Ný Dimmalimm gangi nærri sæmdarrétti og réttmætum viðskiptaháttum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2023 11:43 Ný útgáfa af Sögunni af Dimmalimm sem merkt er Guðmundi Thorsteinssyni hefur vakið mikla athygli. Óðinsauga Myndstef - Myndhöfundarsjóður Íslands, telur nýja útgáfu Óðinsauga af barnabókinni Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, ganga nærri sæmdarrétti höfundarins og réttmætum viðskiptaháttum. Þá telja samtökin álitamál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Tilefnið er frétt Vísis af því að aðstandendur Muggs telji það ósiðlegt að ný útgáfa sé undir hans nafni, þar sem verkið sé ekki lengur eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Nýja útgáfan er væntanleg í verslanir í október. Sæmdarréttur höfunda falli ekki úr gildi Í tilkynningu sinni segir Myndstef að hlutverk sitt sé að standa vörð um hagsmuni myndhöfunda og annarra sjónhöfunda. Það er mat samtakanna að Sagan af Dimmalimm sé eitt ástsælasta verk þjóðarinnar og ómetanlegur hluti af menningararfi Íslands. Segja samtökin að þó verkið sé úr höfundarvernd, þar sem höfundarréttur haldist í sjötíu ár, gildi sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem ekki falla úr gildi. „Aftur á móti gilda sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem falla ekki úr gildi, en þrátt fyrir að verk renni úr höfundavernd, er eftir sem áður óheimilt að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundaheiður eða höfundasérkenni, sbr. 2. mgr. 4. gr. höfundalaga.“ Segja um að ræða grundvallarbreytingu Nú standi til að gefa verkið út í nýrri og breyttri mynd af útgáfufélaginu Óðinsauga. Þar sé nafn verksins óbreytt og nafn Muggs jafnframt notað við útgáfuna. „Vilja því ofangreind samtök höfunda benda á að slík útgáfa gæti bæði talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar og réttmætum viðskiptaháttum, og einnig kvikna sjónarmið um fölsun, og þarf því að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins.“ Benda samtökin á að Sagan um Dimmalimm sé fyrsta eiginlega íslenska myndasagan (e. Picture story). Þar sé um að ræða tegund verks þar sem saga sé sögð með röð mynda og þar sem textinn styðji frásögnina en ekki öfugt. „Og er því heildræn og listræn framsetning verksins hvar textanum er fundinn staður í frásögninni. Í fyrirhugaðri útgáfu er búið að snúa framsetningunni við þannig að um sé að ræða myndskreytt bókmenntaverk en ekki öfugt. Þetta er grundvallarbreyting á heildarverkinu.“ Telja brýnt að útgefandi hafi samband Þá segja samtökin að það þurfi að sama skapi aðfara varlega með miðil frummyndanna. Í upphaflegu verki hafi þær verið vatnslitaðar og með ákveðnu sérkenni höfundar. „Ef myndirnar eru afbakaðar þannig að breyting er á listrænni framsetningu heildarverksins, gæti slík framsetning og breyting talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar.“ Segja samtökin að endingu að sé endurútgáfa af bókinni fyrirhuguð, telji Myndstef brýnt að útgefandi setji sig í samband við Myndstef og þiggi ráðgjöf um fyrirhugaða útgáfu, framsetningu og kynningu á útgáfunni. „Til að freista þess að ný útgáfa verði talin sjálfstætt verk og gangi ekki nærri frumverkinu. Hjá Myndstef starfar sérfræðingur í höfundarétti sem getur veitt slíka ráðgjöf.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Höfundarréttur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Tilefnið er frétt Vísis af því að aðstandendur Muggs telji það ósiðlegt að ný útgáfa sé undir hans nafni, þar sem verkið sé ekki lengur eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Nýja útgáfan er væntanleg í verslanir í október. Sæmdarréttur höfunda falli ekki úr gildi Í tilkynningu sinni segir Myndstef að hlutverk sitt sé að standa vörð um hagsmuni myndhöfunda og annarra sjónhöfunda. Það er mat samtakanna að Sagan af Dimmalimm sé eitt ástsælasta verk þjóðarinnar og ómetanlegur hluti af menningararfi Íslands. Segja samtökin að þó verkið sé úr höfundarvernd, þar sem höfundarréttur haldist í sjötíu ár, gildi sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem ekki falla úr gildi. „Aftur á móti gilda sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem falla ekki úr gildi, en þrátt fyrir að verk renni úr höfundavernd, er eftir sem áður óheimilt að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundaheiður eða höfundasérkenni, sbr. 2. mgr. 4. gr. höfundalaga.“ Segja um að ræða grundvallarbreytingu Nú standi til að gefa verkið út í nýrri og breyttri mynd af útgáfufélaginu Óðinsauga. Þar sé nafn verksins óbreytt og nafn Muggs jafnframt notað við útgáfuna. „Vilja því ofangreind samtök höfunda benda á að slík útgáfa gæti bæði talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar og réttmætum viðskiptaháttum, og einnig kvikna sjónarmið um fölsun, og þarf því að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins.“ Benda samtökin á að Sagan um Dimmalimm sé fyrsta eiginlega íslenska myndasagan (e. Picture story). Þar sé um að ræða tegund verks þar sem saga sé sögð með röð mynda og þar sem textinn styðji frásögnina en ekki öfugt. „Og er því heildræn og listræn framsetning verksins hvar textanum er fundinn staður í frásögninni. Í fyrirhugaðri útgáfu er búið að snúa framsetningunni við þannig að um sé að ræða myndskreytt bókmenntaverk en ekki öfugt. Þetta er grundvallarbreyting á heildarverkinu.“ Telja brýnt að útgefandi hafi samband Þá segja samtökin að það þurfi að sama skapi aðfara varlega með miðil frummyndanna. Í upphaflegu verki hafi þær verið vatnslitaðar og með ákveðnu sérkenni höfundar. „Ef myndirnar eru afbakaðar þannig að breyting er á listrænni framsetningu heildarverksins, gæti slík framsetning og breyting talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar.“ Segja samtökin að endingu að sé endurútgáfa af bókinni fyrirhuguð, telji Myndstef brýnt að útgefandi setji sig í samband við Myndstef og þiggi ráðgjöf um fyrirhugaða útgáfu, framsetningu og kynningu á útgáfunni. „Til að freista þess að ný útgáfa verði talin sjálfstætt verk og gangi ekki nærri frumverkinu. Hjá Myndstef starfar sérfræðingur í höfundarétti sem getur veitt slíka ráðgjöf.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Höfundarréttur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira