum hætti. Strax í kjölfar atkvæðagreiðslunnar var Patrick MchHenry, stuðningsmaður McCarthy, kjörinn tímabundinn þingforseti. Nú þarf þingið að kjósa sér nýjan forseta en í frétt CNN segir að enn komi enginn meðlimur þingsins til greina sem augljós kandídat sem hlyti nægilegan stuðning til þess að ná kjöri. Ekki er vitað með vissu hvort atkvæðagreiðslan fari fram seinna í dag. Í gær lagði þingmaðurinn Matt Gaetz, sem einnig er flokksbróðir McCarthy, fram vantrauststillögu á hendur fulltrúadeildarforsetanum. Ekki þótti líklegt að McCarthy héldi sessi vegna þess hve fáir Repúblikanar höfðu lýst yfir stuðningi í hans garð. Vantrauststillagan náði í gegn með 216 atkvæðum gegn 210. Einungis fimm Repúblikanar þurfti til þess að McCarthy yrði vikið úr embætti en alls greiddu átta Repúblikanar með tillögunni. Tillögur um að fjarlægja forsetann hafa aðeins tvisvar áður verið lagðar fram og voru felldar í báðum tilvikum. John Boehner stóð af sér atlögu árið 2015 en fyrsta tillagan var lögð fram árið 1910. Talsverður titringur hefur verið á fulltrúadeildinni síðustu daga en á laugardag mátti minnstu muna að þingið hefði þurft að loka ríkisstofnunum vegna fjármagnsskorts. Nokkrum klukkustundum fyrir fyrirhugaða lokun samþykkti þingið bráðabirgðafjárlög sem fólu meðal annars í sér sextán milljarða dala til neyðaraðstoðar og stöðvun á aðstoð til Úkraínu, en sífellt stækkandi hópur þingmanna Repúblikanaflokksins virðist mótfallinn þeirri aðstoð.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. 3. október 2023 15:30 Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. 3. október 2023 15:30
Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36
Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05